Daníel Guðjohnsen orðlaus í aðalliðið: „Besta tilfinning sem ég hef fundið“ Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2023 08:31 Daníel Tristan Guðjohnsen gæti mögulega spilað sína fyrstu leiki í sænsku úrvalsdeildinni í ár, sautján ára gamall. malmoff.se Þrátt fyrir að hafa rétt orðið 17 ára í síðasta mánuði þá er knattspyrnumaðurinn Daníel Tristan Guðjohnsen búinn að vinna sér inn sæti í aðalliðshópi sænska úrvalsdeildarfélagsins Malmö. Daníel kom til Malmö í fyrra og elti þannig bræður sína, Svein Aron og Andra Lucas, sem báðir spila í Svíþjóð. Daníel hafði áður verið í yngri flokkum Real Madrid og Barcelona en hann ólst upp á Spáni þar sem Eiður Smári, pabbi hans, lék með Barcelona á sínum tíma. Í frétt Fotbollskanalen segir að Daníel hafi staðið sig vel á undirbúningstímabilinu í vetur með Malmö og því verið verðlaunaður með aðalliðssamningi. Eftir að nokkrir framherjar höfðu yfirgefið Malmö eða sest í helgan stein í vetur var Isaac Kiese Thelin eini eiginlegi framherjinn á lista á heimasíðu Malmö. En það breyttist þegar Daníel var færður upp úr U19-liðinu, ásamt varnarmanninum Elison Makolli. Daníel segir markmið sitt hafa verið að ná að spila í sænsku úrvalsdeildinni sem fyrst en hlutirnir hafi þó gerst hraðar en hann reiknaði með: „Þegar þeir sögðu að ég myndi færast upp í A-liðið þá var það besta tilfinning sem ég hef nokkurn tímann fundið. Ég varð eiginlega orðlaus,“ sagði Daníel við Fotbollskanalen. „Eftir að Buya [Mohamed Buya Turay, fyrrverandi framherji Malmö] fór var ljóst að þeir myndu ná í einhvern úr akademíunni til að æfa með liðinu. Þeir sáu möguleika í mér, vildu sjá hvernig ég stæði mig og sögðu svo að ég hefði gert vel, og héldu mér því inni,“ sagði Daníel sem nýtur þess að vera farinn að æfa með fullorðnum. „Frábært að æfa með stærri og sterkari leikmönnum“ „Já, ég fæ mikla reynslu út úr því að æfa með liðinu. Það er frábært að æfa með stærri og sterkari leikmönnum. Ef það er þörf á mér þá verð ég tilbúinn. Þegar rétti tíminn kemur þá fæ ég tækifæri og ég er ekkert að stressa mig á því eða finn fyrir neinni pressu,“ sagði Daníel sem setur nú stefnuna á að spila fleiri en einn leik í sumar í sænsku úrvalsdeildinni. Hann kvaðst sérstaklega horfa til leiksins við Norrköping sem fram fer eftir tíu daga en þar er mögulegt að Daníel mæti Andra bróður sínum. Sveinn Aron og Andri Lucas hafa báðir spilað fyrir A-landslið Íslands eins og pabbi þeirra og afi, Arnór Guðjohnsen, og Daníel á að baki 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af tvo fyrir U19-liðið. Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Daníel kom til Malmö í fyrra og elti þannig bræður sína, Svein Aron og Andra Lucas, sem báðir spila í Svíþjóð. Daníel hafði áður verið í yngri flokkum Real Madrid og Barcelona en hann ólst upp á Spáni þar sem Eiður Smári, pabbi hans, lék með Barcelona á sínum tíma. Í frétt Fotbollskanalen segir að Daníel hafi staðið sig vel á undirbúningstímabilinu í vetur með Malmö og því verið verðlaunaður með aðalliðssamningi. Eftir að nokkrir framherjar höfðu yfirgefið Malmö eða sest í helgan stein í vetur var Isaac Kiese Thelin eini eiginlegi framherjinn á lista á heimasíðu Malmö. En það breyttist þegar Daníel var færður upp úr U19-liðinu, ásamt varnarmanninum Elison Makolli. Daníel segir markmið sitt hafa verið að ná að spila í sænsku úrvalsdeildinni sem fyrst en hlutirnir hafi þó gerst hraðar en hann reiknaði með: „Þegar þeir sögðu að ég myndi færast upp í A-liðið þá var það besta tilfinning sem ég hef nokkurn tímann fundið. Ég varð eiginlega orðlaus,“ sagði Daníel við Fotbollskanalen. „Eftir að Buya [Mohamed Buya Turay, fyrrverandi framherji Malmö] fór var ljóst að þeir myndu ná í einhvern úr akademíunni til að æfa með liðinu. Þeir sáu möguleika í mér, vildu sjá hvernig ég stæði mig og sögðu svo að ég hefði gert vel, og héldu mér því inni,“ sagði Daníel sem nýtur þess að vera farinn að æfa með fullorðnum. „Frábært að æfa með stærri og sterkari leikmönnum“ „Já, ég fæ mikla reynslu út úr því að æfa með liðinu. Það er frábært að æfa með stærri og sterkari leikmönnum. Ef það er þörf á mér þá verð ég tilbúinn. Þegar rétti tíminn kemur þá fæ ég tækifæri og ég er ekkert að stressa mig á því eða finn fyrir neinni pressu,“ sagði Daníel sem setur nú stefnuna á að spila fleiri en einn leik í sumar í sænsku úrvalsdeildinni. Hann kvaðst sérstaklega horfa til leiksins við Norrköping sem fram fer eftir tíu daga en þar er mögulegt að Daníel mæti Andra bróður sínum. Sveinn Aron og Andri Lucas hafa báðir spilað fyrir A-landslið Íslands eins og pabbi þeirra og afi, Arnór Guðjohnsen, og Daníel á að baki 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af tvo fyrir U19-liðið.
Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira