Telur ungmenni nota ensku til að draga upp ákveðna mynd af sér Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. maí 2023 12:56 Helga segir að drengirnir hafi notað þau ensku orð sem tengjast leiknum þeirra beint. Í tilviki 15 ára drengjanna var um að ræða Grand Theft Auto. Getty/Cate Gillon Rannsóknardósent hjá Árnastofnun segir notkun ensku í unglingamáli ekki einskorðast við Ísland heldur sé hún snar þáttur í unglingamáli- og menningu víða um heim. Málþingið Enska í íslensku samfélagi fer fram í Þjóðminjasafninu í dag. Á meðal framsögumanna er Helga Hilmisdóttir rannsóknardósent hjá Árnastofnun en hún mun segja frá rannsókn sem hún gerði á orðræðu annars vegar 15 ára drengja í tölvuleiknum Grand Theft Auto og hins vegar orðræðu 25 ára kvenna í hlaðvarpsþætti. „Strákarnir eru svolítið að tína orð úr leiknum því leikurinn sem þeir eru í er allur á ensku þannig að orðaforðinn snýst mikið um þennan leik. Þeir eru til dæmis að velja föt á kallinn sinn í leiknum þá tala þeir um að kaupa sér „turtleneck" í staðinn fyrir að tala um að kaupa rúllukragabol,“ útskýrir Helga. Algengt var að ungu konurnar í hlaðvarpsþættinum notuðu ensku til að lýsa tilfinningum eða hughrifum. „Þær eru að nota orð eins og "creepy" "crazy" og "gorgeous" og þessi orð bera þær oft fram með amerískum hreim og þessi orð eru kannski notuð meira til þess að sýna einhvers konar viðhorf eða tilfinningar frekar en að vísa í einhver fyrirbæri eða hugmyndir.“ Þá var einnig mikið um hnyttin tilsvör á ensku. „Eins og „haven't we all“, „say no more“ og „those men.“ Þetta eru stöðluð tilsvör sem maður heyrir oft í sjónvarpsþáttum og efni á ensku.“ Helga segir að ungu konurnar noti ensku til að gefa ákveðna mynd af sér; þær séu heimsborgarar og með á nótunum í alþjóðlegum dægurheimi. „Notkun ensku er snar þáttur í unglingamáli víða um lönd, ekki bara íslensku. Þetta er náttúrulega hluti af ákveðinni menningu og ákveðnu tímabili í lífinu. Þá talar fólk það sem hefur verið kallað unglingamál og það einkennist meðal annars af mikilli notkun ensku og notkun á orðræðuögnum á borð við „hérna“ og „þúst“. Helga telur að notkun enskunnar geti líka verið ákveðið stílbragð. „Þannig að þetta er ekki þannig að þau séu einhvers konar fórnarlömb í þessu, heldur er þetta þeirra val að nota ensku orðin þegar þau eru að tala. Þau eru að reyna að sýna ákveðna mynd af sér með því að velja að nota enskuna.“ segir Helga. Íslensk tunga Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ráðherranefnd um íslenska tungu sett á laggirnar Ráðherranefnd um íslenska tungu hefur verið skipuð samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðherra greinir frá skipun nefndarinnar í ávarpi sínu á málþinginu Íslenskan er okkar allra sem haldið er í tilefni af viku íslenskrar tungu. 14. nóvember 2022 09:57 Mikilvægt að huga að íslensku í auglýsingum Á árunum 1993 til 2005 hafa 35 mál verið tekin fyrir hjá neytendastofu vegna tungumáls í auglýsingum sem beint er til íslenskra neytenda. Samkvæmt lögum skulu þesskonar auglýsingar vera á íslensku. Eitt slíkt mál er nú til skoðunar hjá neytendastofu en aðeins hafa átta mál verið tekin fyrir síðan 2005. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir beitingu laga mikilvæga í þessum efnum. 16. október 2022 14:23 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Málþingið Enska í íslensku samfélagi fer fram í Þjóðminjasafninu í dag. Á meðal framsögumanna er Helga Hilmisdóttir rannsóknardósent hjá Árnastofnun en hún mun segja frá rannsókn sem hún gerði á orðræðu annars vegar 15 ára drengja í tölvuleiknum Grand Theft Auto og hins vegar orðræðu 25 ára kvenna í hlaðvarpsþætti. „Strákarnir eru svolítið að tína orð úr leiknum því leikurinn sem þeir eru í er allur á ensku þannig að orðaforðinn snýst mikið um þennan leik. Þeir eru til dæmis að velja föt á kallinn sinn í leiknum þá tala þeir um að kaupa sér „turtleneck" í staðinn fyrir að tala um að kaupa rúllukragabol,“ útskýrir Helga. Algengt var að ungu konurnar í hlaðvarpsþættinum notuðu ensku til að lýsa tilfinningum eða hughrifum. „Þær eru að nota orð eins og "creepy" "crazy" og "gorgeous" og þessi orð bera þær oft fram með amerískum hreim og þessi orð eru kannski notuð meira til þess að sýna einhvers konar viðhorf eða tilfinningar frekar en að vísa í einhver fyrirbæri eða hugmyndir.“ Þá var einnig mikið um hnyttin tilsvör á ensku. „Eins og „haven't we all“, „say no more“ og „those men.“ Þetta eru stöðluð tilsvör sem maður heyrir oft í sjónvarpsþáttum og efni á ensku.“ Helga segir að ungu konurnar noti ensku til að gefa ákveðna mynd af sér; þær séu heimsborgarar og með á nótunum í alþjóðlegum dægurheimi. „Notkun ensku er snar þáttur í unglingamáli víða um lönd, ekki bara íslensku. Þetta er náttúrulega hluti af ákveðinni menningu og ákveðnu tímabili í lífinu. Þá talar fólk það sem hefur verið kallað unglingamál og það einkennist meðal annars af mikilli notkun ensku og notkun á orðræðuögnum á borð við „hérna“ og „þúst“. Helga telur að notkun enskunnar geti líka verið ákveðið stílbragð. „Þannig að þetta er ekki þannig að þau séu einhvers konar fórnarlömb í þessu, heldur er þetta þeirra val að nota ensku orðin þegar þau eru að tala. Þau eru að reyna að sýna ákveðna mynd af sér með því að velja að nota enskuna.“ segir Helga.
Íslensk tunga Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ráðherranefnd um íslenska tungu sett á laggirnar Ráðherranefnd um íslenska tungu hefur verið skipuð samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðherra greinir frá skipun nefndarinnar í ávarpi sínu á málþinginu Íslenskan er okkar allra sem haldið er í tilefni af viku íslenskrar tungu. 14. nóvember 2022 09:57 Mikilvægt að huga að íslensku í auglýsingum Á árunum 1993 til 2005 hafa 35 mál verið tekin fyrir hjá neytendastofu vegna tungumáls í auglýsingum sem beint er til íslenskra neytenda. Samkvæmt lögum skulu þesskonar auglýsingar vera á íslensku. Eitt slíkt mál er nú til skoðunar hjá neytendastofu en aðeins hafa átta mál verið tekin fyrir síðan 2005. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir beitingu laga mikilvæga í þessum efnum. 16. október 2022 14:23 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Ráðherranefnd um íslenska tungu sett á laggirnar Ráðherranefnd um íslenska tungu hefur verið skipuð samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðherra greinir frá skipun nefndarinnar í ávarpi sínu á málþinginu Íslenskan er okkar allra sem haldið er í tilefni af viku íslenskrar tungu. 14. nóvember 2022 09:57
Mikilvægt að huga að íslensku í auglýsingum Á árunum 1993 til 2005 hafa 35 mál verið tekin fyrir hjá neytendastofu vegna tungumáls í auglýsingum sem beint er til íslenskra neytenda. Samkvæmt lögum skulu þesskonar auglýsingar vera á íslensku. Eitt slíkt mál er nú til skoðunar hjá neytendastofu en aðeins hafa átta mál verið tekin fyrir síðan 2005. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir beitingu laga mikilvæga í þessum efnum. 16. október 2022 14:23