Rússar segja traustið horfið í Norðurskautsráðinu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. apríl 2023 15:22 Korchunov efast um að samstarf við Vesturveldin gangi upp til langrar framtíðar. Norðurskautsráðið Nikolay Korchunov, sendiherra Rússa gagnvart Norðurskautsráðinu segist efast um að samstarf á norðurslóðum sé mögulegt lengur. Allt traust sé horfið. „Það er ekki fýsilegt að koma á langtíma samstarfi við Vesturveldin í Norðurskautsráðinu, jafn vel eftir að það tekur aftur til starfa að fullu af því að traustið er ekki lengur til staðar,“ sagði Korchunov í dag á fundi í Rússlandi um Norðurslóðamálefni, en hann gegnir stöðu formanns fastafulltrúa Rússlands í Norðurskautsráðinu. Rússneski ríkisfjölmiðillinn Tass greindi frá þessu. Auk Rússlands eiga Bandaríkin, Kanada og öll Norðurlöndin sæti í Norðurskautsráðinu. Þar að auki eiga fjölmörg ríki áheyrnarfulltrúa, svo sem Bretland, Þýskaland, Frakkland, Kína, Indland og Japan. Síðasti ráðherrafundurinn fór fram í Reykjavík í maí mánuði árið 2021. Þá tóku Rússar við formennsku í ráðinu af Íslendingum. Þann 3. mars árið 2022 tilkynntu öll ríki sem hafa fastafulltrúa nema Rússland að þau hygðust ekki mæta á fundi ráðsins vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hefur virkni ráðsins verið í lamasessi síðan þá, nema í nokkrum afmörkuðum verkefnum sem ríkin sjö sinna án aðkomu Rússa. Norðmenn taka við Korchunov sagði að samskipti Rússlands og Vesturveldanna á norðurslóðum einkenndust af virðingu við málefni svæðisins, sem verður sífellt mikilvægara. Samskiptin væru nú hins vegar öll óformleg. Norðmenn taka við kefli formennskunnar á fundi sem haldinn verður dagana 10. til 11. maí næstkomandi. Ríkin sjö hafa ákveðið að starfa án Rússa í ráðinu. Rússland Norðurslóðir Tengdar fréttir „Ljóst að yfirstandandi atburðir hafa stórskaðað samstarf norðurskautsríkja“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er stödd í Tromsø í Noregi en þar stendur yfir norðurslóðaráðstefnan Arctic Frontiers. Innrás Rússlands í Úkraínu og afleiðingar hennar fyrir norðurslóðasamstarf voru efst á baugi í umræðum utanríkisráðherra Íslands, Noregs og Svíþjóðar og ráðuneytisstjóra finnska utanríkisráðuneytisins á ráðstefnunni í dag. 31. janúar 2023 19:44 Meirihluti Norðurskautsráðs fordæmir innrás formannsins Rússlands Aðildarríki Norðurskautsráðsins, utan Rússlands, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem tilefnislaus innrás Rússlands í Úkraínu er fordæmd. 3. mars 2022 15:36 Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. 31. mars 2022 17:16 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
„Það er ekki fýsilegt að koma á langtíma samstarfi við Vesturveldin í Norðurskautsráðinu, jafn vel eftir að það tekur aftur til starfa að fullu af því að traustið er ekki lengur til staðar,“ sagði Korchunov í dag á fundi í Rússlandi um Norðurslóðamálefni, en hann gegnir stöðu formanns fastafulltrúa Rússlands í Norðurskautsráðinu. Rússneski ríkisfjölmiðillinn Tass greindi frá þessu. Auk Rússlands eiga Bandaríkin, Kanada og öll Norðurlöndin sæti í Norðurskautsráðinu. Þar að auki eiga fjölmörg ríki áheyrnarfulltrúa, svo sem Bretland, Þýskaland, Frakkland, Kína, Indland og Japan. Síðasti ráðherrafundurinn fór fram í Reykjavík í maí mánuði árið 2021. Þá tóku Rússar við formennsku í ráðinu af Íslendingum. Þann 3. mars árið 2022 tilkynntu öll ríki sem hafa fastafulltrúa nema Rússland að þau hygðust ekki mæta á fundi ráðsins vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hefur virkni ráðsins verið í lamasessi síðan þá, nema í nokkrum afmörkuðum verkefnum sem ríkin sjö sinna án aðkomu Rússa. Norðmenn taka við Korchunov sagði að samskipti Rússlands og Vesturveldanna á norðurslóðum einkenndust af virðingu við málefni svæðisins, sem verður sífellt mikilvægara. Samskiptin væru nú hins vegar öll óformleg. Norðmenn taka við kefli formennskunnar á fundi sem haldinn verður dagana 10. til 11. maí næstkomandi. Ríkin sjö hafa ákveðið að starfa án Rússa í ráðinu.
Rússland Norðurslóðir Tengdar fréttir „Ljóst að yfirstandandi atburðir hafa stórskaðað samstarf norðurskautsríkja“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er stödd í Tromsø í Noregi en þar stendur yfir norðurslóðaráðstefnan Arctic Frontiers. Innrás Rússlands í Úkraínu og afleiðingar hennar fyrir norðurslóðasamstarf voru efst á baugi í umræðum utanríkisráðherra Íslands, Noregs og Svíþjóðar og ráðuneytisstjóra finnska utanríkisráðuneytisins á ráðstefnunni í dag. 31. janúar 2023 19:44 Meirihluti Norðurskautsráðs fordæmir innrás formannsins Rússlands Aðildarríki Norðurskautsráðsins, utan Rússlands, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem tilefnislaus innrás Rússlands í Úkraínu er fordæmd. 3. mars 2022 15:36 Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. 31. mars 2022 17:16 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
„Ljóst að yfirstandandi atburðir hafa stórskaðað samstarf norðurskautsríkja“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er stödd í Tromsø í Noregi en þar stendur yfir norðurslóðaráðstefnan Arctic Frontiers. Innrás Rússlands í Úkraínu og afleiðingar hennar fyrir norðurslóðasamstarf voru efst á baugi í umræðum utanríkisráðherra Íslands, Noregs og Svíþjóðar og ráðuneytisstjóra finnska utanríkisráðuneytisins á ráðstefnunni í dag. 31. janúar 2023 19:44
Meirihluti Norðurskautsráðs fordæmir innrás formannsins Rússlands Aðildarríki Norðurskautsráðsins, utan Rússlands, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem tilefnislaus innrás Rússlands í Úkraínu er fordæmd. 3. mars 2022 15:36
Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. 31. mars 2022 17:16