Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu núll til átta stig yfir daginn, þar sem mildast verður syðst á landinu.
„Norðaustan kaldi eða stinningskaldi suðaustantil á landinu á morgun og rigning með köflum, en í öðrum landshlutum verður hægur vindur og lengst af þurrt. Hiti 2 til 10 stig að deginum,“ segir um morgundaginn.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Austan og norðaustan 8-13 m/s suðaustantil og rigning með köflum, annars 3-8 og yfirleitt þurrt. Stöku skúrir suðvestanlands síðdegis. Hiti 2 til 9 stig að deginum.
Á föstudag: Norðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Dálitlar skúrir eða él á Norður- og Austurlandi og hiti um eða yfir frostmarki, en víða bjartviðri sunnanlands með 4 til 10 stiga hita yfir daginn.
Á laugardag: Hæg austlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en stöku skúrir sunnanlands. Hiti 3 til 10 stig að deginum. Vaxandi austanátt við suðurströndina um kvöldið.
Á sunnudag: Austan og suðaustanátt og fer að rigna, en lengst af úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti breytist lítið.
Á mánudag og þriðjudag: Suðaustlæg átt og skúrir, en yfirleitt þurrt um landið norðaustanvert. Hlýtt í veðri.