Þingmaður veltir ábyrgð Rokkbarsins fyrir sér Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. apríl 2023 10:42 Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins segir spuringuna um ábyrgð barsins vera lögfræðilegs eðlis. Vilhelm Gunnarsson Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, hefur vakið nokkra athygli fyrir tíst sitt um manndrápið í Hafnarfirði. Veltir hann fyrir sér ábyrgð Íslenska rokkbarsins í atburðarásinni. „Ég veit ekki meira en að þarna voru einstaklingar undir lögaldri inni. Væntanlega að neyta áfengis. Ég velti fyrir mér hver ábyrgð barsins sé,“ segir Tómas um tístið. En tístið hljómar svo: „I kjölfarið á morði sem átti sér stað fyrir utan fjarðarkaup vakknar upp sú spurning: bera eigendur rokkbarsins ekki ábyrgð þar sem fjórmenningarnir voru allir undir lögaldri og voru væntanlega að neyta áfengis inni á barnum, sem hafði svo þessar afleiðingar???? Eitthvað til að vekja athygli á“ Aðspurður um hver hann telji að ábyrgð barsins sé segir Tómas það vera lögfræðilegs eðlis. En hefði málið komið upp erlendis myndi staðurinn bera einhverja ábyrgð. Óljóst hver vímuefnaneyslan var Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið það út að hún hafi nokkuð góða mynd af atburðarásinni þegar maður var stunginn til bana á bílastæði Fjarðarkaupa síðastliðinn fimmtudag. Maðurinn var á þrítugsaldri og pólskur að uppruna en fjögur íslensk ungmenni eru í haldi lögreglunnar. Þrír piltar og ein stúlka, þar af þrjú undir lögaldri. pic.twitter.com/q66aXjaYFP— Tómas A Tómasson (@a_tomasson) April 23, 2023 Ekki hefur verið gefið upp hvort eða hvaða vímuefna var neytt þetta umrædda kvöld. Né hverjir neyttu þeirra. Vitað er að á undan árásinni á bílastæðinu átti sér stað ágreiningur milli fórnarlambsins og ungmennanna inni á Íslenska rokkbarnum. Samkvæmt frétt DV um málið er barinn í eigu litháískrar konu. Hafa eigendur ekki viljað tjá sig um málið. Málið sé í rannsókn. „Það er allavega einstaklingur látinn. Þess vegna er eðlilegt að velta þessu fyrir sér,“ segir Tómas aðspurður um hvort rétt sé að varpa þessari spurningu fram í ljósi þess að ekki sé vitað hvaða þátt vímuefnaneysla spilaði inn í málið. Hann segist heldur ekki vita hvort hægt sé að skrifa glæp eins og manndráp á vímuefnaneyslu yfir höfuð. Lögreglumál Flokkur fólksins Veitingastaðir Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Tengdar fréttir Fjórir handteknir í tengslum við andlát í kjölfar átaka í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í gær. 21. apríl 2023 09:53 Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46 Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. 22. apríl 2023 21:15 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
„Ég veit ekki meira en að þarna voru einstaklingar undir lögaldri inni. Væntanlega að neyta áfengis. Ég velti fyrir mér hver ábyrgð barsins sé,“ segir Tómas um tístið. En tístið hljómar svo: „I kjölfarið á morði sem átti sér stað fyrir utan fjarðarkaup vakknar upp sú spurning: bera eigendur rokkbarsins ekki ábyrgð þar sem fjórmenningarnir voru allir undir lögaldri og voru væntanlega að neyta áfengis inni á barnum, sem hafði svo þessar afleiðingar???? Eitthvað til að vekja athygli á“ Aðspurður um hver hann telji að ábyrgð barsins sé segir Tómas það vera lögfræðilegs eðlis. En hefði málið komið upp erlendis myndi staðurinn bera einhverja ábyrgð. Óljóst hver vímuefnaneyslan var Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið það út að hún hafi nokkuð góða mynd af atburðarásinni þegar maður var stunginn til bana á bílastæði Fjarðarkaupa síðastliðinn fimmtudag. Maðurinn var á þrítugsaldri og pólskur að uppruna en fjögur íslensk ungmenni eru í haldi lögreglunnar. Þrír piltar og ein stúlka, þar af þrjú undir lögaldri. pic.twitter.com/q66aXjaYFP— Tómas A Tómasson (@a_tomasson) April 23, 2023 Ekki hefur verið gefið upp hvort eða hvaða vímuefna var neytt þetta umrædda kvöld. Né hverjir neyttu þeirra. Vitað er að á undan árásinni á bílastæðinu átti sér stað ágreiningur milli fórnarlambsins og ungmennanna inni á Íslenska rokkbarnum. Samkvæmt frétt DV um málið er barinn í eigu litháískrar konu. Hafa eigendur ekki viljað tjá sig um málið. Málið sé í rannsókn. „Það er allavega einstaklingur látinn. Þess vegna er eðlilegt að velta þessu fyrir sér,“ segir Tómas aðspurður um hvort rétt sé að varpa þessari spurningu fram í ljósi þess að ekki sé vitað hvaða þátt vímuefnaneysla spilaði inn í málið. Hann segist heldur ekki vita hvort hægt sé að skrifa glæp eins og manndráp á vímuefnaneyslu yfir höfuð.
Lögreglumál Flokkur fólksins Veitingastaðir Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Tengdar fréttir Fjórir handteknir í tengslum við andlát í kjölfar átaka í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í gær. 21. apríl 2023 09:53 Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46 Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. 22. apríl 2023 21:15 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Fjórir handteknir í tengslum við andlát í kjölfar átaka í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í gær. 21. apríl 2023 09:53
Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46
Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. 22. apríl 2023 21:15