Erlendir verktakar vilja smíða Ölfusárbrú Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. apríl 2023 20:28 Einhvern veginn svona mun Ölfusárbrú líta út, allavega samkvæmt tölvuteikningu. Vegagerðin Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs og stefnt er að því að framkvæmdum við byggingu brúarinnar ljúki árið 2026. Frestur til að óska eftir þátttöku í alútboði um smíði Ölfusárbrúar rann út í dag. Alls voru fimm verktakafyrirtæki sem sóttu um, þar af þrjú erlend, eitt íslenskt og eitt alþjóðlegt samstarf. Eftirfarandi fyrirtæki sóttu um þátttöku í útboðinu: Hochtief Infrastructure frá Essen í Þýskalandi, IHI Infrastructure Systems frá Tokýó í Japan, Puentes y Calzada Infraestructuras frá Spáni, ÞG verktakar frá Íslandi og sameiginlegt tilboð verktakanna Ístak, Per Aarsleff og Freyssinet. Í kjölfarið mun fara fram hæfismat og þeir sem verða metnir hæfir verður boðin þátttaka. Vonast er til að samningar náist á þessu ári. Stefnt að því að ljúka framkvæmdum 2026 „Við óskuðum eftir þekkingu og reynslu af sambærilegum mannvirkjum þannig það er eðlilegt að menn leiti sér samstarfs erlendis við slíkar framkvæmdir,“ sagði Guðmundur Valur Guðmundsson, verkefnisstjóri Ölfusárbrúar hjá Vegagerðinni, í viðtali við fréttastofu „Í framhaldi af tilboði og samningaviðræðum sem tekur einhverja mánuði þá væntum við þess að við séum komin með verksamning fyrir lok árs,“ segir Guðmundur. Þar sem um alútboð er að ræða er verktaka gert að leggja vegi að brúnni, gatnamót og undirgöng en áætlað er að framkvæmdirnar taki tvö til tvö og hálft ár. Stefnt er á að framkvæmdum við byggingu Ölfusárbrúar ljúki árið 2026. Á vef Vegagerðarinnar segir að brúin verði 330 metra löng stagbrú með 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju. Brúargólfið verði nítján metra breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum aksturstefnum ásamt göngu- og hjólaleið. Einnig sé gert ráð fyrir göngu- og hjólaleið undir brúna á báðum árbökkum. Flóahreppur Árborg Samgöngur Vegagerð Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Ölfusárbrú og aðliggjandi mannvirki í útboð Vegagerðin hefur auglýst alútboð vegna nýrrar Ölfusárbrúar, ásamt aðliggjandi vegum, vegamótum, brúm og undirgöngum. Leitað er að þátttakendum til að gera tilboð í hönnun, framkvæmd og fjármögnun á framkvæmdatíma. 6. mars 2023 06:48 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Frestur til að óska eftir þátttöku í alútboði um smíði Ölfusárbrúar rann út í dag. Alls voru fimm verktakafyrirtæki sem sóttu um, þar af þrjú erlend, eitt íslenskt og eitt alþjóðlegt samstarf. Eftirfarandi fyrirtæki sóttu um þátttöku í útboðinu: Hochtief Infrastructure frá Essen í Þýskalandi, IHI Infrastructure Systems frá Tokýó í Japan, Puentes y Calzada Infraestructuras frá Spáni, ÞG verktakar frá Íslandi og sameiginlegt tilboð verktakanna Ístak, Per Aarsleff og Freyssinet. Í kjölfarið mun fara fram hæfismat og þeir sem verða metnir hæfir verður boðin þátttaka. Vonast er til að samningar náist á þessu ári. Stefnt að því að ljúka framkvæmdum 2026 „Við óskuðum eftir þekkingu og reynslu af sambærilegum mannvirkjum þannig það er eðlilegt að menn leiti sér samstarfs erlendis við slíkar framkvæmdir,“ sagði Guðmundur Valur Guðmundsson, verkefnisstjóri Ölfusárbrúar hjá Vegagerðinni, í viðtali við fréttastofu „Í framhaldi af tilboði og samningaviðræðum sem tekur einhverja mánuði þá væntum við þess að við séum komin með verksamning fyrir lok árs,“ segir Guðmundur. Þar sem um alútboð er að ræða er verktaka gert að leggja vegi að brúnni, gatnamót og undirgöng en áætlað er að framkvæmdirnar taki tvö til tvö og hálft ár. Stefnt er á að framkvæmdum við byggingu Ölfusárbrúar ljúki árið 2026. Á vef Vegagerðarinnar segir að brúin verði 330 metra löng stagbrú með 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju. Brúargólfið verði nítján metra breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum aksturstefnum ásamt göngu- og hjólaleið. Einnig sé gert ráð fyrir göngu- og hjólaleið undir brúna á báðum árbökkum.
Flóahreppur Árborg Samgöngur Vegagerð Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir Ölfusárbrú og aðliggjandi mannvirki í útboð Vegagerðin hefur auglýst alútboð vegna nýrrar Ölfusárbrúar, ásamt aðliggjandi vegum, vegamótum, brúm og undirgöngum. Leitað er að þátttakendum til að gera tilboð í hönnun, framkvæmd og fjármögnun á framkvæmdatíma. 6. mars 2023 06:48 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Ölfusárbrú og aðliggjandi mannvirki í útboð Vegagerðin hefur auglýst alútboð vegna nýrrar Ölfusárbrúar, ásamt aðliggjandi vegum, vegamótum, brúm og undirgöngum. Leitað er að þátttakendum til að gera tilboð í hönnun, framkvæmd og fjármögnun á framkvæmdatíma. 6. mars 2023 06:48