Martröð Dele Alli heldur áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. apríl 2023 13:30 Dele Alli hefur ekki heillað í Tyrklandi. BSR Agency/Getty Images Knattspyrnumaðurinn Dele Alli hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Hann var lánaður til Besiktas í Tyrklandi og þar hefur hann heldur betur ollið vonbrigðum. Leikmaðurinn er nú snúinn aftur til Englands vegna meiðsla sem munu halda honum frá keppni út tímabilið. Knattspyrnumaðurinn Dele Alli hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Hann var lánaður til Besiktas í Tyrklandi og þar hefur hann heldur betur ollið vonbrigðum. Leikmaðurinn er nú snúinn aftur til Englands vegna meiðsla sem munu halda honum frá keppni út tímabilið. Frægðarsól Dele Alli reis hratt og hátt er hann lék með Tottenham Hotspur. Um tíma var hann einn af betri leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar en síðan þá hefur fallið verið hátt. Tími hans hjá Tottenham endaði með krónískri bekkjarsetu og litlum sem engum spiltíma. Þaðan fór hann til Everton en tókst aldrei að sýna sínar bestu hliðar. Fyrir yfirstandandi tímabil var Dele svo lánaður til Tyrklands. Þar hafa hlutirnir heldur betur gengið á afturfótunum. Hann hefur aðeins komið sögu í 13 leikjum og skorað tvö mörk. Þá spurði þjálfari liðsins nýverið fjölmiðla hvort þau vissu hvar Dele væri þar sem hann hafði ekki skilað sér til baka eftir frí frá æfingum. Hinn 26 ára gamli Dele spilaði síðast í febrúar og virðist sem hann muni ekki spila meira á þessari leiktíð. Hann er kominn aftur til Englands þar sem hann er í endurhæfingu vegna meiðsla. Ekki kemur fram um hverslags meiðsli er að ræða en talið er ólíklegt að hann fari aftur til Tyrklands. Ekki bætti úr skák að myndir náðust af leikmanninum að taka inn hláturgas nýverið. Dele Alli pictured surrounded by laughing gas canisters with a balloon in his mouth after failed Besiktas loan was cut short https://t.co/pCOuxHK0Fb pic.twitter.com/cHQ5Bh1snA— MailOnline Sport (@MailSport) April 10, 2023 Besiktas hafði forkaupsrétt á leikmanninum í sumar en hefur ákveðið að nýta ekki þann möguleika. Því mun Dele snúa aftur til Everton í sumar en samningur hans rennur út sumarið 2024. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Dele Alli hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Hann var lánaður til Besiktas í Tyrklandi og þar hefur hann heldur betur ollið vonbrigðum. Leikmaðurinn er nú snúinn aftur til Englands vegna meiðsla sem munu halda honum frá keppni út tímabilið. Frægðarsól Dele Alli reis hratt og hátt er hann lék með Tottenham Hotspur. Um tíma var hann einn af betri leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar en síðan þá hefur fallið verið hátt. Tími hans hjá Tottenham endaði með krónískri bekkjarsetu og litlum sem engum spiltíma. Þaðan fór hann til Everton en tókst aldrei að sýna sínar bestu hliðar. Fyrir yfirstandandi tímabil var Dele svo lánaður til Tyrklands. Þar hafa hlutirnir heldur betur gengið á afturfótunum. Hann hefur aðeins komið sögu í 13 leikjum og skorað tvö mörk. Þá spurði þjálfari liðsins nýverið fjölmiðla hvort þau vissu hvar Dele væri þar sem hann hafði ekki skilað sér til baka eftir frí frá æfingum. Hinn 26 ára gamli Dele spilaði síðast í febrúar og virðist sem hann muni ekki spila meira á þessari leiktíð. Hann er kominn aftur til Englands þar sem hann er í endurhæfingu vegna meiðsla. Ekki kemur fram um hverslags meiðsli er að ræða en talið er ólíklegt að hann fari aftur til Tyrklands. Ekki bætti úr skák að myndir náðust af leikmanninum að taka inn hláturgas nýverið. Dele Alli pictured surrounded by laughing gas canisters with a balloon in his mouth after failed Besiktas loan was cut short https://t.co/pCOuxHK0Fb pic.twitter.com/cHQ5Bh1snA— MailOnline Sport (@MailSport) April 10, 2023 Besiktas hafði forkaupsrétt á leikmanninum í sumar en hefur ákveðið að nýta ekki þann möguleika. Því mun Dele snúa aftur til Everton í sumar en samningur hans rennur út sumarið 2024.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira