„Ég held að við viljum þetta ekki hingað til lands“ Snorri Másson skrifar 16. apríl 2023 10:19 Jakob Birgisson grínisti og álitsgjafi segist hafa haft sinnaskipti um málefni innlends leigubílamarkaðar og kveðst orðinn afhuga því að leyfa nánast fullt frelsi á markaðnum eins og stefnt er með nýsamþykktu frumvarpi. Á meðal þess sem stuðlaði að sinnaskiptunum hjá Jakobi er árekstur sem hann lenti í í Frakklandi fyrr í mánuðinum, sem varð einmitt um borð í UBER-bifreið. Í ljósi þeirrar reynslu segist Jakob hafa breyttan skilning á sjónarmiðum leigubílstjóra sem mótmæla breytingum á markaðnum og vísar Jakob þar meðal annars í viðtal við Daníel O. Einarsson, talsmann leigubílstjóra, í Morgunblaðinu nýverið. Þar sagði Daníel að leigubílar í gegnum öpp í símum yrðu fyrst milliliður, en síðan harður húsbóndi: „Þetta er bara verkfæri Satans, ekkert annað. Þeir tala um snjallvæðifasisma á Spáni,“ sagði Daníel í viðtalinu. Jakob tekur undir þetta og nefnir einnig spillingarmál í tengslum við UBER í Frakklandi. „Ég held að við viljum þetta ekki hingað til lands… Snjallvæðing, fasismi einhver, mútur, bílslys,“ segir Jakob. Þá segir hann reynslu sína af UBER-bílslysinu í Frakklandi einkar óánægjulega. „Síðan kemur maður heim og það fyrsta sem maður sér er frétt um leigubílstjóra sem gefur ungri stúlku gamla fiðlu sem hann átti. Þetta finnst mér svolítið vera munurinn þarna. Annar lendir í bílslysi, biðst varla afsökunar og fyllir bara út tjónaskýrslu; hinn gefur ungum stúlkum fiðlur,“ segir Jakob. Ísland í dag Leigubílar Samgöngur Tengdar fréttir „Þetta er held ég ógeðslegasta lýsing sem ég hef heyrt“ Jakob Birgisson grínisti var gestur eins og endranær í Íslandi í dag á miðvikudaginn, þar sem þá fyrirhugaðar breytingar á barnabókum Roald Dahl voru til umfjöllunar. Þar tók hann undir efasemdir sem margir hafa lýst um þessar ráðstafanir og sagði skynsamlegra að sleppa því bara að lesa bækurnar í stað þess að breyta þeim. 25. febrúar 2023 09:29 Kostulegar lýsingar Jakobs á verkahring nýs verkefnastjóra Jakob Birgisson grínisti var álitsgjafi Íslands í dag á miðvikudag, þar sem hvaðeina markvert úr fjölmiðlaumræðu að undanförnu var til umræðu. Á meðal þess var atvinnuauglýsing Reykjavíkurborgar fyrir hinn svonefnda verkefnastjóra framtíðarinnar. Sjá má innslagið hér að ofan en viðtal við Jakob er strax í upphafi þáttar. 11. febrúar 2023 10:00 Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Fleiri fréttir Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Sjá meira
Á meðal þess sem stuðlaði að sinnaskiptunum hjá Jakobi er árekstur sem hann lenti í í Frakklandi fyrr í mánuðinum, sem varð einmitt um borð í UBER-bifreið. Í ljósi þeirrar reynslu segist Jakob hafa breyttan skilning á sjónarmiðum leigubílstjóra sem mótmæla breytingum á markaðnum og vísar Jakob þar meðal annars í viðtal við Daníel O. Einarsson, talsmann leigubílstjóra, í Morgunblaðinu nýverið. Þar sagði Daníel að leigubílar í gegnum öpp í símum yrðu fyrst milliliður, en síðan harður húsbóndi: „Þetta er bara verkfæri Satans, ekkert annað. Þeir tala um snjallvæðifasisma á Spáni,“ sagði Daníel í viðtalinu. Jakob tekur undir þetta og nefnir einnig spillingarmál í tengslum við UBER í Frakklandi. „Ég held að við viljum þetta ekki hingað til lands… Snjallvæðing, fasismi einhver, mútur, bílslys,“ segir Jakob. Þá segir hann reynslu sína af UBER-bílslysinu í Frakklandi einkar óánægjulega. „Síðan kemur maður heim og það fyrsta sem maður sér er frétt um leigubílstjóra sem gefur ungri stúlku gamla fiðlu sem hann átti. Þetta finnst mér svolítið vera munurinn þarna. Annar lendir í bílslysi, biðst varla afsökunar og fyllir bara út tjónaskýrslu; hinn gefur ungum stúlkum fiðlur,“ segir Jakob.
Ísland í dag Leigubílar Samgöngur Tengdar fréttir „Þetta er held ég ógeðslegasta lýsing sem ég hef heyrt“ Jakob Birgisson grínisti var gestur eins og endranær í Íslandi í dag á miðvikudaginn, þar sem þá fyrirhugaðar breytingar á barnabókum Roald Dahl voru til umfjöllunar. Þar tók hann undir efasemdir sem margir hafa lýst um þessar ráðstafanir og sagði skynsamlegra að sleppa því bara að lesa bækurnar í stað þess að breyta þeim. 25. febrúar 2023 09:29 Kostulegar lýsingar Jakobs á verkahring nýs verkefnastjóra Jakob Birgisson grínisti var álitsgjafi Íslands í dag á miðvikudag, þar sem hvaðeina markvert úr fjölmiðlaumræðu að undanförnu var til umræðu. Á meðal þess var atvinnuauglýsing Reykjavíkurborgar fyrir hinn svonefnda verkefnastjóra framtíðarinnar. Sjá má innslagið hér að ofan en viðtal við Jakob er strax í upphafi þáttar. 11. febrúar 2023 10:00 Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Fleiri fréttir Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Sjá meira
„Þetta er held ég ógeðslegasta lýsing sem ég hef heyrt“ Jakob Birgisson grínisti var gestur eins og endranær í Íslandi í dag á miðvikudaginn, þar sem þá fyrirhugaðar breytingar á barnabókum Roald Dahl voru til umfjöllunar. Þar tók hann undir efasemdir sem margir hafa lýst um þessar ráðstafanir og sagði skynsamlegra að sleppa því bara að lesa bækurnar í stað þess að breyta þeim. 25. febrúar 2023 09:29
Kostulegar lýsingar Jakobs á verkahring nýs verkefnastjóra Jakob Birgisson grínisti var álitsgjafi Íslands í dag á miðvikudag, þar sem hvaðeina markvert úr fjölmiðlaumræðu að undanförnu var til umræðu. Á meðal þess var atvinnuauglýsing Reykjavíkurborgar fyrir hinn svonefnda verkefnastjóra framtíðarinnar. Sjá má innslagið hér að ofan en viðtal við Jakob er strax í upphafi þáttar. 11. febrúar 2023 10:00