Keppni frestað á Masters vegna úrhellis Hjörvar Ólafsson skrifar 8. apríl 2023 20:29 Brooks Koepka er í forystu á Masters en veður hefur sett strik í reikninginn á mótinu. Vísir/Getty Úrhellisrigning varð til þess að fresta varð leik á þriðja keppnisdegi á Masters-mótinu í golfi sem fram fer á Augusta National í Georgiu í Bandaríkjunum þessa dagana. Bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka hafði aukið forskot í efsta sæti áður en keppni var frestað vegna rigingarinnar. Koepka hafði spilað sex holur á þriðja hringnum þegar kylfingarnir voru kallaðir inn en hann hefur spilað á 13 höggum undir pari vallarins til þessa. Koepka hefur fjögurra högga forskot á Spánverjann Jon Rahm. Veðrið setti einnig strik í reikninginn á öðrum keppnisdegi í gær. Tiger Woods, sem hefur unnið Masters fimm sinnum á ferli sínum, er á níu höggum yfir pari vallarins sem setur hann í 47. sæti. Nái kylfingar ekki að ljúka keppni á morgun verður það í fyrsta skipti síðan árið 1983 sem úrslitin ráðast á mótinu á mánudegi. Veðurspáin fyrir morgundaginn er skaplegri en spáð er minni úrkomu og meiri sól. Masters-mótið Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka hafði aukið forskot í efsta sæti áður en keppni var frestað vegna rigingarinnar. Koepka hafði spilað sex holur á þriðja hringnum þegar kylfingarnir voru kallaðir inn en hann hefur spilað á 13 höggum undir pari vallarins til þessa. Koepka hefur fjögurra högga forskot á Spánverjann Jon Rahm. Veðrið setti einnig strik í reikninginn á öðrum keppnisdegi í gær. Tiger Woods, sem hefur unnið Masters fimm sinnum á ferli sínum, er á níu höggum yfir pari vallarins sem setur hann í 47. sæti. Nái kylfingar ekki að ljúka keppni á morgun verður það í fyrsta skipti síðan árið 1983 sem úrslitin ráðast á mótinu á mánudegi. Veðurspáin fyrir morgundaginn er skaplegri en spáð er minni úrkomu og meiri sól.
Masters-mótið Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira