Ekki verður af afglæpavæðingu neysluskammta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. apríl 2023 12:04 Willum Þór Þórsson heilbrigðismálaráðherra. Vísir/Ívar Heilbrigðisráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta, líkt og áður hafði verið boðað. Hann segist frekar munu leggja áherslu á skaðaminnkandi úrræði. Síðasta sumar birti Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, í samráðsgátt umdeild áform um að afnema refsingar vegna neysluskammta fyrir veikasta hópinn eins og það var orðað. Forveri hans Svandís Svavarsdóttir hafði þá áður lagt fram frumvarp um almenna afglæpavæðingu neysluskammta og taldi Willum nauðsynlegt að þrengja það til að málið næði fram að ganga. Áformin voru að lokum dregin til baka eftir mikla gagnrýni og í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun staðfesti Willum að það væri alfarið úti um þau. „Það hefur verið þróunin erlendis að horfa á skaðaminnkun í heild sinni,“ sagði Willum. Hann sagði heimild til lausasölu á nefúðanum naloxone, sem er notaður í neyð við ofskömmtun ópíóða, til skoðunar í ráðuneytinu og að verið væri að finna neyslurými pláss. „Og það þekkist erlendis morfínklíník, það er vandmeðfarið og verður að vera í höndum sérfræðinga. En eitt hentar ekki öllum og við þurfum að taka þá stefnu að fara í skaðaminnkandi úrræði fremur en að horfa á afglæpavæðingu eða afnám refsingar. Þannig ég er ekki að koma með það mál inn í þingið, ef það er nægilega skýrt svar,“ sagði Willum í umræðum um ópíóíðafaraldur á Íslandi. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, lýsti yfir miklum vonbrigðum og varð raunar orðlaus yfir stöðunni. „Hæstuvirtur ráðherra þekkir það sem þjálfari að þegar hann er að spila leik og er ekki bara eitt-núll undir, ekki tvö-núll undir, ekki tíu-núll undir, hversu mörg líf erum við að tala um hérna? Þá breytum við og skiptum um og hættum að spila þann leik sem leiðir til þess að við töpum. Við þurfum að velja annan leik“ sagði Björn Leví og afsakaði hik í ræðunni. „Ég á bara erfitt með mig hérna, af því skammsýni sumra þingmanna í andsvörum í óundirbúnum fyrirspurnum er bara að vega svolítið þungt að mér. Mér finnst þetta gríðarlega sjálfhverft. Bara afsakið,“ sagði Björn Leví áður en hann steig úr pontu. Fíkn Fíkniefnabrot Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Sjá meira
Síðasta sumar birti Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, í samráðsgátt umdeild áform um að afnema refsingar vegna neysluskammta fyrir veikasta hópinn eins og það var orðað. Forveri hans Svandís Svavarsdóttir hafði þá áður lagt fram frumvarp um almenna afglæpavæðingu neysluskammta og taldi Willum nauðsynlegt að þrengja það til að málið næði fram að ganga. Áformin voru að lokum dregin til baka eftir mikla gagnrýni og í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun staðfesti Willum að það væri alfarið úti um þau. „Það hefur verið þróunin erlendis að horfa á skaðaminnkun í heild sinni,“ sagði Willum. Hann sagði heimild til lausasölu á nefúðanum naloxone, sem er notaður í neyð við ofskömmtun ópíóða, til skoðunar í ráðuneytinu og að verið væri að finna neyslurými pláss. „Og það þekkist erlendis morfínklíník, það er vandmeðfarið og verður að vera í höndum sérfræðinga. En eitt hentar ekki öllum og við þurfum að taka þá stefnu að fara í skaðaminnkandi úrræði fremur en að horfa á afglæpavæðingu eða afnám refsingar. Þannig ég er ekki að koma með það mál inn í þingið, ef það er nægilega skýrt svar,“ sagði Willum í umræðum um ópíóíðafaraldur á Íslandi. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, lýsti yfir miklum vonbrigðum og varð raunar orðlaus yfir stöðunni. „Hæstuvirtur ráðherra þekkir það sem þjálfari að þegar hann er að spila leik og er ekki bara eitt-núll undir, ekki tvö-núll undir, ekki tíu-núll undir, hversu mörg líf erum við að tala um hérna? Þá breytum við og skiptum um og hættum að spila þann leik sem leiðir til þess að við töpum. Við þurfum að velja annan leik“ sagði Björn Leví og afsakaði hik í ræðunni. „Ég á bara erfitt með mig hérna, af því skammsýni sumra þingmanna í andsvörum í óundirbúnum fyrirspurnum er bara að vega svolítið þungt að mér. Mér finnst þetta gríðarlega sjálfhverft. Bara afsakið,“ sagði Björn Leví áður en hann steig úr pontu.
Fíkn Fíkniefnabrot Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent