„Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins“ Máni Snær Þorláksson skrifar 21. apríl 2023 15:30 Kristján Einar Sigurbjörnsson birtir yfirlýsingu á Instagram-síðu sinni þar sem hann segist sjá eftir að hafa ekki sagt rétt frá öllum þáttum málsins. Instagram Kristján Einar Sigurbjörnsson segist sjá eftir því að hafa ekki greint rétt frá öllum þáttum í máli er varðar handtöku hans á Spáni í fyrra. Í spænskum dómi kemur fram að Kristján hafi gerst sekur um ofbeldisfullt rán en ekki „fyllerísslagsmál“ eins og hann hafði áður haldið fram. „Vegna umfjöllunar fjölmiðla um þann dóm sem ég hlaut í nóvember í fyrra tel ég rétt að leiðrétta og útskýra betur þau ummæli sem ég hef látið frá mér falla varðandi það mál,“ segir Kristján í yfirlýsingu sem hann birtir á Instagram-síðu sinni í dag. Kristján segir að þegar hann hafi komið aftur til Íslands eftir mánaða dvöl í gæsluvarðhaldi á Spáni hafi hann fundið fyrir gríðarlegri utanaðkomandi pressu að segja hvað hafði gerst. „Ekki síst frá fjölmiðlum,“ segir hann. „Ég var á slæmum stað og taldi mig ekki tilbúinn til að ræða mín mál eða opna mig um mistök mín. Engu að síður tók ég ákvörðun, að mér fannst tilneyddur, um að gera einmitt það í þeirri von að áreitið myndi minnka.“ Kristján segir að hann hafi þó ekki verið tilbúinn til að segja frá öllu því sem raunverulega gerðist á Spáni. Hann tekur ekki fram hvað það var nákvæmlega sem hann greindi ekki rétt frá. „Á þeim tíma var ég hins vegar ekki reiðubúinn til þess að horfa fyllilega í eigin barm og viðurkenna eigin mistök fyrir sjálfum mér – hvað þá allri þjóðinni. Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins og varðandi aðra þætti lét ég það eftir mér að segja ekki alla söguna. Ég sé eftir því.“ Þá segir Kristján að á þessum tíma hafi hann einfaldlega ekki verið nógu sterkur til að láta dæma sig út frá mistökum sem hann gerði á sínu „veikasta augnabliki.“ Kristján segist í dag vera kominn á betri stað en að hann geri sér grein fyrir því að hann eigi enn nokkuð í land í sínu bataferli. Hann kveðst staðráðinn í því að halda þeirri vegferð áfram með aðstoð sinna nánustu. Yfirlýsingu Kristjáns má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Vegna umfjöllunar fjölmiðla um þann dóm sem ég hlaut í nóvember í fyrra tel ég rétt að leiðrétta og útskýra betur þau ummæli sem ég hef látið frá mér falla varðandi það mál. Þegar ég komst loksins aftur heim til Íslands eftir átta mánaða dvöl í gæsluvarðhaldi á Spáni upplifði ég gríðarlega utanaðkomandi pressu að segja mína sögu, ekki síst frá fjölmiðlum. Ég var á slæmum stað og taldi mig ekki tilbúinn til að ræða mín mál eða opna mig um mistök mín. Engu að síður tók ég ákvörðun, að mér fannst tilneyddur, um að gera einmitt það í þeirri von að áreitið myndi minnka. Á þeim tíma var ég hins vegar ekki reiðubúinn til þess að horfa fyllilega í eigin barm og viðurkenna eigin mistök fyrir sjálfum mér – hvað þá allri þjóðinni. Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins og varðandi aðra þætti lét ég það eftir mér að segja ekki alla söguna. Ég sé eftir því. Breyskleiki er eitthvað sem allir ættu að þekkja og á þessum tíma var ég einfaldlega ekki nógu sterkur til þess að láta dæma mig út frá mistökum sem ég gerði á mínu veikasta augnabliki. Ég var ekki kominn á þann stað sem ég er núna, sem er betri staður. Engu að síður geri ég mér grein fyrir því að ég á enn nokkuð í land í mínu bataferli og er staðráðinn í því að halda þeirri vegferð áfram með aðstoð minna nánustu. Virðingarfyllst,Kristján Einar Sigurbjörnsson. Spánn Íslendingar erlendis Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Vegna umfjöllunar fjölmiðla um þann dóm sem ég hlaut í nóvember í fyrra tel ég rétt að leiðrétta og útskýra betur þau ummæli sem ég hef látið frá mér falla varðandi það mál,“ segir Kristján í yfirlýsingu sem hann birtir á Instagram-síðu sinni í dag. Kristján segir að þegar hann hafi komið aftur til Íslands eftir mánaða dvöl í gæsluvarðhaldi á Spáni hafi hann fundið fyrir gríðarlegri utanaðkomandi pressu að segja hvað hafði gerst. „Ekki síst frá fjölmiðlum,“ segir hann. „Ég var á slæmum stað og taldi mig ekki tilbúinn til að ræða mín mál eða opna mig um mistök mín. Engu að síður tók ég ákvörðun, að mér fannst tilneyddur, um að gera einmitt það í þeirri von að áreitið myndi minnka.“ Kristján segir að hann hafi þó ekki verið tilbúinn til að segja frá öllu því sem raunverulega gerðist á Spáni. Hann tekur ekki fram hvað það var nákvæmlega sem hann greindi ekki rétt frá. „Á þeim tíma var ég hins vegar ekki reiðubúinn til þess að horfa fyllilega í eigin barm og viðurkenna eigin mistök fyrir sjálfum mér – hvað þá allri þjóðinni. Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins og varðandi aðra þætti lét ég það eftir mér að segja ekki alla söguna. Ég sé eftir því.“ Þá segir Kristján að á þessum tíma hafi hann einfaldlega ekki verið nógu sterkur til að láta dæma sig út frá mistökum sem hann gerði á sínu „veikasta augnabliki.“ Kristján segist í dag vera kominn á betri stað en að hann geri sér grein fyrir því að hann eigi enn nokkuð í land í sínu bataferli. Hann kveðst staðráðinn í því að halda þeirri vegferð áfram með aðstoð sinna nánustu. Yfirlýsingu Kristjáns má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Vegna umfjöllunar fjölmiðla um þann dóm sem ég hlaut í nóvember í fyrra tel ég rétt að leiðrétta og útskýra betur þau ummæli sem ég hef látið frá mér falla varðandi það mál. Þegar ég komst loksins aftur heim til Íslands eftir átta mánaða dvöl í gæsluvarðhaldi á Spáni upplifði ég gríðarlega utanaðkomandi pressu að segja mína sögu, ekki síst frá fjölmiðlum. Ég var á slæmum stað og taldi mig ekki tilbúinn til að ræða mín mál eða opna mig um mistök mín. Engu að síður tók ég ákvörðun, að mér fannst tilneyddur, um að gera einmitt það í þeirri von að áreitið myndi minnka. Á þeim tíma var ég hins vegar ekki reiðubúinn til þess að horfa fyllilega í eigin barm og viðurkenna eigin mistök fyrir sjálfum mér – hvað þá allri þjóðinni. Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins og varðandi aðra þætti lét ég það eftir mér að segja ekki alla söguna. Ég sé eftir því. Breyskleiki er eitthvað sem allir ættu að þekkja og á þessum tíma var ég einfaldlega ekki nógu sterkur til þess að láta dæma mig út frá mistökum sem ég gerði á mínu veikasta augnabliki. Ég var ekki kominn á þann stað sem ég er núna, sem er betri staður. Engu að síður geri ég mér grein fyrir því að ég á enn nokkuð í land í mínu bataferli og er staðráðinn í því að halda þeirri vegferð áfram með aðstoð minna nánustu. Virðingarfyllst,Kristján Einar Sigurbjörnsson.
Vegna umfjöllunar fjölmiðla um þann dóm sem ég hlaut í nóvember í fyrra tel ég rétt að leiðrétta og útskýra betur þau ummæli sem ég hef látið frá mér falla varðandi það mál. Þegar ég komst loksins aftur heim til Íslands eftir átta mánaða dvöl í gæsluvarðhaldi á Spáni upplifði ég gríðarlega utanaðkomandi pressu að segja mína sögu, ekki síst frá fjölmiðlum. Ég var á slæmum stað og taldi mig ekki tilbúinn til að ræða mín mál eða opna mig um mistök mín. Engu að síður tók ég ákvörðun, að mér fannst tilneyddur, um að gera einmitt það í þeirri von að áreitið myndi minnka. Á þeim tíma var ég hins vegar ekki reiðubúinn til þess að horfa fyllilega í eigin barm og viðurkenna eigin mistök fyrir sjálfum mér – hvað þá allri þjóðinni. Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins og varðandi aðra þætti lét ég það eftir mér að segja ekki alla söguna. Ég sé eftir því. Breyskleiki er eitthvað sem allir ættu að þekkja og á þessum tíma var ég einfaldlega ekki nógu sterkur til þess að láta dæma mig út frá mistökum sem ég gerði á mínu veikasta augnabliki. Ég var ekki kominn á þann stað sem ég er núna, sem er betri staður. Engu að síður geri ég mér grein fyrir því að ég á enn nokkuð í land í mínu bataferli og er staðráðinn í því að halda þeirri vegferð áfram með aðstoð minna nánustu. Virðingarfyllst,Kristján Einar Sigurbjörnsson.
Spánn Íslendingar erlendis Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira