Eyddi þrettán mínútum í markspyrnur gegn Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. apríl 2023 07:01 Þrívegis ræddi dómarinn við Bazunu í leiknum sem um er ræðir en aldrei fékk hann spjald. Julian Finney/Getty Images Gavin Bazunu, markvörður Southampton eyddi þrettán mínútum í að taka markspyrnur i 3-3 jafnteflinu gegn Arsenal þegar liðin mættust á dögunum. Þá tekur Nick Pope, markvörður Newcastle United, að meðaltali 37 sekúndur í hverja markspyrnu. Þetta kemur fram í nýlegri samantekt Opta Analyst þar sem farið er yfir hversu mikið boltinn er að meðaltali í leik í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar. Farið yfir alla leiki tímabilsins til þessa og hversu mikinn tíma markverðir taka í markspyrnur, hversu mikinn tíma lið taka í föst leikatriði og þar fram eftir götunum. A Guide to PL Time-Wasting Time-wasting or game management? However you define it, we can see who does it most. Newcastle take 37 secs per goalkick, more than 3 secs longer than any other team Bazunu burned 13 mins while taking goalkicks v ArsenalMore insights — Opta Analyst (@OptaAnalyst) April 26, 2023 Í skýrslunni sem Opta Analyst gaf frá sér nýverið kom fram að þrívegis hafa markverðir eytt meira en tíu mínútum í markspyrnur. Bazunu eyddi að meðaltali 43,7 sekúndum í hverja af sínum 18 markspyrnum gegn Arsenal. Alls tók hann 13 mínútur og 6 sekúndur af klukkunni í leik þar sem Southampton náði í ólíklegt stig. Arsenal getur þó ekki kvartað þar sem Aaron Ramsdale gerði nákvæmlega það sama gegn Liverpool þegar Skytturnar heimsóttu Anfield. Þá tók Ramsdale raunar 57 sekúndur í hverja markspyrnu sína en alls tók hann 10 slíkar í leiknum. Ramsdale varði nokkrum sinnum meistaralega gegn Liverpool. EPA-EFE/PETER POWELL Einnig kemur fram í greininni að meðaltali er boltinn í leik í 54 mínútur og 46 sekúndur af þeim 90 mínútum – plús uppbótartíma – sem fótboltaleikur er. Aldrei hefur boltinn verið jafn lítið í leik síðan mælingar hófust tímabilið 2012-13. Það var ekki að ástæðulausu að boðið var upp á einstaklega langan uppbótartíma á HM sem fram fór í Katar undir lok síðasta árs. Þar var leikurinn að meðaltali 110 mínútur og 23 sekúndur. Þá var boltinn þremur mínútum og 18 sekúndum lengur í leik á HM en í ensku úrvalsdeildinni. Hvort enska úrvalsdeildin fari sömu leið og FIFA eða finni aðra leið til að koma í veg fyrir tímaeyðslu kemur eflaust í ljós næsta haust. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Þetta kemur fram í nýlegri samantekt Opta Analyst þar sem farið er yfir hversu mikið boltinn er að meðaltali í leik í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar. Farið yfir alla leiki tímabilsins til þessa og hversu mikinn tíma markverðir taka í markspyrnur, hversu mikinn tíma lið taka í föst leikatriði og þar fram eftir götunum. A Guide to PL Time-Wasting Time-wasting or game management? However you define it, we can see who does it most. Newcastle take 37 secs per goalkick, more than 3 secs longer than any other team Bazunu burned 13 mins while taking goalkicks v ArsenalMore insights — Opta Analyst (@OptaAnalyst) April 26, 2023 Í skýrslunni sem Opta Analyst gaf frá sér nýverið kom fram að þrívegis hafa markverðir eytt meira en tíu mínútum í markspyrnur. Bazunu eyddi að meðaltali 43,7 sekúndum í hverja af sínum 18 markspyrnum gegn Arsenal. Alls tók hann 13 mínútur og 6 sekúndur af klukkunni í leik þar sem Southampton náði í ólíklegt stig. Arsenal getur þó ekki kvartað þar sem Aaron Ramsdale gerði nákvæmlega það sama gegn Liverpool þegar Skytturnar heimsóttu Anfield. Þá tók Ramsdale raunar 57 sekúndur í hverja markspyrnu sína en alls tók hann 10 slíkar í leiknum. Ramsdale varði nokkrum sinnum meistaralega gegn Liverpool. EPA-EFE/PETER POWELL Einnig kemur fram í greininni að meðaltali er boltinn í leik í 54 mínútur og 46 sekúndur af þeim 90 mínútum – plús uppbótartíma – sem fótboltaleikur er. Aldrei hefur boltinn verið jafn lítið í leik síðan mælingar hófust tímabilið 2012-13. Það var ekki að ástæðulausu að boðið var upp á einstaklega langan uppbótartíma á HM sem fram fór í Katar undir lok síðasta árs. Þar var leikurinn að meðaltali 110 mínútur og 23 sekúndur. Þá var boltinn þremur mínútum og 18 sekúndum lengur í leik á HM en í ensku úrvalsdeildinni. Hvort enska úrvalsdeildin fari sömu leið og FIFA eða finni aðra leið til að koma í veg fyrir tímaeyðslu kemur eflaust í ljós næsta haust.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira