„Móðir mín er bara saklaus í hjartanu að gefa barninu hlaup“ Kolbeinn Tumi Daðason og Máni Snær Þorláksson skrifa 16. apríl 2023 17:24 Helga Kristín ásamt foreldrum sínum sem hvetja aðra foreldra til að vera á varðbergi þegar kemur að sælgæti. Vísir/Aðsend/EPA Fimm ára stúlka á Selfossi var hætt komin á dögunum eftir að hafa innbyrt hlaupbangsa fullan af kannabisefnum. Móðir stúlkunnar hvetur foreldra til að vera vel á verði. Málið er óupplýst. Lögreglan á Suðurlandi greindi frá því á föstudaginn að til rannsóknar væri mál þar sem barn hefði innbyrt sælgæti sem innihélt ólöglegt fíkniefni. „Svona mál koma því miður upp annað slagið hér á landi og eru þau litin mjög alvarlegum augum. Einhverra hluta vegna er efnum komið fyrir í hlaup „fígúrum“ dulbúið sem sælgæti sem oftast er markaðsett fyrir börn. Rannsókn málsins beinist m.a. að því að kanna hvort um einangrað tilvik á svæðinu sé að ræða en það skal tekið fram að frekari upplýsingar um hana verða ekki gefnar á þessu stigi málsins,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Anna María Hoffmann Guðgeirsdóttir er móðir þeirrar litlu. Hún vekur á Facebook-síðu sinni athygli á því að fimm ára dóttir þeirra hafi vaknað með hita þann 31. mars. Amma stúlkunnar hafi passað hana á meðan Anna María fór til vinnu á leikskóla. Í hádeginu var í góðu lagi með þá fimm ára. Sjúkrabílar á leiðinni „Ég er svo í hvíld með börnin á deildinni minni þegar að yfirmaður minn kemur og segir mér að ég þurfi að drífa mig heim því það sé eitthvað að hjá yngstu stelpunni minni. Ég rýk af stað og hringi í manninn minn sem segir að barnið sé meðvitundarlítið og sjúkrabílar séu á leiðinni heim. Þegar ég kem heim eru fjórir sjúkraflutningsmenn inni hjá mér,“ segir Anna María í færslunni. Einn aðili hafi haldið á dóttur hennar hálf meðvitundarlausri og ælandi. „Fórum beint á Barnaspítalann með hana í sjúkrabíl og eldri systkinin eftir að bíða frétta. Þegar á Barnaspítalann er komið eru teknar blóðprufur, mænuástunga og þvagsýni til að rannsaka og þá kemur í ljós að það mælist kannabis í þvagi. Við foreldrarnir eitt spurningamerki því enginn í kringum okkur og hvað þá við að nota svoleiðis. Eldri börnin tvö spurð hvort þau könnuðust við eitthvað við þetta og bæði svöruðu „Hvað er kannabis?“ þar með voru þá hreinsuð af grun. Þau ásamt ömmu sinni fara að skoða um heima hvort eitthvað þessu líkt sé á heimilinu þegar að sonur minn spyr hvort hann megi fá síðasta bangsann af hlauppoka sem Helga hafði verið að borða.“ Amman hafði fundið pokann í bílnum sínum og talið hann vera innan úr páskaeggi. Pokinn hafi verið þannig, innsiglaður og úr þykku plasti. Amman hafi í sakleysi sínu gefið litlu stelpunni pokann til að gleðja veikt barnabarn sitt. Þurfti á súrefni að halda „Ekkert er vitað hvaðan pokinn kom eða hvernig, móðir mín hélt að einhver hefði borðað páskaegg í bílnum og skilið hlaupbangsapokann eftir. Sonur minn beit hausinn af bangsanum og sagði að hann væri vondt eftirbragð af honum og hann væri eitthvað skrítinn. Við þetta féll sá grunur á að þetta væri ekki venjulegur hlaupbangsi og spítalinn sendi lögregluna að rannsaka bangsann.“ Þá hafi komið í ljós að hlaupbangsarnir hafi verið með kannabis og áhrifin á barnið fjórföld á við það sem væri hjá fullorðnum. Stúlkan var með kannabiseitrun og haldið á gjörgæslu í sólarhring og svo annan á Barnaspítala Hringsins. „Sem betur fer voru lífsmörk hennar alltaf sterk en hún var með mjög hraðan púls og þurfti súrefni til að halda upp 100% súrefnismettun þar til um kvöldið.“ Fólk hreinsað af grun Sú fimm ára muni ekki bera neinn varanlegan skaða af þessu atviki sem sé ljósi punkturinn í þessu ferli. Sú litla er orðin full af orku og gleði á ný. „Páskarnir fóru svo í fjölskyldusamveru, njóta þess sem lífið hefur uppá að bjóða og meðtaka þetta áfall sem við urðum fyrir. Við höfum fengið áfallahjálp, fjölskyldumeðferð og sálfræðihjálp til að jafna okkur á þessu en það verður okkar helsta vinna næstu mánuði.“ Anna María segir búið að rannsaka alla sem komu nálægt bílnum og hreinsa þá af grun, eftir því sem hún kemst næst. „Enginn veit hvaðan pokinn kom eða hvernig hann komst í bílinn og það er það sem við erum varnarlaus gagnvart. Við viljum koma því út til samfélagsins að allskonar efni eru komin í hlaup form og varið börnin og aðra við því að þetta sé í umhverfinu. Ef þið ætlið að gefa börnum og öðrum sælgæti er gott að kaupa það sjálf í búðinni.“ Lítinn áhuga á hlaupböngsum í dag Anna segir í samtali við fréttastofu að fjölskyldan hafi því ekki hugmynd um hvernig sælgætið kom inn í bílinn. Þau telja að mögulega hafi einhver losað sig við efnin og hent þeim inn í bíl ömmunnar sem læsi bílnum ekki alltaf. „Það er þetta sem við erum varnarlausust gagnvart, það er að við vitum ekkert hvaðan þetta kom eða hvernig þetta komst inn í bílinn. Maður hefur aldrei heyrt af þessu, móðir mín er bara saklaus í hjartanu að gefa barninu hlaup úr innsigluðum poka.“ Hún segir fjölskylduna enn vera að jafna sig eftir áfallið en að í lagi sé með Helgu. „Það er enginn varanlegur skaði sem barnið varð fyrir en hún var náttúrulega veik í tvo sólarhringa,“ segir Anna og bætir við að dóttir hennar hafi lítinn áhuga á því að borða hlaupbangsa eftir þetta allt saman. Auðvelt aðgengi fyrir ungt fólk Ekki er um einstakt atvik að ræða. Tvær stúlkur, þrettán og fjórtán ára, voru fluttar á sjúkrahús í maí 2020 eftir að hafa innbyrt hlaupbangsa. Þeir innihéldu morfín og kannabisefni. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að stúlkurnar voru á sama stað fyrr um kvöldið og var þeim báðum boðið að fá sér hlaup. „Ómeðvitaðar hvað væri í hlaupinu þá fengu þær sér og enduðu þær báðar á sjúkrahúsi. Málin bárust til okkar og rannsókn leiddi í ljós að stúlkurnar höfðu fengið þetta hjá ungum aðila sem hafði sjálfur keypt þetta af sér eldri manni,“ sagði í færslu Lögreglunnar á Suðurnesjum í maí 2020. Fram kom að aðgengi að fíkniefnum væri orðið greitt og auðvelt fyrir fólk að verða sér úti um slík efni á nokkrum mínútum. Árborg Börn og uppeldi Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Stúlkurnar innbyrtu morfín og kannabisefni. 24. maí 2020 11:23 Barn á Suðurlandi veiktist eftir að hafa innbyrt hlaupbangsa sem innihélt fíkniefni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú mál þar sem barn hafði í gáleysi innbyrt sælgæti sem innihélt ólögleg fíkniefni. Upp komst um málið fyrr í mánuðinum. 