McIlroy tilbúinn að loka hringnum á Masters sem hefst á morgun Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2023 15:01 Rory McIlroy stefnir á að klára svokallað „Grand Slam“ um helgina. Patrick Smith/Getty Images Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy setur stefnuna á sigur á Masters mótinu í golfi sem hefst á morgun. Masters er eina risamótið sem McIlroy á eftir að vinna. McIlroy hafnaði í öðru sæti á Masters mótinu í fyrra, á eftir Bandaríkjamanninum Scottie Scheffler sem fagnaði sigri. Norður-Írinn var því aðeins hársbreidd frá því að fagna sigri á risamóti í fyrsta skipti síðan 2014. Hann segir þó að þau sár séu gróin og að hann hafi allt til að bera til að fagna sigri í ár. Hann situr í öðru sæti heimslistans og með sigri á Masters verður hann aðeins sjötti kylfingurinn til að klára svokallað „Grand Slam“ sem sagt er um kylfinga sem hafa unnið öll risamótin sem í boði eru. „Ég þekki þennan völl líklega betur en flestir,“ sagði McIlroy um Augusta National golfvöllinn þar sem Masters mótið fer fram. „Mér hefur alltaf fundist ég hafa líkamlega getu til að vinna þetta mót, en þetta snýst um að vera á réttum stað hugarfarslega til að leyfa líkamlegu getunni að ná í gegn.“ „Ég hef byrjað mótin illa og ekki stigið á bensínið nógu snemma. Ég hef stundum átt slæmar níu holur sem hafa komið mér í vandræði og hent mér úr mótinu.“ „En nú er ég með öll hráefnin til að baka bökuna. Þetta snýst bara um að setja þessi hráefni í og stilla ofninn á rétt hitastig. Ég veit að ég er með allt á réttum stað. Nú er þetta bara spurning um að púsla þessu öllu saman,“ sagði McIlroy að lokum. McIlroy verður í ráshópi með Bandaríkjamanninum Sam Burns og Tom Kim frá Suður-Kóreu. Þeir leggja af stað klukkan 19:48 að íslenskum tíma, en rástíma fyrir fyrstu tvo daga mótsins má sjá á heimasíðu PGA-mótaraðarinnar með því að smella hér. Rory McIlroy confident he can finally win Masters for career grand slam https://t.co/rrqeUfF39m pic.twitter.com/CCNK6RkWIo— New York Post (@nypost) April 5, 2023 Masters mótið hefst á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi hefst klukkan 19:00 annað kvöld, en golfþyrstir áhorfendur geta þó svalað þorstanum strax í kvöld klukkan 19:00 þegar sýnt verður frá Par 3 keppninni sem haldin er árlega degi fyrir Masters mótið. Þar mæta allir helstu kylfingar mótsins til leiks og spila níu holur sem allar eiga það sameiginlegt að vera Par 3 holur. Mömmur og pabbar kylfinganna, ömmur og afar, frændur, frænkur og börn þeirra hafa tekið að sér hlutverk kylfusveina og þar er það gleðin sem ræður ríkjum áður en alvaran tekur við. Masters-mótið Golf Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Sjá meira
McIlroy hafnaði í öðru sæti á Masters mótinu í fyrra, á eftir Bandaríkjamanninum Scottie Scheffler sem fagnaði sigri. Norður-Írinn var því aðeins hársbreidd frá því að fagna sigri á risamóti í fyrsta skipti síðan 2014. Hann segir þó að þau sár séu gróin og að hann hafi allt til að bera til að fagna sigri í ár. Hann situr í öðru sæti heimslistans og með sigri á Masters verður hann aðeins sjötti kylfingurinn til að klára svokallað „Grand Slam“ sem sagt er um kylfinga sem hafa unnið öll risamótin sem í boði eru. „Ég þekki þennan völl líklega betur en flestir,“ sagði McIlroy um Augusta National golfvöllinn þar sem Masters mótið fer fram. „Mér hefur alltaf fundist ég hafa líkamlega getu til að vinna þetta mót, en þetta snýst um að vera á réttum stað hugarfarslega til að leyfa líkamlegu getunni að ná í gegn.“ „Ég hef byrjað mótin illa og ekki stigið á bensínið nógu snemma. Ég hef stundum átt slæmar níu holur sem hafa komið mér í vandræði og hent mér úr mótinu.“ „En nú er ég með öll hráefnin til að baka bökuna. Þetta snýst bara um að setja þessi hráefni í og stilla ofninn á rétt hitastig. Ég veit að ég er með allt á réttum stað. Nú er þetta bara spurning um að púsla þessu öllu saman,“ sagði McIlroy að lokum. McIlroy verður í ráshópi með Bandaríkjamanninum Sam Burns og Tom Kim frá Suður-Kóreu. Þeir leggja af stað klukkan 19:48 að íslenskum tíma, en rástíma fyrir fyrstu tvo daga mótsins má sjá á heimasíðu PGA-mótaraðarinnar með því að smella hér. Rory McIlroy confident he can finally win Masters for career grand slam https://t.co/rrqeUfF39m pic.twitter.com/CCNK6RkWIo— New York Post (@nypost) April 5, 2023 Masters mótið hefst á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi hefst klukkan 19:00 annað kvöld, en golfþyrstir áhorfendur geta þó svalað þorstanum strax í kvöld klukkan 19:00 þegar sýnt verður frá Par 3 keppninni sem haldin er árlega degi fyrir Masters mótið. Þar mæta allir helstu kylfingar mótsins til leiks og spila níu holur sem allar eiga það sameiginlegt að vera Par 3 holur. Mömmur og pabbar kylfinganna, ömmur og afar, frændur, frænkur og börn þeirra hafa tekið að sér hlutverk kylfusveina og þar er það gleðin sem ræður ríkjum áður en alvaran tekur við.
Masters-mótið Golf Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Sjá meira