Jóhann Kristinn: Frumsýning á heimavelli sem fór hrikalega úrskeiðis Árni Gísli Magnússon skrifar 1. maí 2023 19:00 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. Vísir/Vilhelm Keflavík vann 1-2 útisigur á Þór/KA í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í dag. Keflvíkingar komust yfir í fyrri hálfleik en heimakonur jöfnuðu á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Sigurmark leiksins kom svo á 56. mínútu. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var ekki sáttur við leik síns liðs í dag og kom því bersýnilega á framfæri. „Bara algjör hauskúpuleikur hjá okkur. Liðið var bara mjög ólíkt sjálfu sér og ég er rosalega svekktur út í úrslitin og sjálfan mig eftir þennan leik.” Þór/KA jafnaði leikinn strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks en eftir það gekk lítið upp. „Ég var að vonast til þess að við næðum að snúa þessu við fyrst við náðum því ekki í fyrri hálfleik að komast inn í leikinn og ég var að vona að þetta myndi kveikna í seinni og það gerði það í smá stund en bara allt hrós á Keflvavík, [Jonathan] Glenn og hans teymi, þau gerðu þetta mjög vel og eiga sigurinn skilið eftir þennan leik. Til hamingju.” Þór/KA var meira með boltann í leiknum en náði ekki að skapa sér nægilega mikið. „Ég held að Glenn sé nú ekki sammála því að þær hafi setið mikið til baka, línan fór nú svolítið hátt hjá þeim, en við vorum klaufar í þessum leik, við brugðumst ekki við og ákvarðanatökur voru ekki nógu góðar og þetta var bara frumsýning á heimavelli sem fór hrikalega úrskeiðis.” „Hugarfar, stress og ástand leikmanna hugarfarslegt var ekki nógu gott og þar verð ég að bera ábyrgð því að þetta er sérstaklega slæmt fyrir framan fullt af fólki sem kom og studdi stelpurnar og þess vegna líður okkur extra illa, ekki bara með að tapa stigum heldur bara hreinlega að hafa brugðist fólkinu á frumsýningu.” Karen María Sigurgeirsdóttir átti að vera í byrjunarliðinu en þurfti að draga sig út stuttu fyrir leik vegna meiðsla. Þá fékk Ísfold Marý Sigtryggsdóttir höfuðhögg undir lok fyrri hálfleiks og fór af velli í hálfleik. Hvernig er staðan á þeim? „Karen var bara við það að togna í læri og eftir að við vorum búin að prófa allt og reyna allt sem við gátum var það ekki áhættunnar virði að láta hana byrja leikinn og það hefði getað farið mjög illa. Ísfold fékk mikið og þungt högg á gagnaugað eða kinnbeinið og bólgnaði illa og er með einkenni sem ollu því að ekki var talið öruggt að halda áfram þannig hún þurfti að hætta. Ég veit ekki alveg stöðuna en ég vona bara að hún verði klár í næsta leik.” Þór/KA sækir ÍBV heim til Eyja í næsta leik. „Við getum alveg verið svekkt og súr núna og eigum að vera það, enginn er ánægður með þetta, við ætluðum ekkert að tapa á heimavelli og það ætlar aldrei neinn að tapa en það þýðir ekkert að taka sér of langan tíma í þetta. Það þarf að rífa sig á lappir og við vorum slegin duglega í gólfið. Nú er það okkar að drattast á fætur og gera þetta almennilega, það er ekkert annað í boði”, sagði Jóhann að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Keflvíkingar komust yfir í fyrri hálfleik en heimakonur jöfnuðu á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Sigurmark leiksins kom svo á 56. mínútu. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var ekki sáttur við leik síns liðs í dag og kom því bersýnilega á framfæri. „Bara algjör hauskúpuleikur hjá okkur. Liðið var bara mjög ólíkt sjálfu sér og ég er rosalega svekktur út í úrslitin og sjálfan mig eftir þennan leik.” Þór/KA jafnaði leikinn strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks en eftir það gekk lítið upp. „Ég var að vonast til þess að við næðum að snúa þessu við fyrst við náðum því ekki í fyrri hálfleik að komast inn í leikinn og ég var að vona að þetta myndi kveikna í seinni og það gerði það í smá stund en bara allt hrós á Keflvavík, [Jonathan] Glenn og hans teymi, þau gerðu þetta mjög vel og eiga sigurinn skilið eftir þennan leik. Til hamingju.” Þór/KA var meira með boltann í leiknum en náði ekki að skapa sér nægilega mikið. „Ég held að Glenn sé nú ekki sammála því að þær hafi setið mikið til baka, línan fór nú svolítið hátt hjá þeim, en við vorum klaufar í þessum leik, við brugðumst ekki við og ákvarðanatökur voru ekki nógu góðar og þetta var bara frumsýning á heimavelli sem fór hrikalega úrskeiðis.” „Hugarfar, stress og ástand leikmanna hugarfarslegt var ekki nógu gott og þar verð ég að bera ábyrgð því að þetta er sérstaklega slæmt fyrir framan fullt af fólki sem kom og studdi stelpurnar og þess vegna líður okkur extra illa, ekki bara með að tapa stigum heldur bara hreinlega að hafa brugðist fólkinu á frumsýningu.” Karen María Sigurgeirsdóttir átti að vera í byrjunarliðinu en þurfti að draga sig út stuttu fyrir leik vegna meiðsla. Þá fékk Ísfold Marý Sigtryggsdóttir höfuðhögg undir lok fyrri hálfleiks og fór af velli í hálfleik. Hvernig er staðan á þeim? „Karen var bara við það að togna í læri og eftir að við vorum búin að prófa allt og reyna allt sem við gátum var það ekki áhættunnar virði að láta hana byrja leikinn og það hefði getað farið mjög illa. Ísfold fékk mikið og þungt högg á gagnaugað eða kinnbeinið og bólgnaði illa og er með einkenni sem ollu því að ekki var talið öruggt að halda áfram þannig hún þurfti að hætta. Ég veit ekki alveg stöðuna en ég vona bara að hún verði klár í næsta leik.” Þór/KA sækir ÍBV heim til Eyja í næsta leik. „Við getum alveg verið svekkt og súr núna og eigum að vera það, enginn er ánægður með þetta, við ætluðum ekkert að tapa á heimavelli og það ætlar aldrei neinn að tapa en það þýðir ekkert að taka sér of langan tíma í þetta. Það þarf að rífa sig á lappir og við vorum slegin duglega í gólfið. Nú er það okkar að drattast á fætur og gera þetta almennilega, það er ekkert annað í boði”, sagði Jóhann að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira