FH-ingar steinlágu síðast þegar þeir spiluðu á frjálsíþróttavellinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. apríl 2023 11:31 Úr leik FH og Fylkis 20. maí 2002. Allt bendir til þess að FH mæti Stjörnunni á frjálsíþróttavellinum í Kaplakrika á morgun. Þegar FH-ingar léku síðast á vellinum í deildarleik steinlágu þeir. Það kemur endanlega í ljós í dag hvort FH fær leyfi til að spila leikinn gegn Stjörnunni á frjálsíþróttavellinum. FH-ingar vilja hlífa aðalvellinum og Stjörnumenn voru ekki tilbúnir að skipta á heimaleikjum. Aðstaðan á frjálsíþróttavellinum verður tekin út af fulltrúum KSÍ í dag og þá verður tekin endanleg ákvörðun um hvort spila megi leikinn á vellinum sem er jafnan kallaður miðvöllurinn. Ef FH-ingar fá grænt ljós frá KSÍ verður því leikur í efstu deild á frjálsíþróttavellinum í fyrsta sinn í 21 ár, eða síðan FH og Fylkir mættust þar í 1. umferð Símadeildarinnar 2002. Vonandi fyrir FH-inga fer leikurinn á morgun betur en leikurinn fyrir 21 ári, því þeir töpuðu honum 0-3. Þetta var fyrsti deildarleikur FH undir stjórn Sigurðar Jónssonar. Alls voru 1530 manns á leiknum og þeir sáu Fylkismenn í fantaformi. Sævar Þór Gíslason kom Árbæingum yfir strax á 4. mínútu. Hann bætti öðru marki við á 21. mínútu. Björn Viðar Ásbjörnsson skoraði svo þriðja mark Fylkis fjórum mínútum fyrir hálfleik. Fleiri urðu mörkin ekki og Fylkismenn fóru heim í Árbæinn með stigin þrjú. Á miðju FH í leiknum var Heimir Guðjónsson, núverandi þjálfari liðsins. Fyrirliði FH í leiknum var Hilmar Björnsson sem er íþróttastjóri RÚV í dag. Meðal annarra leikmanna Fimleikafélagsins á þessum tíma má nefna markvörðinn Daða Lárusson, Frey Bjarnason, Jónas Grana Garðarsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson og Jón Þorgrímur Stefánsson. „Byrjunin var alveg hræðileg og reyndar fyrri hálfleikur allur og þeir fara þrisvar yfir miðju og skora þrjú mörk,“ sagði Jón Þorgrímur við DV eftir leikinn. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá mörkin úr umræddum leik FH og Fylkis 20. maí 2002. Klippa: FH 0-3 Fylkir 2002 FH endaði í 6. sæti Símadeildarinnar tímabilið 2002. Eftir það tók Ólafur Jóhannesson við liðinu og blómaskeið þess hófst. FH-ingar enduðu í 1. eða 2. sæti efstu deildar á árunum 2003-16 og unnu samtals átta Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla. Fylkir endaði aftur á móti í 2. sæti og rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum til KR. Annað sætið 2000 og 2002 er besti árangur Fylkismanna í sögunni. Leikur FH og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Besta deild karla FH Fylkir Hafnarfjörður Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Það kemur endanlega í ljós í dag hvort FH fær leyfi til að spila leikinn gegn Stjörnunni á frjálsíþróttavellinum. FH-ingar vilja hlífa aðalvellinum og Stjörnumenn voru ekki tilbúnir að skipta á heimaleikjum. Aðstaðan á frjálsíþróttavellinum verður tekin út af fulltrúum KSÍ í dag og þá verður tekin endanleg ákvörðun um hvort spila megi leikinn á vellinum sem er jafnan kallaður miðvöllurinn. Ef FH-ingar fá grænt ljós frá KSÍ verður því leikur í efstu deild á frjálsíþróttavellinum í fyrsta sinn í 21 ár, eða síðan FH og Fylkir mættust þar í 1. umferð Símadeildarinnar 2002. Vonandi fyrir FH-inga fer leikurinn á morgun betur en leikurinn fyrir 21 ári, því þeir töpuðu honum 0-3. Þetta var fyrsti deildarleikur FH undir stjórn Sigurðar Jónssonar. Alls voru 1530 manns á leiknum og þeir sáu Fylkismenn í fantaformi. Sævar Þór Gíslason kom Árbæingum yfir strax á 4. mínútu. Hann bætti öðru marki við á 21. mínútu. Björn Viðar Ásbjörnsson skoraði svo þriðja mark Fylkis fjórum mínútum fyrir hálfleik. Fleiri urðu mörkin ekki og Fylkismenn fóru heim í Árbæinn með stigin þrjú. Á miðju FH í leiknum var Heimir Guðjónsson, núverandi þjálfari liðsins. Fyrirliði FH í leiknum var Hilmar Björnsson sem er íþróttastjóri RÚV í dag. Meðal annarra leikmanna Fimleikafélagsins á þessum tíma má nefna markvörðinn Daða Lárusson, Frey Bjarnason, Jónas Grana Garðarsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson og Jón Þorgrímur Stefánsson. „Byrjunin var alveg hræðileg og reyndar fyrri hálfleikur allur og þeir fara þrisvar yfir miðju og skora þrjú mörk,“ sagði Jón Þorgrímur við DV eftir leikinn. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá mörkin úr umræddum leik FH og Fylkis 20. maí 2002. Klippa: FH 0-3 Fylkir 2002 FH endaði í 6. sæti Símadeildarinnar tímabilið 2002. Eftir það tók Ólafur Jóhannesson við liðinu og blómaskeið þess hófst. FH-ingar enduðu í 1. eða 2. sæti efstu deildar á árunum 2003-16 og unnu samtals átta Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla. Fylkir endaði aftur á móti í 2. sæti og rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum til KR. Annað sætið 2000 og 2002 er besti árangur Fylkismanna í sögunni. Leikur FH og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Besta deild karla FH Fylkir Hafnarfjörður Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira