Hefur fulla trú á því að hann geti barist um titilinn við Verstappen Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2023 11:00 Sergio Perez telur að hann geti barist um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1. Michael Potts/BSR Agency/Getty Images Sergio Perez, ökumaður Red Bull í Formúlu 1, segist hafa fulla trú á því að hann geti barist við liðsfélaga sinn, tvöfalda heimsmeistarann Max Verstappen, um heimsmeistaratitilinn á tímabilinu. Perez kom fyrstur í mark í Bakú í gær og vann þar með sinn annan kappakstur á tímabilinu og þann sjötta á ferlinum. Það má segja að Mexíkóinn hafi átt nánast fullkomna helgim því Perez bar einnig sigur úr býtum í sprettkeppninni á laugardaginn og tók því samtals 33 stig í heimsmeistarakeppni ökuþóra um helgina. Max Verstappen hafnaði hins vegar annar í keppninni í gær og þriðji í sprettkeppninni. Hollenski heimsmeistarinn fékk því aðeins 24 stig um helgina og er nú aðeins með sex stiga forskot á toppnum eftir fjórar keppnir. Perez situr í öðru sæti. Sergio Perez dove into his team after winning the Azerbaijan Grand Prix ❤️ 🇲🇽 @ESPNF1 pic.twitter.com/Nj8oHlf7Ss— ESPN (@espn) April 30, 2023 Þrátt fyrir að stutt sé liðið á tímabilið telur Perez að hann geti veitt liðsfélaga sínum harða samkeppni um heimsmeistaratitilinn í ár. „Það er langt tímabil framundan,“ sagði Perez eftir sigur gærdagsins. „Við viljum báðir vinna hvorn annan. Ég vil verða heimsmeistari alveg jafn mikið Max vill verða heimsmeistari. En við berum mikla virðingu fyrir hvorum öðrum og við sjáum íþróttina fyrir okkur á svipaðan hátt. Ég efast um að það muni breytast.“ „Við munum berjast eins harkalega og við getum, en um leið bera virðingu fyrir hvorum öðrum og liðinu,“ bætti Perez við. Akstursíþróttir Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Perez kom fyrstur í mark í Bakú í gær og vann þar með sinn annan kappakstur á tímabilinu og þann sjötta á ferlinum. Það má segja að Mexíkóinn hafi átt nánast fullkomna helgim því Perez bar einnig sigur úr býtum í sprettkeppninni á laugardaginn og tók því samtals 33 stig í heimsmeistarakeppni ökuþóra um helgina. Max Verstappen hafnaði hins vegar annar í keppninni í gær og þriðji í sprettkeppninni. Hollenski heimsmeistarinn fékk því aðeins 24 stig um helgina og er nú aðeins með sex stiga forskot á toppnum eftir fjórar keppnir. Perez situr í öðru sæti. Sergio Perez dove into his team after winning the Azerbaijan Grand Prix ❤️ 🇲🇽 @ESPNF1 pic.twitter.com/Nj8oHlf7Ss— ESPN (@espn) April 30, 2023 Þrátt fyrir að stutt sé liðið á tímabilið telur Perez að hann geti veitt liðsfélaga sínum harða samkeppni um heimsmeistaratitilinn í ár. „Það er langt tímabil framundan,“ sagði Perez eftir sigur gærdagsins. „Við viljum báðir vinna hvorn annan. Ég vil verða heimsmeistari alveg jafn mikið Max vill verða heimsmeistari. En við berum mikla virðingu fyrir hvorum öðrum og við sjáum íþróttina fyrir okkur á svipaðan hátt. Ég efast um að það muni breytast.“ „Við munum berjast eins harkalega og við getum, en um leið bera virðingu fyrir hvorum öðrum og liðinu,“ bætti Perez við.
Akstursíþróttir Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira