Schram mættur í hásætið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2023 09:00 Frederik Schram í leik með Val. Vísir/Vilhelm Frederik August Albrecht Schram mætti með látum inn í Bestu deildina á síðustu leiktíð þegar hann samdi við Val um mitt sumar. Þó Valsmenn hafi ekki riðið feitum hesti þá var Schram án efa einn, ef ekki sá, besti markvörður deildarinnar. Eftir að Hannes Þór Halldórsson lagði hanskana á hilluna myndaðist ákveðið skarð í Bestu deild karla í knattspyrnu. Hannes Þór óumdeilanlega besti markvörður deildarinnar þó hann hafi ekki verið upp á sitt besta frá fyrstu mínútu á Hlíðarenda. Þrátt fyrir góðar frammistöður Schram á síðustu leiktíð þá lak Valur mörkum eins og enginn væri morgundagurinn. Alls fékk hann á sig 29 mörk í 16 leikjum. Það hefur hins vegar orðið breyting á þar sem Valur, nú undir stjórn Arnars Grétarssonar, fékk varla á sig mark í Lengjubikarnum. Valur stóð uppi sem sigurvegari eftir sjö leiki þar sem liðið fékk aðeins á sig eitt mark ef frá er talin vítaspyrnukeppnin við KA í úrslitum. Sem stendur virðist nær öruggt að Frederik Schram verði sá markvörður sem mun fá á sig fæst mörk í sumar. Valsliðið mun spila góðan varnarleik frá A til Ö og þá má reikna með að Schram verði ekki beðinn um að spila stutt frá marki sínu undir pressu. Hvort það geri hann að besta markverði deildarinnar er óvíst en reikna má með að Íslandsmeistarinn Anton Ari Einarsson og bikarmeistarinn Ingvar Jónsson séu ekki sammála þeirri fullyrðingu. Blikar fengu aðeins á sig 27 mörk í 27 leikjum í Bestu deildinni á síðustu leiktíð og átti Anton Ari stóran þátt í því. Ingvar var í aðeins meiri vandræðum en með nýjum leikstíl Víkinga má reikna með að liðið fái á sig töluvert færri mörk í ár. Anton Ari Einarsson var frábær á síðustu leiktíð.Vísir/Vilhelm Það verður svo forvitnilegt að sjá hvort nýju markverðir deildarinnar stimpli sig inn með stæl. KR-ingar sóttu hinn norska Simen Lillevik Kjellevold á meðan Keflavík sótti hinn danska Mathias Rosenørn. Ólafur Kristófer Helgason átti frábært tímabil þegar Fylkir rúllaði upp Lengjudeildinni síðasta sumar og verður gaman að sjá hvernig hann plumar sig í efstu deild. Arnar Freyr Ólafsson er svo mættur aftur í efstu deild með HK og vill eflaust gera betur en síðast þegar Kóramenn féllu niður í Lengjudeildina. Besta deildin fer af stað á morgun, mánudaginn 10. apríl. Verða allir leikir umferðarinnar í beinni útsendingu. 13.50 KA – KR [Rás Bestu deildarinnar]13.50 Fylkir – Keflavík [Stöð 2 Sport 5]18.20 Valur – ÍBV [Stöð 2 Sport 5]19.05 Fram – FH [Rás Bestu deildarinnar]19.05 Stjarnan – Víkingur [Rás 2 Bestu deildarinnar]19.30 Breiðablik – HK [Stöð 2 Sport]22.15 Stúkan [Stöð 2 Sport] Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira
Eftir að Hannes Þór Halldórsson lagði hanskana á hilluna myndaðist ákveðið skarð í Bestu deild karla í knattspyrnu. Hannes Þór óumdeilanlega besti markvörður deildarinnar þó hann hafi ekki verið upp á sitt besta frá fyrstu mínútu á Hlíðarenda. Þrátt fyrir góðar frammistöður Schram á síðustu leiktíð þá lak Valur mörkum eins og enginn væri morgundagurinn. Alls fékk hann á sig 29 mörk í 16 leikjum. Það hefur hins vegar orðið breyting á þar sem Valur, nú undir stjórn Arnars Grétarssonar, fékk varla á sig mark í Lengjubikarnum. Valur stóð uppi sem sigurvegari eftir sjö leiki þar sem liðið fékk aðeins á sig eitt mark ef frá er talin vítaspyrnukeppnin við KA í úrslitum. Sem stendur virðist nær öruggt að Frederik Schram verði sá markvörður sem mun fá á sig fæst mörk í sumar. Valsliðið mun spila góðan varnarleik frá A til Ö og þá má reikna með að Schram verði ekki beðinn um að spila stutt frá marki sínu undir pressu. Hvort það geri hann að besta markverði deildarinnar er óvíst en reikna má með að Íslandsmeistarinn Anton Ari Einarsson og bikarmeistarinn Ingvar Jónsson séu ekki sammála þeirri fullyrðingu. Blikar fengu aðeins á sig 27 mörk í 27 leikjum í Bestu deildinni á síðustu leiktíð og átti Anton Ari stóran þátt í því. Ingvar var í aðeins meiri vandræðum en með nýjum leikstíl Víkinga má reikna með að liðið fái á sig töluvert færri mörk í ár. Anton Ari Einarsson var frábær á síðustu leiktíð.Vísir/Vilhelm Það verður svo forvitnilegt að sjá hvort nýju markverðir deildarinnar stimpli sig inn með stæl. KR-ingar sóttu hinn norska Simen Lillevik Kjellevold á meðan Keflavík sótti hinn danska Mathias Rosenørn. Ólafur Kristófer Helgason átti frábært tímabil þegar Fylkir rúllaði upp Lengjudeildinni síðasta sumar og verður gaman að sjá hvernig hann plumar sig í efstu deild. Arnar Freyr Ólafsson er svo mættur aftur í efstu deild með HK og vill eflaust gera betur en síðast þegar Kóramenn féllu niður í Lengjudeildina. Besta deildin fer af stað á morgun, mánudaginn 10. apríl. Verða allir leikir umferðarinnar í beinni útsendingu. 13.50 KA – KR [Rás Bestu deildarinnar]13.50 Fylkir – Keflavík [Stöð 2 Sport 5]18.20 Valur – ÍBV [Stöð 2 Sport 5]19.05 Fram – FH [Rás Bestu deildarinnar]19.05 Stjarnan – Víkingur [Rás 2 Bestu deildarinnar]19.30 Breiðablik – HK [Stöð 2 Sport]22.15 Stúkan [Stöð 2 Sport]
13.50 KA – KR [Rás Bestu deildarinnar]13.50 Fylkir – Keflavík [Stöð 2 Sport 5]18.20 Valur – ÍBV [Stöð 2 Sport 5]19.05 Fram – FH [Rás Bestu deildarinnar]19.05 Stjarnan – Víkingur [Rás 2 Bestu deildarinnar]19.30 Breiðablik – HK [Stöð 2 Sport]22.15 Stúkan [Stöð 2 Sport]
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira