„Fyrstu berin eru svakalega stór og djúsí“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. apríl 2023 20:30 Stóru jarðarberin þykja einstaklega bragðgóð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrstu íslensku jarðarberin vorsins eru nú komin í verslanir, stór og bragðgóð frá jarðaberjastöðinni Jarðarberjalandi í Reykholti í Bláskógabyggð. Um heilsársræktun verður að ræða með lýsingu í nýjum gróðurhúsum stöðvarinnar. Fyrir rétt rúmlega ári þá varð mikið tjón í miklu óveðri í Reykholti í Bláskógabyggð þar sem gróðurhúsin hjá Hólmfríði Geirsdóttur og hennar fólki skemmdust mikið og allar jarðaberjaplönturnar urðu meira og minna ónýtar. Það efldi bara Hólmfríði og fjölskyldu hennar því nú er búið að byggja nýtt 3.600 fermetra gróðurhús með lýsingu. Grænmetisbílinn frá Sölufélagi garðyrkjumanna kemur nú reglulega og sækir ný og fersk ber í Jarðaberjaland, sem fara í verslanir. „Núna er þetta allt að fara á fullt og verður svona áfram árið, þetta er heilsársræktun og vonandi jöfn uppskera allt árið, þannig að það ætti að vera nóg af íslenskum berjum á markaðnum,“ segir Hólmfríður og bætir við. „Við notum engin efni, engin plöntuvarnarlyf eða skordýralíf eða neitt slíkt, það er aldrei úðað á plönturnar. Við erum náttúrulega að nota okkar góða íslenska neysluvatn og við vitum það að grænmetið og berin eru 95 prósent vatn.“ Hólmfríður Geirsdóttir hjá Berjalandi segir að fyrstu jarðarber vorsins líti mjög vel út og uppskeran góð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hólmfríður segir að það verði auðvelt fyrir stöðina að rækta einhverja tugi tonn af jarðarberjum á ári. En af hverju eru jarðarberin svona misstór? „Það er nú þannig að þegar við byrjum að tína af plöntunum þá fáum við bara ber í þessari stærð, fyrstu berin eru svakalega stór og djúsí en svo þegar við förum að klára tínsluna af plöntunum, við erum að tína í svona sex vikur af plöntunum, þá eru þau komin í þessa stærð, þau eru svakalega góð líka, þetta er bara einn munnbiti“. En hvað finnst berjunum um að láta borða sig? „Ég held að þau elski það bara, til þess eru þau,“ segir Hólmfríður skellihlæjandi. Jarðarberjaland er í Reykholti í Bláskógabyggð í 3.600 fermetra gróðurhúsi með lýsingu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Landbúnaður Ber Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Fyrir rétt rúmlega ári þá varð mikið tjón í miklu óveðri í Reykholti í Bláskógabyggð þar sem gróðurhúsin hjá Hólmfríði Geirsdóttur og hennar fólki skemmdust mikið og allar jarðaberjaplönturnar urðu meira og minna ónýtar. Það efldi bara Hólmfríði og fjölskyldu hennar því nú er búið að byggja nýtt 3.600 fermetra gróðurhús með lýsingu. Grænmetisbílinn frá Sölufélagi garðyrkjumanna kemur nú reglulega og sækir ný og fersk ber í Jarðaberjaland, sem fara í verslanir. „Núna er þetta allt að fara á fullt og verður svona áfram árið, þetta er heilsársræktun og vonandi jöfn uppskera allt árið, þannig að það ætti að vera nóg af íslenskum berjum á markaðnum,“ segir Hólmfríður og bætir við. „Við notum engin efni, engin plöntuvarnarlyf eða skordýralíf eða neitt slíkt, það er aldrei úðað á plönturnar. Við erum náttúrulega að nota okkar góða íslenska neysluvatn og við vitum það að grænmetið og berin eru 95 prósent vatn.“ Hólmfríður Geirsdóttir hjá Berjalandi segir að fyrstu jarðarber vorsins líti mjög vel út og uppskeran góð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hólmfríður segir að það verði auðvelt fyrir stöðina að rækta einhverja tugi tonn af jarðarberjum á ári. En af hverju eru jarðarberin svona misstór? „Það er nú þannig að þegar við byrjum að tína af plöntunum þá fáum við bara ber í þessari stærð, fyrstu berin eru svakalega stór og djúsí en svo þegar við förum að klára tínsluna af plöntunum, við erum að tína í svona sex vikur af plöntunum, þá eru þau komin í þessa stærð, þau eru svakalega góð líka, þetta er bara einn munnbiti“. En hvað finnst berjunum um að láta borða sig? „Ég held að þau elski það bara, til þess eru þau,“ segir Hólmfríður skellihlæjandi. Jarðarberjaland er í Reykholti í Bláskógabyggð í 3.600 fermetra gróðurhúsi með lýsingu. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Landbúnaður Ber Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira