Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Valur 1-6 | Valsmenn gengu frá Árbæingum í fyrri hálfleik Jón Már Ferro skrifar 3. maí 2023 22:10 Fylkir tekur á móti Val á Würth vellinum í kvöld. vísir/Hulda margrét Valur vann 6-1 stórsigur á Fylki þegar liðin mættust í Árbænum í kvöld. Valsmenn gengu frá leiknum strax í fyrri hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu. Valsmenn voru komnir í 4-0 strax að loknum fyrri hálfleik og úrslitin þá ráðin. Fylkismenn minnkuðu muninn snemma í síðari hálfleik en gestirnir bættu við tveimur mörkum eftir það, lokatölur 6-1 og fjórði sigur Vals á tímabilinu staðreynd. Snemma leiks var ljóst hvort liðið væri að fara ráða ferðinni. Valur komst hvað eftir annað í góð færi en fyrsta markið kom á 19. mínútu þegar Adam Ægir Pálsson tók boltann í fyrstu snertingu eftir frábæra fyrirgjöf Sigurðar Egils. Nokkrum mínútum fyrir markið fór Ásgeir Eyþórsson meiddur af velli en hann er gríðarlega mikilvægur varnarlega. Sérstaklega þegar fyrirgjafir andstæðingsins koma inn á teiginn. Örfáum mínútum síðar bætti Andri Rúnar Bjarnason við öðru marki Vals og aftur var boltinn sendur inn á teiginn. Nú gaf Adam Pálsson langan bolta af hægri kanti á Andra sem kláraði færið sitt listilega. Yfirburðir Vals héldu áfram og Fylkir vissi ekki sitt rjúkandi ráð enda vantaði þeirra helsta leiðtoga í vörnina. Unnar Steinn Ingvarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Flest sjálfsmörk eru neyðarleg en í þessu tilviki var líkt og Unnar væri að reyna skora í eigið mark. Lúkas Logi gaf fyrirgjöf með jörðinni inn á vítateiginn en Unnar misreiknaði sig heldur betur með fyrr nefndum afleiðingum. Þegar þarna var komið við sögu var ljóst hvoru meginn sigurinn myndi enda. Aron Jóhannson bætti fjórða markinu rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins þegar hann afgreiddi boltann fallega á lofti í þaknetið eftir fyrirgjöf Sigurðar Egils. Benedikt Daríus verður seint sakaður um að leggja sig ekki fram fyrir Fylki. Hann skoraði snemma í síðari hálfleik þegar hann stal boltanum af Birki Heimisyni, sem var aftasti maður. Birkir tók þunga snertingu og missti boltann til Benedikts sem gerði engin misstök þegar hann renndi boltanum framhjá Frederik Schram, markmanni Vals. Sigurður Egill jók forystu Vals aftur í fjögur mörk. Nú skoraði hann sjálfur en enginn annar en Birkir Már Sævarsson gaf fallega sendingu inn á teiginn af hægri kantinum. Sigurður tók boltann í fyrstu snertingu á lofti fram hjá Ólafi Kristófer í marki Fylkis. Hlynur Freyr Karlsson skoraði sjöunda mark leiksins með skalla þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Markið var tákngrænt fyrir leikinn því Hlynur var einn og óvaldaður inni á miðjum teig Fylkis. Af hverju vann Valur? Valur sýndi gæði sín sóknarlega og hefði getað skorað fleiri mörk. Varnarleikur Fylkis hefði þurft að vera töluvert betri til að þeir ættu teljandi möguleika í kvöld. Ásgeir Eyþórsson fór út af meiddur snemma leiks og það reyndist heimamönnum allt of dýrt. Hverjir stóðu upp úr? Sigurður Egill Lárusson spilaði í vinstri bakverðinum en minnti frekar á sóknarmann. Hann skoraði eitt og lagði upp tvö mörk og kórónaði fullkominn leik sinn. Adam Ægir Pálsson leggur allt sitt af mörkum til Hlíðarendapilta. Hann skoraði eitt og lagði upp annað. Byrjun hans á mótinu hefur verið frábær og allt útlit fyrir að það haldi áfram. Sóknarlega voru nokkrir aðrir leikmenn flottir. Andri Rúnar Bjarnason var einn þeirra en honum tókst að skora laglegt mark. Einnig var Andri duglegur að fá boltann í fætur og halda boltanum vel til að koma leikmönnum Vals ofar á völlinn. Kristinn Freyr Sigurðsson var líflegur á miðjunni. Var duglegur að dreifa boltanum á milli manna og stjórnaði taktinum ásamt Aroni Jóhannssyni sem skoraði fallegt mark. Hvað gekk illa? Fylki gekk illa varnarlega í kvöld. Valur átti auðvelt með að skora, sérstaklega í fyrri hálfleik. Eftir þennan leik sést bersýnilega hve mikilvægur Ásgeir Eyþórsson er fyrir varnarleik Fylkis. Hann er algjör lykilmaður í hjarta varnarinnar en hann fór út af velli á 16. mínútu. Hann virtist hafa fengið tak aftan í læri. Vonandi verður hann ekki lengi frá því annars getur farið virkilega illa fyrir nýliðunum. Hvað gerist næst? Fylkir fær Breiðablik í heimsókn mánudaginn 8. maí klukkan 20:15. Valur fær KR í heimsókn sunnudaginn 7. maí klukkan 19:15. „Þurftum að púsla þessu saman“ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, sagði að eftir byrjunina á leiknum hafi Valur verið betri aðilinn. „Við mættum betra liði sem voru betri á öllum vígstöðum. Mér fannst við byrja leikinn ágætlega fyrstu tuttugu mínúturnar og vorum fínir. Við fengum tvö eða þrjú ágætis færi en var refsað í kjölfarið. Valsmenn fengu fjórar fyrirgjafir í fyrri hálfleik og skoruðu fjögur mörk,“ sagði Rúnar. Meiðsli varnarmanna Fylkis reyndust þeim dýr í kvöld svo ekki sé fastara að orði kveðið. Orri Sveinn Stefánsson meiddist á æfingu daginn fyrir leik. Ásgeir Eyþórsson er lykilmaður í vörninni en hann fór snemma meiddur af velli. Arnór Gauti Jónsson og Elís Rafn Björnsson mynduðu óreynt miðvarðarpar í kjölfar meiðsla Ásgeirs. „Orri var ekki með í dag og Geiri sem var góður í vörninni í fyrra og núna í byrjun móts. Þeir eru báðir frá þannig við þurftum að púsla þessu saman. Elís kemur inn í fyrsta skipti í hafsentinn með Gauta sem er líka nýr þar. Þeir voru að reyna sitt besta en það gekk ekki,“ sagði Rúnar. Ef Rúnar fengi að spila leikinn aftur er ekki spurning hverju hann myndi breyta. „Einbeitt okkur að því að vera sterkari í vítateignum varnarlega. Það er ekkert flóknara en það. Þeir skora nánast úr öllum færunum sem þeir fá. Þeir gerðu það vel,“ sagði Rúnar. „Vonandi styttist í ákveðna leikmenn“ „Bragurinn á leiknum í fyrri hálfleik var mjög góður en við ætluðum að reyna koma betur út í seinni hálfleikinn. Við gerðum breytingar til að hvíla menn. Það var klaufalegt að fá markið á sig. Það hleypti lífi í Fylki. Við vorum ekki að halda nógu vel í boltann en náðum samt að skora tvö góð mörk,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals.“ Valur mætir KR í næsta leik en mikil saga er á milli félagana. „Á milli þessara liða liggur mikið undir og menn þurfa að vera klárir í þann slag,“ sagði Arnar. Elfar Freyr Helgason fór út af í hálfleik en hann hefur glímt við meiðsli undanfarin ár. Hólmar Örn Eyjólfsson er meiddur á nára og óvíst er hvenær hann kemur til baka. Þessir tveir mynda sterkasta miðvarðarpar Vals. „Mér fannst við sýna þau gæði sem við höfum upp á að bjóða og það er jákvætt. Vonandi styttist í ákveðna leikmenn. Við erum í smá veseni í vörninni. Elli fór meiddur af velli og ég veit ekki með Birki. Við erum ekki með breiðasta hóp í heimi,“ sagðir Arnar. Besta deild karla Fylkir Valur
Valur vann 6-1 stórsigur á Fylki þegar liðin mættust í Árbænum í kvöld. Valsmenn gengu frá leiknum strax í fyrri hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu. Valsmenn voru komnir í 4-0 strax að loknum fyrri hálfleik og úrslitin þá ráðin. Fylkismenn minnkuðu muninn snemma í síðari hálfleik en gestirnir bættu við tveimur mörkum eftir það, lokatölur 6-1 og fjórði sigur Vals á tímabilinu staðreynd. Snemma leiks var ljóst hvort liðið væri að fara ráða ferðinni. Valur komst hvað eftir annað í góð færi en fyrsta markið kom á 19. mínútu þegar Adam Ægir Pálsson tók boltann í fyrstu snertingu eftir frábæra fyrirgjöf Sigurðar Egils. Nokkrum mínútum fyrir markið fór Ásgeir Eyþórsson meiddur af velli en hann er gríðarlega mikilvægur varnarlega. Sérstaklega þegar fyrirgjafir andstæðingsins koma inn á teiginn. Örfáum mínútum síðar bætti Andri Rúnar Bjarnason við öðru marki Vals og aftur var boltinn sendur inn á teiginn. Nú gaf Adam Pálsson langan bolta af hægri kanti á Andra sem kláraði færið sitt listilega. Yfirburðir Vals héldu áfram og Fylkir vissi ekki sitt rjúkandi ráð enda vantaði þeirra helsta leiðtoga í vörnina. Unnar Steinn Ingvarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Flest sjálfsmörk eru neyðarleg en í þessu tilviki var líkt og Unnar væri að reyna skora í eigið mark. Lúkas Logi gaf fyrirgjöf með jörðinni inn á vítateiginn en Unnar misreiknaði sig heldur betur með fyrr nefndum afleiðingum. Þegar þarna var komið við sögu var ljóst hvoru meginn sigurinn myndi enda. Aron Jóhannson bætti fjórða markinu rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins þegar hann afgreiddi boltann fallega á lofti í þaknetið eftir fyrirgjöf Sigurðar Egils. Benedikt Daríus verður seint sakaður um að leggja sig ekki fram fyrir Fylki. Hann skoraði snemma í síðari hálfleik þegar hann stal boltanum af Birki Heimisyni, sem var aftasti maður. Birkir tók þunga snertingu og missti boltann til Benedikts sem gerði engin misstök þegar hann renndi boltanum framhjá Frederik Schram, markmanni Vals. Sigurður Egill jók forystu Vals aftur í fjögur mörk. Nú skoraði hann sjálfur en enginn annar en Birkir Már Sævarsson gaf fallega sendingu inn á teiginn af hægri kantinum. Sigurður tók boltann í fyrstu snertingu á lofti fram hjá Ólafi Kristófer í marki Fylkis. Hlynur Freyr Karlsson skoraði sjöunda mark leiksins með skalla þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Markið var tákngrænt fyrir leikinn því Hlynur var einn og óvaldaður inni á miðjum teig Fylkis. Af hverju vann Valur? Valur sýndi gæði sín sóknarlega og hefði getað skorað fleiri mörk. Varnarleikur Fylkis hefði þurft að vera töluvert betri til að þeir ættu teljandi möguleika í kvöld. Ásgeir Eyþórsson fór út af meiddur snemma leiks og það reyndist heimamönnum allt of dýrt. Hverjir stóðu upp úr? Sigurður Egill Lárusson spilaði í vinstri bakverðinum en minnti frekar á sóknarmann. Hann skoraði eitt og lagði upp tvö mörk og kórónaði fullkominn leik sinn. Adam Ægir Pálsson leggur allt sitt af mörkum til Hlíðarendapilta. Hann skoraði eitt og lagði upp annað. Byrjun hans á mótinu hefur verið frábær og allt útlit fyrir að það haldi áfram. Sóknarlega voru nokkrir aðrir leikmenn flottir. Andri Rúnar Bjarnason var einn þeirra en honum tókst að skora laglegt mark. Einnig var Andri duglegur að fá boltann í fætur og halda boltanum vel til að koma leikmönnum Vals ofar á völlinn. Kristinn Freyr Sigurðsson var líflegur á miðjunni. Var duglegur að dreifa boltanum á milli manna og stjórnaði taktinum ásamt Aroni Jóhannssyni sem skoraði fallegt mark. Hvað gekk illa? Fylki gekk illa varnarlega í kvöld. Valur átti auðvelt með að skora, sérstaklega í fyrri hálfleik. Eftir þennan leik sést bersýnilega hve mikilvægur Ásgeir Eyþórsson er fyrir varnarleik Fylkis. Hann er algjör lykilmaður í hjarta varnarinnar en hann fór út af velli á 16. mínútu. Hann virtist hafa fengið tak aftan í læri. Vonandi verður hann ekki lengi frá því annars getur farið virkilega illa fyrir nýliðunum. Hvað gerist næst? Fylkir fær Breiðablik í heimsókn mánudaginn 8. maí klukkan 20:15. Valur fær KR í heimsókn sunnudaginn 7. maí klukkan 19:15. „Þurftum að púsla þessu saman“ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, sagði að eftir byrjunina á leiknum hafi Valur verið betri aðilinn. „Við mættum betra liði sem voru betri á öllum vígstöðum. Mér fannst við byrja leikinn ágætlega fyrstu tuttugu mínúturnar og vorum fínir. Við fengum tvö eða þrjú ágætis færi en var refsað í kjölfarið. Valsmenn fengu fjórar fyrirgjafir í fyrri hálfleik og skoruðu fjögur mörk,“ sagði Rúnar. Meiðsli varnarmanna Fylkis reyndust þeim dýr í kvöld svo ekki sé fastara að orði kveðið. Orri Sveinn Stefánsson meiddist á æfingu daginn fyrir leik. Ásgeir Eyþórsson er lykilmaður í vörninni en hann fór snemma meiddur af velli. Arnór Gauti Jónsson og Elís Rafn Björnsson mynduðu óreynt miðvarðarpar í kjölfar meiðsla Ásgeirs. „Orri var ekki með í dag og Geiri sem var góður í vörninni í fyrra og núna í byrjun móts. Þeir eru báðir frá þannig við þurftum að púsla þessu saman. Elís kemur inn í fyrsta skipti í hafsentinn með Gauta sem er líka nýr þar. Þeir voru að reyna sitt besta en það gekk ekki,“ sagði Rúnar. Ef Rúnar fengi að spila leikinn aftur er ekki spurning hverju hann myndi breyta. „Einbeitt okkur að því að vera sterkari í vítateignum varnarlega. Það er ekkert flóknara en það. Þeir skora nánast úr öllum færunum sem þeir fá. Þeir gerðu það vel,“ sagði Rúnar. „Vonandi styttist í ákveðna leikmenn“ „Bragurinn á leiknum í fyrri hálfleik var mjög góður en við ætluðum að reyna koma betur út í seinni hálfleikinn. Við gerðum breytingar til að hvíla menn. Það var klaufalegt að fá markið á sig. Það hleypti lífi í Fylki. Við vorum ekki að halda nógu vel í boltann en náðum samt að skora tvö góð mörk,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals.“ Valur mætir KR í næsta leik en mikil saga er á milli félagana. „Á milli þessara liða liggur mikið undir og menn þurfa að vera klárir í þann slag,“ sagði Arnar. Elfar Freyr Helgason fór út af í hálfleik en hann hefur glímt við meiðsli undanfarin ár. Hólmar Örn Eyjólfsson er meiddur á nára og óvíst er hvenær hann kemur til baka. Þessir tveir mynda sterkasta miðvarðarpar Vals. „Mér fannst við sýna þau gæði sem við höfum upp á að bjóða og það er jákvætt. Vonandi styttist í ákveðna leikmenn. Við erum í smá veseni í vörninni. Elli fór meiddur af velli og ég veit ekki með Birki. Við erum ekki með breiðasta hóp í heimi,“ sagðir Arnar.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti