„Þetta er risastór varsla“ Jón Már Ferro skrifar 17. apríl 2023 14:31 Sindri varði vítaspyrnu á mikilvægum tímapunkti í leik FH og Stjörnunnar. vísir/Hulda Margrét Sindri Kristinn Ólafsson, markmaður FH, varði vítaspyrnu Jóhanns Árna Gunnarssonar í 1-0 sigri FH gegn Stjörnunni á sunnudaginn. Þegar Sindri varði boltann var hann kominn langt út úr markinu og leit út fyrir að hafa verið kominn af línunni þegar Jóhann tók spyrnuna. Við nánari athugun var annar fóturinn enn þá á línunni og markvarslan því lögleg. „Sindri er enn þá, skal ég segja ykkur, eftir að hafa skoðað þetta ramma fyrir ramma, enn þá á línunni þegar spyrnt er í boltann, sem að gerir þetta fullkomlega löglegt hjá Sindra og FH,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar. Kjartan Henry lítur út fyrir að vera sáttur með markmann sinn í leikslok.vísir/Hulda Margrét Stjarnan fékk vítaspyrnuna eftir að Sindri Kristinn gaf lélega sendingu inn á miðjuna. Guðmundur Kristjánsson náði boltanum á undan Loga Hrafni, keyrði inn á teiginn, gaf boltann á Ísak Andra sem sótti vítaspyrnuna þegar Eggert Gunnþór Jónsson braut klaufalega af sér. „Þarna var Stjarnan búið að vera mun betri aðilinn, allt móment með þeim,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. Sindri knúsar varamanninn Gyrði Hrafn Guðbrandsson.vísir/hulda margrét „Hann tekur eitthvað risaskref fram. Þetta er ákveðin tækni. Ég labbaði þarna og það voru einhverjir að spyrja mig og ég sagði já, já hann var kominn langt út af línunni,“ sagði Baldur. FH-ingar áttu undir högg að sækja í fyrri hálfleik en Stjarnan náði ekki að nýta sér það. „Þetta var rosalega mikilvægt fyrir hann eftir leikinn við Fram, fékk smá gagnrýni eftir vítið sem hann gaf. Þetta er risastór varsla," sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur þáttarins. Klippa: Stúkan: Markvarsla Sindra Kristins FH Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 1-0 | Vuk Oskar hetjan þegar FH sigraði Stjörnuna FH hafði betur með einu marki gegn engu þegar liðið fékk Stjörnuna í heimsókn á miðvöllinn í Kaplakrika, Nývang, í annarri umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. 15. apríl 2023 17:58 Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira
Þegar Sindri varði boltann var hann kominn langt út úr markinu og leit út fyrir að hafa verið kominn af línunni þegar Jóhann tók spyrnuna. Við nánari athugun var annar fóturinn enn þá á línunni og markvarslan því lögleg. „Sindri er enn þá, skal ég segja ykkur, eftir að hafa skoðað þetta ramma fyrir ramma, enn þá á línunni þegar spyrnt er í boltann, sem að gerir þetta fullkomlega löglegt hjá Sindra og FH,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar. Kjartan Henry lítur út fyrir að vera sáttur með markmann sinn í leikslok.vísir/Hulda Margrét Stjarnan fékk vítaspyrnuna eftir að Sindri Kristinn gaf lélega sendingu inn á miðjuna. Guðmundur Kristjánsson náði boltanum á undan Loga Hrafni, keyrði inn á teiginn, gaf boltann á Ísak Andra sem sótti vítaspyrnuna þegar Eggert Gunnþór Jónsson braut klaufalega af sér. „Þarna var Stjarnan búið að vera mun betri aðilinn, allt móment með þeim,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. Sindri knúsar varamanninn Gyrði Hrafn Guðbrandsson.vísir/hulda margrét „Hann tekur eitthvað risaskref fram. Þetta er ákveðin tækni. Ég labbaði þarna og það voru einhverjir að spyrja mig og ég sagði já, já hann var kominn langt út af línunni,“ sagði Baldur. FH-ingar áttu undir högg að sækja í fyrri hálfleik en Stjarnan náði ekki að nýta sér það. „Þetta var rosalega mikilvægt fyrir hann eftir leikinn við Fram, fékk smá gagnrýni eftir vítið sem hann gaf. Þetta er risastór varsla," sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur þáttarins. Klippa: Stúkan: Markvarsla Sindra Kristins
FH Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 1-0 | Vuk Oskar hetjan þegar FH sigraði Stjörnuna FH hafði betur með einu marki gegn engu þegar liðið fékk Stjörnuna í heimsókn á miðvöllinn í Kaplakrika, Nývang, í annarri umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. 15. apríl 2023 17:58 Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 1-0 | Vuk Oskar hetjan þegar FH sigraði Stjörnuna FH hafði betur með einu marki gegn engu þegar liðið fékk Stjörnuna í heimsókn á miðvöllinn í Kaplakrika, Nývang, í annarri umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. 15. apríl 2023 17:58