Þrír mænuskaddaðir ofurhugar fara yfir Vatnajökul Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. apríl 2023 11:27 Frá æfingu þremenninganna á Íslandi í nóvember síðastliðnum. Skjáskot ITV Þrír mænuskaddaðir Bretar hefja ferð sína yfir Vatnajökul í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem teymi fatlaðra fjallgöngumanna fer án stuðnings yfir þennan stærsta jökul Evrópu. Breska sjónvarpsstöðin ITV greinir frá þessu. Mennirnir heita Ed Jackson, Darren Edwards og Niall McCann. Allir lentu þeir í alvarlegum slysum og sködduðu á sér mænuna. Í ferðinni safna þeir áheitum fyrir góðgerðafélagið Millimetres to Mountains, sem Jackson kom á fót. En félagið hjálpar fólki að komast yfir stór áföll í lífinu með því að fara í ævintýraferðir. Stefnan er sett á að safna 155 þúsund pundum, eða rúmlega 26 milljón krónum. Þremenningarnir komu til landsins í nóvember síðastliðnum til að æfa sig fyrir gönguna. En einn af þeim, Edwards, er algerlega lamaður fyrir neðan brjóst. Hinir eru með takmarkanir í útlimum. Ruðningskappi skall á sundlaugarbotni Ed Jackson er 34 ára gamall og var atvinnumaður í ruðningi. Spilaði hann meðal annars fyrir hið fornfræga lið Wasps, sem seinna fór í gjaldþrot, og fyrir yngri landslið Englands. Hann skaddaðist á mænu þegar hann dýfði sér ofan í sundlaug í aprílmánuði árið 2017 og lenti á höfðinu á botninum. Jackson var atvinnumaður í ruðningi og spilaði fyrir yngri landslið Englands. Jackson hefur ekki látið fötlunina stöðva sig og hefur meðal annars klifið fjallið Mera Peak í Himalayafjöllunum síðan. 7 maraþon á 7 dögum í 7 heimsálfum Eftir að Jackson slasaðist kynntist hann Edwards og McCann. Edwards slasaðist alvarlega í fjallgöngu í Wales í ágústmánuði árið 2016. Hann féll rúma 10 metra og hefur síðan verið lamaður frá brjósti og niður úr. Edwards er lamaður eftir fjallgönguslys. Rétt eins og Jackson hefur Edwards ekki látið slysið stöðva sig. Fyrr á þessu ári keppti Edwards í 7 maraþonhlaupum með handhjóli á 7 dögum í 7 heimsálfum. Fallhlífarstökk endaði á kletti Niall McCann hryggbrotnaði og skaddaði mænuna í fallhlífarslysi árið 2016. En hann skall á kletti á fjallinu Pen Y Fan í Wales á 80 kílómetra hraða á klukkustund og féll til jarðar. Niall McCann eftir fallhlífarslys árið 2016. McCann er mikill áhugamaður um ævintýraferðir á köldum stöðum og hefur meðal annars farið á skíðum yfir Grænlandsjökul, hjólað yfir Himalayja fjöllin og róið á kanó á Yukon fljótinu í Kanada og Alaska. Ferðin yfir Vatnajökul er hins vegar hans fyrsta síðan hann lenti í slysinu. Fjallamennska Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Sjá meira
Mennirnir heita Ed Jackson, Darren Edwards og Niall McCann. Allir lentu þeir í alvarlegum slysum og sködduðu á sér mænuna. Í ferðinni safna þeir áheitum fyrir góðgerðafélagið Millimetres to Mountains, sem Jackson kom á fót. En félagið hjálpar fólki að komast yfir stór áföll í lífinu með því að fara í ævintýraferðir. Stefnan er sett á að safna 155 þúsund pundum, eða rúmlega 26 milljón krónum. Þremenningarnir komu til landsins í nóvember síðastliðnum til að æfa sig fyrir gönguna. En einn af þeim, Edwards, er algerlega lamaður fyrir neðan brjóst. Hinir eru með takmarkanir í útlimum. Ruðningskappi skall á sundlaugarbotni Ed Jackson er 34 ára gamall og var atvinnumaður í ruðningi. Spilaði hann meðal annars fyrir hið fornfræga lið Wasps, sem seinna fór í gjaldþrot, og fyrir yngri landslið Englands. Hann skaddaðist á mænu þegar hann dýfði sér ofan í sundlaug í aprílmánuði árið 2017 og lenti á höfðinu á botninum. Jackson var atvinnumaður í ruðningi og spilaði fyrir yngri landslið Englands. Jackson hefur ekki látið fötlunina stöðva sig og hefur meðal annars klifið fjallið Mera Peak í Himalayafjöllunum síðan. 7 maraþon á 7 dögum í 7 heimsálfum Eftir að Jackson slasaðist kynntist hann Edwards og McCann. Edwards slasaðist alvarlega í fjallgöngu í Wales í ágústmánuði árið 2016. Hann féll rúma 10 metra og hefur síðan verið lamaður frá brjósti og niður úr. Edwards er lamaður eftir fjallgönguslys. Rétt eins og Jackson hefur Edwards ekki látið slysið stöðva sig. Fyrr á þessu ári keppti Edwards í 7 maraþonhlaupum með handhjóli á 7 dögum í 7 heimsálfum. Fallhlífarstökk endaði á kletti Niall McCann hryggbrotnaði og skaddaði mænuna í fallhlífarslysi árið 2016. En hann skall á kletti á fjallinu Pen Y Fan í Wales á 80 kílómetra hraða á klukkustund og féll til jarðar. Niall McCann eftir fallhlífarslys árið 2016. McCann er mikill áhugamaður um ævintýraferðir á köldum stöðum og hefur meðal annars farið á skíðum yfir Grænlandsjökul, hjólað yfir Himalayja fjöllin og róið á kanó á Yukon fljótinu í Kanada og Alaska. Ferðin yfir Vatnajökul er hins vegar hans fyrsta síðan hann lenti í slysinu.
Fjallamennska Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Sjá meira