Segja ákvörðun KSÍ íslenskri knattspyrnu ekki til heilla Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. apríl 2023 21:35 FH vann Stjörnuna á frjálsíþróttavellinum sínum á dögunum og spilar aftur þar á morgun. Vísir/Hulda Margrét Stjórn knattspyrnudeildar FH sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem félagið gagnrýnir vinnubrögð Knattspyrnusambands Íslands í kjölfar þess að KSÍ varð ekki við ósk félagsins um að fresta leik FH og KR sem átti að fara fram á Kaplakrikavelli í kvöld. FH og KR, í samráði við Íslenskan Toppfótbolta (ÍTF) og Stöð 2 Sport, vildu fresta leiknum þar sem völlurinn í Kaplakrika er ekki klár eftir veturinn. KSÍ tók hins vegar ákvörðun um það að fresta leiknum aðeins um einn dag og færa leikinn í Árbæinn. Leikur FH og KR átti því að fara fram á heimavelli Fylkis á morgun. Sú ákvörðun um að færa leikinn var hins vegar dreginn til baka og leikurinn mun fara fram á frjálsíþróttavelli FH, Miðvelli, klukkan 14:00 á morgun, laugardag. Ákvörðun KSÍ einhliða Eins og áður segir sendu FH-ingar frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem félagið gagnrýnir vinnubrögð KSÍ. Þar segir félagið að það hefði verið íslenskri knattspyrnu til heilla að fresta leiknum. „Félagið vann að því fram á síðustu stundu að fresta þessum leik lengra inn í sumarið en þrátt fyrir að FH, KR, ÍTF og Stöð 2 Sport væru öll sammála um að það væri íslenskri knattspyrnu til heilla að gera það þá tók KSÍ einhliða ákvörðun um að leikurinn færi fram og settu hann fyrst á Wurth völlinn í Árbænum án þess að ráðfæra sig við okkur FH-inga,“ segir í yfirlýsingu FH. „Í ljósi þessarar ákvörðunar KSÍ, sem er íslenskri knattspyrnu ekki til heilla ákváðum við að gera það sem í okkar valdi stendur til að gera Frjálsíþróttavöllinn kláran fyrir morgundaginn. Það er að takast og því tökum við vel á móti KR-ingum þar á morgun, laugardag, kl. 14.00,“ segir enn fremur. FH-ingar biðla svo til stuðningsmanna liðsins að mæta upp í Kaplakrika í fyrramálið til að hjálpa til við að gera daginn ógleymanlegan á frjálsíþróttavellinum, sem félagið hefur nú ákveðið að kalla Nývang. „Það er ýmislegt sem þarf að gera og græja á svæðinu á morgun og því biðjum við alla þá sem vettlingi geta valdið að mæta upp á Krika um 11 leytið á morgun og hjálpa til við að gera þetta að enn einum ógleymanlegum degi á „Nývangi“!“ Besta deild karla FH KR KSÍ Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
FH og KR, í samráði við Íslenskan Toppfótbolta (ÍTF) og Stöð 2 Sport, vildu fresta leiknum þar sem völlurinn í Kaplakrika er ekki klár eftir veturinn. KSÍ tók hins vegar ákvörðun um það að fresta leiknum aðeins um einn dag og færa leikinn í Árbæinn. Leikur FH og KR átti því að fara fram á heimavelli Fylkis á morgun. Sú ákvörðun um að færa leikinn var hins vegar dreginn til baka og leikurinn mun fara fram á frjálsíþróttavelli FH, Miðvelli, klukkan 14:00 á morgun, laugardag. Ákvörðun KSÍ einhliða Eins og áður segir sendu FH-ingar frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem félagið gagnrýnir vinnubrögð KSÍ. Þar segir félagið að það hefði verið íslenskri knattspyrnu til heilla að fresta leiknum. „Félagið vann að því fram á síðustu stundu að fresta þessum leik lengra inn í sumarið en þrátt fyrir að FH, KR, ÍTF og Stöð 2 Sport væru öll sammála um að það væri íslenskri knattspyrnu til heilla að gera það þá tók KSÍ einhliða ákvörðun um að leikurinn færi fram og settu hann fyrst á Wurth völlinn í Árbænum án þess að ráðfæra sig við okkur FH-inga,“ segir í yfirlýsingu FH. „Í ljósi þessarar ákvörðunar KSÍ, sem er íslenskri knattspyrnu ekki til heilla ákváðum við að gera það sem í okkar valdi stendur til að gera Frjálsíþróttavöllinn kláran fyrir morgundaginn. Það er að takast og því tökum við vel á móti KR-ingum þar á morgun, laugardag, kl. 14.00,“ segir enn fremur. FH-ingar biðla svo til stuðningsmanna liðsins að mæta upp í Kaplakrika í fyrramálið til að hjálpa til við að gera daginn ógleymanlegan á frjálsíþróttavellinum, sem félagið hefur nú ákveðið að kalla Nývang. „Það er ýmislegt sem þarf að gera og græja á svæðinu á morgun og því biðjum við alla þá sem vettlingi geta valdið að mæta upp á Krika um 11 leytið á morgun og hjálpa til við að gera þetta að enn einum ógleymanlegum degi á „Nývangi“!“
Besta deild karla FH KR KSÍ Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira