Söluferlið lengist og Glazer-fjölskyldan freistar þess að fá meira Valur Páll Eiríksson skrifar 12. apríl 2023 12:46 Avram Glazer fer fyrir fjölskyldunni, en hann á einnig Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni. Getty Hin bandaríska Glazer-fjölskylda, sem á enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United, hefur opnað fyrir þriðju umferð tilboða í félagið. Eigendurnir flýta sér hægt, freista þess að fá hærri boð í félagið og alls er óvíst að það takist að selja félagið fyrir lok yfirstandandi leiktíðar. Manchester United var sett á sölu í nóvember síðastliðnum. Síðan hafa farið fram tvær umferðir tilboða í félagið þar sem Katarinn Sjeik Jassim og Bretinn Sir James Ratcliffe lögðu fram tilboð, og endurbætt tilboð í seinni umferðinni. Finninn Thomas Zilliacus er einnig sagður hafa boðið í félagið. Búist var við ákvörðun frá Glazer-fjölskyldunni eftir aðra umferðina en nú hefur verið opnað á þriðju umferð boða, þar sem eigendurnir freista þess að fá hærri tilboð. Fjölskyldan hefur átt meirihluta í félaginu frá árinu 2005 þegar hún keypti United á 790 milljónir punda. Samkvæmt breskum fjölmiðlum vonast hún nú eftir að selja félagið fyrir fimm til sex milljarða punda. Verðmiðinn er hár og nú ljóst að ferlið mun lengjast enn frekar, líklega fram á sumar. Katarinn Jassim vill kaupa 100 prósent eignarhlut í félaginu en Ratcliffe sækist eftir um 69 prósenta hlut með sínu tilboði. Enn er ekki útilokað að Glazer-fjölskyldan ákveði að selja ekki félagið en fyrir liggur þó töluverður kostnaður af því að endurbæta heimavöll félagsins, Old Trafford. Eins og sakir standa getur Old Trafford ekki verið hluti af boði Bretlands og Írlands til að halda EM 2028, þar sem hann uppfyllir ekki kröfur. Etihad-völlurinn, heimavöllur Manchester City, og fyrirhugaður núr heimavöllur Everton, sem er í byggingu, verði líklega þeir tveir vellir í norðvestur Englandi sem lagt verði fram að spila á. Talið er að kostnaður við enduruppbyggingu Old Trafford geti numið allt að einum milljarði punda. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira
Manchester United var sett á sölu í nóvember síðastliðnum. Síðan hafa farið fram tvær umferðir tilboða í félagið þar sem Katarinn Sjeik Jassim og Bretinn Sir James Ratcliffe lögðu fram tilboð, og endurbætt tilboð í seinni umferðinni. Finninn Thomas Zilliacus er einnig sagður hafa boðið í félagið. Búist var við ákvörðun frá Glazer-fjölskyldunni eftir aðra umferðina en nú hefur verið opnað á þriðju umferð boða, þar sem eigendurnir freista þess að fá hærri tilboð. Fjölskyldan hefur átt meirihluta í félaginu frá árinu 2005 þegar hún keypti United á 790 milljónir punda. Samkvæmt breskum fjölmiðlum vonast hún nú eftir að selja félagið fyrir fimm til sex milljarða punda. Verðmiðinn er hár og nú ljóst að ferlið mun lengjast enn frekar, líklega fram á sumar. Katarinn Jassim vill kaupa 100 prósent eignarhlut í félaginu en Ratcliffe sækist eftir um 69 prósenta hlut með sínu tilboði. Enn er ekki útilokað að Glazer-fjölskyldan ákveði að selja ekki félagið en fyrir liggur þó töluverður kostnaður af því að endurbæta heimavöll félagsins, Old Trafford. Eins og sakir standa getur Old Trafford ekki verið hluti af boði Bretlands og Írlands til að halda EM 2028, þar sem hann uppfyllir ekki kröfur. Etihad-völlurinn, heimavöllur Manchester City, og fyrirhugaður núr heimavöllur Everton, sem er í byggingu, verði líklega þeir tveir vellir í norðvestur Englandi sem lagt verði fram að spila á. Talið er að kostnaður við enduruppbyggingu Old Trafford geti numið allt að einum milljarði punda.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira