„Þetta er rosalega KR-legt“ Jón Már Ferro skrifar 17. apríl 2023 13:00 Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður KR. vísir/bára KR-ingar byggja sóknarleik sinn mikið á spili upp kantana. Það skilaði sér í báðum mörkum þeirra í 0-2 sigri KR gegn Keflavík á laugardag á gervigrasinu fyrir utan Nettó-höllina í Bestu deildinni. Mikið var um meiðsli KR-inga í fyrra, nokkrir lykilmenn duttu út og það reyndist þeim dýrt. Leikmenn eins og Kristján Flóki og Kristinn Jónsson tóku lítinn þátt og forföll í vörninni reyndust þeim erfið. Nú er ekki jafn mikið um meiðsli og KR hefur byrjað mótið vel. Í fyrsta leik náðu Vesturbæingar jafntefli á Akureyri við KA og á laugardag vann liðið Keflavík sannfærandi 0-2. Kristján Flóki fótbrotnaði fyrir síðasta tímabil og tók lítinn þátt. Nú er hann að komast í sitt besta stand.Vísir/Bára Dröfn „Lykilmenn í þeirra leik eins og Kristinn Jóns, Theodór Elmar, við erum að sjá Kristján Flóka, reyndar koma inn á, hann er að skila mörkum og við erum að sjá þessa samvinnu Kidda og Theodórs Elmars. Þetta er rosalega KR-legt og höfum séð lengi, góða samvinnu bakvarðar og kantara,“sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar í gærkvöldi. Baldur benti á frábært kantspil KR-inga á báðum köntunum. Theodór Elmar hefur byrjaði mótið á vinstri kantinum og er klókur í að draga sig inn á völlinn og hleypa Kristni Jónssyni, hinum mjög svo sókndjarfa vinstri bakverði upp kantinn. Kennie Chopart hefur verið frábær í hægri bakverðinum undanfarin ár.VÍSIR/BÁRA Kennie Chopart er í hægri bakverði en hann er að upplagi kantmaður. Á hægri kantinum er besti leikmaður KR í fyrra, Atli Sigurjónsson. „KR getur gert þetta báðu megin, Atli og Kennie ná mjög vel saman og Theodór Elmar og Kiddi eru að ná vel saman. Þetta er mjög góð klippa sem sýnir á rólegan hátt hvernig færslurnar þeirra eru. Ægir fer inn í svæðið, þeir þurfa að passa hann, Theodór fer inn og Kiddi er þá kominn upp,“ sagði Baldur. Klippa: Stúkan: Kantspil KR-inga Færslan skapar yfirtölu á kantinum sem gerir andstæðingnum erfitt fyrir ef varnarfærslan er ekki góð. „Það er ofboðslega erfitt fyrir lið að verjast þessu þegar þú ert með klókann spilara eins og Theodór Elmar sem er eiginlega alltaf sá sem að gefur lykilsendinguna af því hlaupin koma alltaf í kringum hann. Kiddi kemur upp kantinn, framherjinn tekur hlaup inn fyrir eða Ægir,“ sagði Baldur. Theodór Elmar Bjarnason er frábær í stöðu vinstri kantmanns.Vísir/Hulda Margrét Í fyrra markinu skoraði Kristinn Jónsson með fallegu skoti vinstra megin utarlega í teignum. „Svo sáum við hérna að þetta er ekki jafn eðlilegt spil. Kannski meiri heppni að Kiddi fékk hann þarna og hann chippaði honum þarna í fjær. Það má segja að KR hafi unnið sig upp í þessa stöðu sem endaði svo með marki Kidda. Þeir voru búnir að gera þetta allan leikinn mjög vel,“ sagði Baldur. Keflavík reyndi að bregðast við spili KR-inga eftir því sem á leið. „Þeir reyndar brugðust aðeins við þessu. Þeir voru að koma með Dag Inga neðar, Frans og Sindra. Voru að reyna hjálpa þeim en KR-ingarnir gera þetta vel,“ sagði Baldur. KR Keflavík ÍF Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó Keflavík tók á móti KR í fyrsta leik 2. umferð Bestu deildar karla og sigruðu gestirnir úr Vesturbænum 2-0. 15. apríl 2023 17:35 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Sjá meira
Mikið var um meiðsli KR-inga í fyrra, nokkrir lykilmenn duttu út og það reyndist þeim dýrt. Leikmenn eins og Kristján Flóki og Kristinn Jónsson tóku lítinn þátt og forföll í vörninni reyndust þeim erfið. Nú er ekki jafn mikið um meiðsli og KR hefur byrjað mótið vel. Í fyrsta leik náðu Vesturbæingar jafntefli á Akureyri við KA og á laugardag vann liðið Keflavík sannfærandi 0-2. Kristján Flóki fótbrotnaði fyrir síðasta tímabil og tók lítinn þátt. Nú er hann að komast í sitt besta stand.Vísir/Bára Dröfn „Lykilmenn í þeirra leik eins og Kristinn Jóns, Theodór Elmar, við erum að sjá Kristján Flóka, reyndar koma inn á, hann er að skila mörkum og við erum að sjá þessa samvinnu Kidda og Theodórs Elmars. Þetta er rosalega KR-legt og höfum séð lengi, góða samvinnu bakvarðar og kantara,“sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar í gærkvöldi. Baldur benti á frábært kantspil KR-inga á báðum köntunum. Theodór Elmar hefur byrjaði mótið á vinstri kantinum og er klókur í að draga sig inn á völlinn og hleypa Kristni Jónssyni, hinum mjög svo sókndjarfa vinstri bakverði upp kantinn. Kennie Chopart hefur verið frábær í hægri bakverðinum undanfarin ár.VÍSIR/BÁRA Kennie Chopart er í hægri bakverði en hann er að upplagi kantmaður. Á hægri kantinum er besti leikmaður KR í fyrra, Atli Sigurjónsson. „KR getur gert þetta báðu megin, Atli og Kennie ná mjög vel saman og Theodór Elmar og Kiddi eru að ná vel saman. Þetta er mjög góð klippa sem sýnir á rólegan hátt hvernig færslurnar þeirra eru. Ægir fer inn í svæðið, þeir þurfa að passa hann, Theodór fer inn og Kiddi er þá kominn upp,“ sagði Baldur. Klippa: Stúkan: Kantspil KR-inga Færslan skapar yfirtölu á kantinum sem gerir andstæðingnum erfitt fyrir ef varnarfærslan er ekki góð. „Það er ofboðslega erfitt fyrir lið að verjast þessu þegar þú ert með klókann spilara eins og Theodór Elmar sem er eiginlega alltaf sá sem að gefur lykilsendinguna af því hlaupin koma alltaf í kringum hann. Kiddi kemur upp kantinn, framherjinn tekur hlaup inn fyrir eða Ægir,“ sagði Baldur. Theodór Elmar Bjarnason er frábær í stöðu vinstri kantmanns.Vísir/Hulda Margrét Í fyrra markinu skoraði Kristinn Jónsson með fallegu skoti vinstra megin utarlega í teignum. „Svo sáum við hérna að þetta er ekki jafn eðlilegt spil. Kannski meiri heppni að Kiddi fékk hann þarna og hann chippaði honum þarna í fjær. Það má segja að KR hafi unnið sig upp í þessa stöðu sem endaði svo með marki Kidda. Þeir voru búnir að gera þetta allan leikinn mjög vel,“ sagði Baldur. Keflavík reyndi að bregðast við spili KR-inga eftir því sem á leið. „Þeir reyndar brugðust aðeins við þessu. Þeir voru að koma með Dag Inga neðar, Frans og Sindra. Voru að reyna hjálpa þeim en KR-ingarnir gera þetta vel,“ sagði Baldur.
KR Keflavík ÍF Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó Keflavík tók á móti KR í fyrsta leik 2. umferð Bestu deildar karla og sigruðu gestirnir úr Vesturbænum 2-0. 15. apríl 2023 17:35 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó Keflavík tók á móti KR í fyrsta leik 2. umferð Bestu deildar karla og sigruðu gestirnir úr Vesturbænum 2-0. 15. apríl 2023 17:35