14. apríl 2023 11:25 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi greindi frá því á föstudaginn að til rannsóknar væri mál þar sem barn hefði innbyrt sælgæti sem innihélt ólöglegt fíkniefni. „Svona mál koma því miður upp annað slagið hér á landi og eru þau litin mjög alvarlegum augum. Einhverra hluta vegna er efnum komið fyrir í hlaup „fígúrum“ dulbúið sem sælgæti sem oftast er markaðsett fyrir börn. Rannsókn málsins beinist m.a. að því að kanna hvort um einangrað tilvik á svæðinu sé að ræða en það skal tekið fram að frekari upplýsingar um hana verða ekki gefnar á þessu stigi málsins,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Anna María Hoffmann Guðgeirsdóttir er móðir þeirrar litlu. Hún vekur á Facebook-síðu sinni athygli á því að fimm ára dóttir þeirra hafi vaknað með hita þann 31. mars. Amma stúlkunnar hafi passað hana á meðan Anna María fór til vinnu á leikskóla. Í hádeginu var í góðu lagi með þá fimm ára. Sjúkrabílar á leiðinni „Ég er svo í hvíld með börnin á deildinni minni þegar að yfirmaður minn kemur og segir mér að ég þurfi að drífa mig heim því það sé eitthvað að hjá yngstu stelpunni minni. Ég rýk af stað og hringi í manninn minn sem segir að barnið sé meðvitundarlítið og sjúkrabílar séu á leiðinni heim. Þegar ég kem heim eru fjórir sjúkraflutningsmenn inni hjá mér,“ segir Anna María í færslunni. Einn aðili hafi haldið á dóttur hennar hálf meðvitundarlausri og ælandi. „Fórum beint á Barnaspítalann með hana í sjúkrabíl og eldri systkinin eftir að bíða frétta. Þegar á Barnaspítalann er komið eru teknar blóðprufur, mænuástunga og þvagsýni til að rannsaka og þá kemur í ljós að það mælist kannabis í þvagi. Við foreldrarnir eitt spurningamerki því enginn í kringum okkur og hvað þá við að nota svoleiðis. Eldri börnin tvö spurð hvort þau könnuðust við eitthvað við þetta og bæði svöruðu „Hvað er kannabis?“ þar með voru þá hreinsuð af grun. Þau ásamt ömmu sinni fara að skoða um heima hvort eitthvað þessu líkt sé á heimilinu þegar að sonur minn spyr hvort hann megi fá síðasta bangsann af hlauppoka sem Helga hafði verið að borða.“ Amman hafði fundið pokann í bílnum sínum og talið hann vera innan úr páskaeggi. Pokinn hafi verið þannig, innsiglaður og úr þykku plasti. Amman hafi í sakleysi sínu gefið litlu stelpunni pokann til að gleðja veikt barnabarn sitt. Þurfti á súrefni að halda „Ekkert er vitað hvaðan pokinn kom eða hvernig, móðir mín hélt að einhver hefði borðað páskaegg í bílnum og skilið hlaupbangsapokann eftir. Sonur minn beit hausinn af bangsanum og sagði að hann væri vondt eftirbragð af honum og hann væri eitthvað skrítinn. Við þetta féll sá grunur á að þetta væri ekki venjulegur hlaupbangsi og spítalinn sendi lögregluna að rannsaka bangsann.“ Þá hafi komið í ljós að hlaupbangsarnir hafi verið með kannabis og áhrifin á barnið fjórföld á við það sem væri hjá fullorðnum. Stúlkan var með kannabiseitrun og haldið á gjörgæslu í sólarhring og svo annan á Barnaspítala Hringsins. „Sem betur fer voru lífsmörk hennar alltaf sterk en hún var með mjög hraðan púls og þurfti súrefni til að halda upp 100% súrefnismettun þar til um kvöldið.“ Fólk hreinsað af grun Sú fimm ára muni ekki bera neinn varanlegan skaða af þessu atviki sem sé ljósi punkturinn í þessu ferli. Sú litla er orðin full af orku og gleði á ný. „Páskarnir fóru svo í fjölskyldusamveru, njóta þess sem lífið hefur uppá að bjóða og meðtaka þetta áfall sem við urðum fyrir. Við höfum fengið áfallahjálp, fjölskyldumeðferð og sálfræðihjálp til að jafna okkur á þessu en það verður okkar helsta vinna næstu mánuði.“ Anna María segir búið að rannsaka alla sem komu nálægt bílnum og hreinsa þá af grun, eftir því sem hún kemst næst. „Enginn veit hvaðan pokinn kom eða hvernig hann komst í bílinn og það er það sem við erum varnarlaus gagnvart. Við viljum koma því út til samfélagsins að allskonar efni eru komin í hlaup form og varið börnin og aðra við því að þetta sé í umhverfinu. Ef þið ætlið að gefa börnum og öðrum sælgæti er gott að kaupa það sjálf í búðinni.“ Lítinn áhuga á hlaupböngsum í dag Anna segir í samtali við fréttastofu að fjölskyldan hafi því ekki hugmynd um hvernig sælgætið kom inn í bílinn. Þau telja að mögulega hafi einhver losað sig við efnin og hent þeim inn í bíl ömmunnar sem læsi bílnum ekki alltaf. „Það er þetta sem við erum varnarlausust gagnvart, það er að við vitum ekkert hvaðan þetta kom eða hvernig þetta komst inn í bílinn. Maður hefur aldrei heyrt af þessu, móðir mín er bara saklaus í hjartanu að gefa barninu hlaup úr innsigluðum poka.“ Hún segir fjölskylduna enn vera að jafna sig eftir áfallið en að í lagi sé með Helgu. „Það er enginn varanlegur skaði sem barnið varð fyrir en hún var náttúrulega veik í tvo sólarhringa,“ segir Anna og bætir við að dóttir hennar hafi lítinn áhuga á því að borða hlaupbangsa eftir þetta allt saman. Auðvelt aðgengi fyrir ungt fólk Ekki er um einstakt atvik að ræða. Tvær stúlkur, þrettán og fjórtán ára, voru fluttar á sjúkrahús í maí 2020 eftir að hafa innbyrt hlaupbangsa. Þeir innihéldu morfín og kannabisefni. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að stúlkurnar voru á sama stað fyrr um kvöldið og var þeim báðum boðið að fá sér hlaup. „Ómeðvitaðar hvað væri í hlaupinu þá fengu þær sér og enduðu þær báðar á sjúkrahúsi. Málin bárust til okkar og rannsókn leiddi í ljós að stúlkurnar höfðu fengið þetta hjá ungum aðila sem hafði sjálfur keypt þetta af sér eldri manni,“ sagði í færslu Lögreglunnar á Suðurnesjum í maí 2020. Fram kom að aðgengi að fíkniefnum væri orðið greitt og auðvelt fyrir fólk að verða sér úti um slík efni á nokkrum mínútum.
Árborg Börn og uppeldi Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Stúlkurnar innbyrtu morfín og kannabisefni. 24. maí 2020 11:23 Barn á Suðurlandi veiktist eftir að hafa innbyrt hlaupbangsa sem innihélt fíkniefni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú mál þar sem barn hafði í gáleysi innbyrt sælgæti sem innihélt ólögleg fíkniefni. Upp komst um málið fyrr í mánuðinum. 14. apríl 2023 11:25 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Stúlkurnar innbyrtu morfín og kannabisefni. 24. maí 2020 11:23
Barn á Suðurlandi veiktist eftir að hafa innbyrt hlaupbangsa sem innihélt fíkniefni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú mál þar sem barn hafði í gáleysi innbyrt sælgæti sem innihélt ólögleg fíkniefni. Upp komst um málið fyrr í mánuðinum. 14. apríl 2023 11:25