Höskuldur: Kemur annar dagur eftir svona dag Árni Konráð Árnason skrifar 10. apríl 2023 22:53 Höskuldur skýtur að marki í leiknum. Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Blika var vitaskuld svekktur eftir ótrúlegan leik Breiðabliks og HK í Bestu deildinni í kvöld. HK vann 4-3 sigur í dramatískum leik. „Við mætum ekki nógu tilbúnir í að mæta þeim í hörkunni og geðveikinni og þannig, náum ekki að matcha það og þá eru þeir bara yfir stóran hluta leiksins,“ sagði Höskuldur í samtali við Vísi eftir leik. Blikar pressuðu hátt en virtust ekki mæta til leiks fyrr en eftir rúmlega klukkutíma leik. „Þeir sem komu inn stóðu sig frábærlega og hristu upp í þessu. Mér fannst við vera ágætlega þolinmóðir í seinni og ekki fara í neinar örvæntingu á meðan við vorum að grafa okkur til baka. Við náum að minnka muninn, jafna og komast yfir á frekar stuttum tíma“ sagði Höskuldur, en einungis fjórar mínútur liðu á milli þess að Blikar voru að tapa 0-2 í að komast yfir í 3-2. HK jafnaði leikinn á 89. mínútu eftir sjálfsmark frá Höskuldi, aðspurður um aðdragandann sagði Höskuldur að sama vitleysan hefði byrjað þarna stuttu fyrir þar sem að HK var að uppskera mörg föst leikatriði og þeir voru að ráða illa við þá í seinni boltum, að jafntefli hafi legið í loftinu sem þeir uppskáru og gott betur. Aðspurður varðandi næstu skref hjá Blikum hafði Höskuldur þetta að segja: „Það breytist ekkert við þetta, við höfum aldrei tekið sjálfsmyndina okkar í einstaka úrslitum, við höfum tapað áður, við höfum tapað illa áður. Ef að við ætlum að vera trúir sjálfum okkur þá förum við ekkert að staldra of lengi við þetta, heldur bara læra af þessu og einblína á næstu æfingarviku og næsta leik“ sagði Höskuldur og hélt áfram. „Það er það góða við þetta, það kemur annar dagur eftir svona dag“. Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik HK Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Sjá meira
„Við mætum ekki nógu tilbúnir í að mæta þeim í hörkunni og geðveikinni og þannig, náum ekki að matcha það og þá eru þeir bara yfir stóran hluta leiksins,“ sagði Höskuldur í samtali við Vísi eftir leik. Blikar pressuðu hátt en virtust ekki mæta til leiks fyrr en eftir rúmlega klukkutíma leik. „Þeir sem komu inn stóðu sig frábærlega og hristu upp í þessu. Mér fannst við vera ágætlega þolinmóðir í seinni og ekki fara í neinar örvæntingu á meðan við vorum að grafa okkur til baka. Við náum að minnka muninn, jafna og komast yfir á frekar stuttum tíma“ sagði Höskuldur, en einungis fjórar mínútur liðu á milli þess að Blikar voru að tapa 0-2 í að komast yfir í 3-2. HK jafnaði leikinn á 89. mínútu eftir sjálfsmark frá Höskuldi, aðspurður um aðdragandann sagði Höskuldur að sama vitleysan hefði byrjað þarna stuttu fyrir þar sem að HK var að uppskera mörg föst leikatriði og þeir voru að ráða illa við þá í seinni boltum, að jafntefli hafi legið í loftinu sem þeir uppskáru og gott betur. Aðspurður varðandi næstu skref hjá Blikum hafði Höskuldur þetta að segja: „Það breytist ekkert við þetta, við höfum aldrei tekið sjálfsmyndina okkar í einstaka úrslitum, við höfum tapað áður, við höfum tapað illa áður. Ef að við ætlum að vera trúir sjálfum okkur þá förum við ekkert að staldra of lengi við þetta, heldur bara læra af þessu og einblína á næstu æfingarviku og næsta leik“ sagði Höskuldur og hélt áfram. „Það er það góða við þetta, það kemur annar dagur eftir svona dag“.
Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik HK Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Sjá meira