Þorsteinn Leó er nýliði í landsliðshópnum fyrir síðustu leikina í undankeppni EM í handbolta sem valinn var í morgun.
Góð spilamennska hans á tímabilinu kom honum ekki á óvart en sagði að hann hefði glímt við mikið af meiðslum og geti staðið sig enn betur. Þorsteinn hefur tekið stærra hlutverk varnarlega.
„Ég er byrjaður að leggja á mig svakalega með varnarleikinn, hann er alls ekki fullkominn, langt frá því. Ég horfi mikið á klippur frá öðrum leikmönnum.“

Hann sagði mikilvægt að spila báðu megin á vellinum vegna þess að þá sé hann verðmætari leikmaður.
„Það er planið að ég spili eitt tímabil í viðbót hérna áður en ég fer út. Ég hef ekki skrifað undir neina samninga við nein önnur félög núna. Það er eiginlega planið að spila eitt tímabil hérna í viðbót og fara svo út í topplið.“
Umræðu um þetta má hlusta í spilarnum að neðan. Umræðan um Þorsteinn Leó byrjar eftir 40:45.