Víkingar komust alla leið upp í fjórða sætið á sögulegum lista Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2023 13:01 Varnarveggur Víkinga hefur verið öflugur það sem af er í sumar. Vísir/Hulda Margrét Víkingar héldu marki sínu hreinu fram í seinni hálfleik á sínum fimmta leik í Bestu deild karla í fótbolta í ár og því hafa ekki mörg félög náð í sögu efstu deildar karla. Víkingsliðið fékk loksins á sig mark í 4-1 sigri á Keflavík í gær en þá var Ingvar Jónsson búinn að halda marki sínu hreinu fyrstu 425 mínútur tímabilsins. Sá sem braut ísinn var Keflvíkingurinn Marley Blair á 65. mínútu leiksins með skoti sem Ingvar hefði kannski átt að verja. Víkingar kvörtuðu þó ekki mikið yfir því enda liðið sem fullt hús á toppi Bestu deildar karla með markatöluna 12-1. Það eru aðeins þrjú lið sem hafa haldið marki sínu lengur hreinu í upphafi leiktíðar. Metið er í eigu Framara frá árinu 1990 en markvörður liðsins var Birkir Kristinsson. Framliðið hélt þá hreinu fram í seinni hálfleik á sjötta leik eða alls í 518 mínútur. Framarar urðu Íslandsmeistarar það sumar. Í öðru sæti er annað Framlið eða lið þeirra frá árinu 1980. Markvörður þess liðs var Guðmundur Baldursson. Fram náði ekki að verða meistari þetta sumar en liðið endaði í 2. sæti deildarinnar. Í þriðja sætinu eru síðan Valsmenn frá sumrinu 1989 en markvörður liðsins var Bjarni Sigurðsson. Valsmenn náðu ekki að fylgja þessu nógu vel eftir og enduðu bara í fimmta sæti deildarinnar um haustið. Lengst haldið hreinu í upphafi móts í efstu deild: 518 mínútur - Fram 1990 470 mínútur - Fram 1980 446 mínútur - Valur 1989 425 mínútur - Víkingur 2023 396 mínútur - ÍA 1981 318 mínútur - Valur 1991 314 mínútur - Keflavík 1979 302 mínútur - Fram 1988 Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Sjá meira
Víkingsliðið fékk loksins á sig mark í 4-1 sigri á Keflavík í gær en þá var Ingvar Jónsson búinn að halda marki sínu hreinu fyrstu 425 mínútur tímabilsins. Sá sem braut ísinn var Keflvíkingurinn Marley Blair á 65. mínútu leiksins með skoti sem Ingvar hefði kannski átt að verja. Víkingar kvörtuðu þó ekki mikið yfir því enda liðið sem fullt hús á toppi Bestu deildar karla með markatöluna 12-1. Það eru aðeins þrjú lið sem hafa haldið marki sínu lengur hreinu í upphafi leiktíðar. Metið er í eigu Framara frá árinu 1990 en markvörður liðsins var Birkir Kristinsson. Framliðið hélt þá hreinu fram í seinni hálfleik á sjötta leik eða alls í 518 mínútur. Framarar urðu Íslandsmeistarar það sumar. Í öðru sæti er annað Framlið eða lið þeirra frá árinu 1980. Markvörður þess liðs var Guðmundur Baldursson. Fram náði ekki að verða meistari þetta sumar en liðið endaði í 2. sæti deildarinnar. Í þriðja sætinu eru síðan Valsmenn frá sumrinu 1989 en markvörður liðsins var Bjarni Sigurðsson. Valsmenn náðu ekki að fylgja þessu nógu vel eftir og enduðu bara í fimmta sæti deildarinnar um haustið. Lengst haldið hreinu í upphafi móts í efstu deild: 518 mínútur - Fram 1990 470 mínútur - Fram 1980 446 mínútur - Valur 1989 425 mínútur - Víkingur 2023 396 mínútur - ÍA 1981 318 mínútur - Valur 1991 314 mínútur - Keflavík 1979 302 mínútur - Fram 1988
Lengst haldið hreinu í upphafi móts í efstu deild: 518 mínútur - Fram 1990 470 mínútur - Fram 1980 446 mínútur - Valur 1989 425 mínútur - Víkingur 2023 396 mínútur - ÍA 1981 318 mínútur - Valur 1991 314 mínútur - Keflavík 1979 302 mínútur - Fram 1988
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Sjá meira