Sá ekki viljann til að skora þriðja eða fjórða markið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. apríl 2023 23:01 Mikel Arteta var ekki ánægður eftir annað jafnteflið í röð. vísir/Getty Mikel Arteta var heldur súr er hann ræddi við blaðamenn eftir að lið hans, Arsenal, hafði misst niður tveggja marka forystu í ensku úrvalsdeildinni aðra helgina í röð. Arsenal gerði 2-2 jafntefli við West Ham United á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Um síðustu helgi gerði liðið 2-2 jafntefli við Liverpool á Anfield. Í bæði skiptin komust Skytturnar 2-0 yfir. „Við byrjuðum vel, stjórnuðum leiknum á öllum staðar vallarins og skoruðum tvö frábær mörk. Eftir það gerðum við risastór mistök, hættum að spila eins og við hefðum þurft að gera til að skora þriðja og fjórða markið.“ „Við fórum að hanga á boltanum og senda lélegar sendingar. Við leyfðum West Ham að spila beinskeyttan leik og sækja hratt. Þá var leikurinn gjörbreyttur. Ef þú færð á þig mörk eins og við fengum á okkur, ofan á að klúðra vítaspyrnu þá ertu í vandræðum.“ „Vítaspyrnan breytti gangi leiksins af því aðeins tveimur mínútum síðar fengum við á okkur mark. Hvernig þú átt að haga þér þegar þú ert 2-0 yfir er allt öðruvísi en við höguðum okkur. Ofan á það fengum við á okkur tvö mjög ódýr mörk.“ „Ég held það. Okkur leið of vel að spila í kringum þá. Þegar þú getur klárað lið þá verður þú að nýta það tækifæri. Við gáfum þeim von.“ „Allt hrós á West Ham því þeir áttuðu sig á að það væri eitthvað að spila fyrir og þeir gripu það með báðum höndum. Þeir voru aggressífir, beinskeyttir og við áttum í vandræðum með þá.“ „Mjög ólíkir leikir. Þú vilt finna líkindi milli þeirra en fyrir mér voru þeir mjög ólíkir,“ sagði Arteta um jafnteflið gegn Liverpool og svo gegn West Ham. Að lokum var hann spurður út í titilbaráttuna. „Það er mjög erfitt að vinna þessa deild. Þarft að vera upp á þitt besta í hverjum einasta leik, allan leikinn. Þarft að eiga það skilið. Öll lið eru að berjast, það er ekki nóg að spila vel í 30 mínútur.“ Arsenal er sem stendur með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Manchester City á þó leik til góða og liðin eiga eftir að mætast. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Arsenal gerði 2-2 jafntefli við West Ham United á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Um síðustu helgi gerði liðið 2-2 jafntefli við Liverpool á Anfield. Í bæði skiptin komust Skytturnar 2-0 yfir. „Við byrjuðum vel, stjórnuðum leiknum á öllum staðar vallarins og skoruðum tvö frábær mörk. Eftir það gerðum við risastór mistök, hættum að spila eins og við hefðum þurft að gera til að skora þriðja og fjórða markið.“ „Við fórum að hanga á boltanum og senda lélegar sendingar. Við leyfðum West Ham að spila beinskeyttan leik og sækja hratt. Þá var leikurinn gjörbreyttur. Ef þú færð á þig mörk eins og við fengum á okkur, ofan á að klúðra vítaspyrnu þá ertu í vandræðum.“ „Vítaspyrnan breytti gangi leiksins af því aðeins tveimur mínútum síðar fengum við á okkur mark. Hvernig þú átt að haga þér þegar þú ert 2-0 yfir er allt öðruvísi en við höguðum okkur. Ofan á það fengum við á okkur tvö mjög ódýr mörk.“ „Ég held það. Okkur leið of vel að spila í kringum þá. Þegar þú getur klárað lið þá verður þú að nýta það tækifæri. Við gáfum þeim von.“ „Allt hrós á West Ham því þeir áttuðu sig á að það væri eitthvað að spila fyrir og þeir gripu það með báðum höndum. Þeir voru aggressífir, beinskeyttir og við áttum í vandræðum með þá.“ „Mjög ólíkir leikir. Þú vilt finna líkindi milli þeirra en fyrir mér voru þeir mjög ólíkir,“ sagði Arteta um jafnteflið gegn Liverpool og svo gegn West Ham. Að lokum var hann spurður út í titilbaráttuna. „Það er mjög erfitt að vinna þessa deild. Þarft að vera upp á þitt besta í hverjum einasta leik, allan leikinn. Þarft að eiga það skilið. Öll lið eru að berjast, það er ekki nóg að spila vel í 30 mínútur.“ Arsenal er sem stendur með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Manchester City á þó leik til góða og liðin eiga eftir að mætast.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira