Fagna sigrinum með því að bjóða leikmönnum Wrexham til Syndaborgarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2023 23:01 Þessir tveir eru að njóta þess að eiga knattspyrnulið. Matthew Ashton/Getty Images Hollywood-stjörnurnar og eigendur knattspyrnuliðsins Wrexham, Rob McElhenney og Ryan Reynolds, hafa ákveðið að bjóða leikmönnum liðsins til Las Vegas eftir að liðið sigraði ensku E-deildina. Ævintýrið í Wrexham hefur verið vel skjalfest enda keyptu þeir Rob og Ryan félagið með það að leiðarljósi að gera heimildarþætti um félagið. Það verður þó seint hægt að saka þá félaga um að hafa ekki lagt hjarta, sál og haug af peningum í félagið. Liðið komst upp um deild á dögunum eftir hreint út sagt magnað tímabil. Wrexham endaði með 111 stig að loknum 46 leikjum sem er met. Þá skoraði liðið 116 mörk og fékk aðeins á 43 á sig. Þeir Rob og Ryan ætla aldeilis að verðlauna leikmenn liðsins en til að byrja með voru gríðarleg fagnaðarlæti eftir að liðið tryggðis sér sæti í D-deildinni þegar enn var ein umferð eftir. Aftur var fagnað gríðarlega þegar síðasta leik tímabilsins var lokið og nú stefnir í að það verði fagnað duglega í Vegas. Wrexham owners Ryan Reynolds and Rob McElhenney are sending the club s players to Las Vegas as a reward for winning promotion to the English Football League, sources have told ESPN pic.twitter.com/NH5l1Atfco— ESPN FC (@ESPNFC) May 1, 2023 ESPN greinir frá því að eigendurnir ætli að bjóða leikmönnum til Vegas til að fagna sigrinum almennilega. Þeir leikmenn sem verða áfram á mála hjá félaginu munu svo halda til Bandaríkjanna í aðdraganda næsta tímabils þar sem liðið mun hefja undirbúning sinn fyrir D-deildina með leikjum gegn liðum á borð við Los Angeles Galaxy og Manchester United. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Hollywood-stjörnurnar vonast til að Bale dusti rykið af takkaskónum Ryan Reynolds og Rob McElhenney, eigendur knattspyrnuliðsins Wrexham, vonast til að Gareth Bale endurhugsi ákvörðun sína um að hætta í knattspyrnu og taki slaginn með liðinu í D-deildinni á Englandi næsta haust. 26. apríl 2023 19:31 Tróð sér inn á blaðamannafund eftir frækinn sigur og heimtaði treyjur leikmanna Wrexham, eitt frægasta fótboltalið veraldar um þessar mundir, fór upp um deild um liðna helgi. Er liðið loks komið upp í ensku D-deildina og er það að mestu Hollywood-eigendum liðsins að þakka. Virðast þeir komast upp með hvað sem er í Wrexham en annar þeirra mætti á blaðamannafund að leik loknum og heimtaði treyjur tveggja leikmanna liðsins. 24. apríl 2023 10:31 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Sjá meira
Ævintýrið í Wrexham hefur verið vel skjalfest enda keyptu þeir Rob og Ryan félagið með það að leiðarljósi að gera heimildarþætti um félagið. Það verður þó seint hægt að saka þá félaga um að hafa ekki lagt hjarta, sál og haug af peningum í félagið. Liðið komst upp um deild á dögunum eftir hreint út sagt magnað tímabil. Wrexham endaði með 111 stig að loknum 46 leikjum sem er met. Þá skoraði liðið 116 mörk og fékk aðeins á 43 á sig. Þeir Rob og Ryan ætla aldeilis að verðlauna leikmenn liðsins en til að byrja með voru gríðarleg fagnaðarlæti eftir að liðið tryggðis sér sæti í D-deildinni þegar enn var ein umferð eftir. Aftur var fagnað gríðarlega þegar síðasta leik tímabilsins var lokið og nú stefnir í að það verði fagnað duglega í Vegas. Wrexham owners Ryan Reynolds and Rob McElhenney are sending the club s players to Las Vegas as a reward for winning promotion to the English Football League, sources have told ESPN pic.twitter.com/NH5l1Atfco— ESPN FC (@ESPNFC) May 1, 2023 ESPN greinir frá því að eigendurnir ætli að bjóða leikmönnum til Vegas til að fagna sigrinum almennilega. Þeir leikmenn sem verða áfram á mála hjá félaginu munu svo halda til Bandaríkjanna í aðdraganda næsta tímabils þar sem liðið mun hefja undirbúning sinn fyrir D-deildina með leikjum gegn liðum á borð við Los Angeles Galaxy og Manchester United.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Hollywood-stjörnurnar vonast til að Bale dusti rykið af takkaskónum Ryan Reynolds og Rob McElhenney, eigendur knattspyrnuliðsins Wrexham, vonast til að Gareth Bale endurhugsi ákvörðun sína um að hætta í knattspyrnu og taki slaginn með liðinu í D-deildinni á Englandi næsta haust. 26. apríl 2023 19:31 Tróð sér inn á blaðamannafund eftir frækinn sigur og heimtaði treyjur leikmanna Wrexham, eitt frægasta fótboltalið veraldar um þessar mundir, fór upp um deild um liðna helgi. Er liðið loks komið upp í ensku D-deildina og er það að mestu Hollywood-eigendum liðsins að þakka. Virðast þeir komast upp með hvað sem er í Wrexham en annar þeirra mætti á blaðamannafund að leik loknum og heimtaði treyjur tveggja leikmanna liðsins. 24. apríl 2023 10:31 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Sjá meira
Hollywood-stjörnurnar vonast til að Bale dusti rykið af takkaskónum Ryan Reynolds og Rob McElhenney, eigendur knattspyrnuliðsins Wrexham, vonast til að Gareth Bale endurhugsi ákvörðun sína um að hætta í knattspyrnu og taki slaginn með liðinu í D-deildinni á Englandi næsta haust. 26. apríl 2023 19:31
Tróð sér inn á blaðamannafund eftir frækinn sigur og heimtaði treyjur leikmanna Wrexham, eitt frægasta fótboltalið veraldar um þessar mundir, fór upp um deild um liðna helgi. Er liðið loks komið upp í ensku D-deildina og er það að mestu Hollywood-eigendum liðsins að þakka. Virðast þeir komast upp með hvað sem er í Wrexham en annar þeirra mætti á blaðamannafund að leik loknum og heimtaði treyjur tveggja leikmanna liðsins. 24. apríl 2023 10:31