„Þetta voru hræðileg mistök“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. maí 2023 07:00 David De Gea gerði hræðileg mistök í marki West Ham. Vísir/Getty David De Gea gerði sig sekan um slæm mistök í sigurmarki West Ham gegn Manchester United í dag. Baráttan um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili opnaðist upp á gátt eftir úrslit helgarinnar. West Ham vann 1-0 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag en það var Said Benrahma sem skoraði sigurmark West Ham í fyrri hálfleik. Hann skaut að marki fyrir utan vítateig og David De Gea, markvörður United, missti boltann á einhvern ótrúlegan hátt framhjá sér og í netið. Úrslitin eru bagaleg fyrir United sem hefði getað lyft sér upp í þriðja sætið með sigri og í leiðinni stigið stórt skref í átt að sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Liðið er nú stigi á undan Liverpool með einn leik til góða. United á fjóra leiki eftir í deildinni en Liverpool þrjá. Newcastle er í þriðja sætinu, þremur stigum á undan Liverpool og á fjóra leiki eftir líkt og United. Hér sést Said Benrahma skjóta að marki en David De Gea náði ekki að verja fremur laust skot Benrahma.Vísir/Getty Eftir leik vildi Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, ekki skella skuldinni á spænska markvörðinn. „Mistök eru hluti af knattspyrnu og í þessu liði þarftu að takast á við þau og koma til baka vegna þess að þetta er liðsíþrótt,“ sagði Ten Hag í viðtali eftir leikinn. „Hann er sá markvörður sem heldur einna oftast hreinu og það gerum við líka sem lið. Þetta getur gerst, þetta er fótbolti en allir þurfa að taka ábyrgð.“ „Gerir stór mistök í stórum leikjum“ Samningur De Gea rennur út að tímabilinu loknu og hafa samningaviðræður um framleningu staðið yfir síðustu vikur og mánuði. Mistök eins og þau sem De Gea gerði í dag hjálpa honum varla á þeirri vegferð að sækja nýjan samning hjá United. „Spurningin er hvort hann sé nógu góður í fótunum til að spila eins og Erik Ten Hag vill,“ sagði Rio Ferdinand, fyrrum landsliðsmaður og leikmaður United, eftir leikinn í dag. „Hvað varðar það að verja skot þá gerði hann mistök í dag, en það er ekki það sem er málið. Er hann nógu góður knattspyrnumaður til að spila fyrir Manchester United?“ 4 - David de Gea has made four errors leading to a goal in all competitions this season, the joint-most of any Premier League player, along with Hugo Lloris. Howler. pic.twitter.com/nnDGryuhQP— OptaJoe (@OptaJoe) May 7, 2023 Peter Crouch var með Ferdinand í stúdíói BT Sport eftir leik. Hann sagði ekki hægt að fara í felur með það að mistök De Gea í dag hefðu verið hræðileg. „Ef hann er í samningaviðræður þá hjálpar það ekki að gera svona mistök. Hann hefur verið frábær markvörður á síðustu árum en í augnablikinu líður manni þannig að hann geri stór mistök í stórum leikjum. David De Gea klúðraði í dag, við getum ekki sykurhúðað það. Það er ekki hægt að réttlæta þetta á neinn hátt, þetta voru hræðileg mistök.“ Enski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sjá meira
West Ham vann 1-0 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag en það var Said Benrahma sem skoraði sigurmark West Ham í fyrri hálfleik. Hann skaut að marki fyrir utan vítateig og David De Gea, markvörður United, missti boltann á einhvern ótrúlegan hátt framhjá sér og í netið. Úrslitin eru bagaleg fyrir United sem hefði getað lyft sér upp í þriðja sætið með sigri og í leiðinni stigið stórt skref í átt að sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Liðið er nú stigi á undan Liverpool með einn leik til góða. United á fjóra leiki eftir í deildinni en Liverpool þrjá. Newcastle er í þriðja sætinu, þremur stigum á undan Liverpool og á fjóra leiki eftir líkt og United. Hér sést Said Benrahma skjóta að marki en David De Gea náði ekki að verja fremur laust skot Benrahma.Vísir/Getty Eftir leik vildi Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, ekki skella skuldinni á spænska markvörðinn. „Mistök eru hluti af knattspyrnu og í þessu liði þarftu að takast á við þau og koma til baka vegna þess að þetta er liðsíþrótt,“ sagði Ten Hag í viðtali eftir leikinn. „Hann er sá markvörður sem heldur einna oftast hreinu og það gerum við líka sem lið. Þetta getur gerst, þetta er fótbolti en allir þurfa að taka ábyrgð.“ „Gerir stór mistök í stórum leikjum“ Samningur De Gea rennur út að tímabilinu loknu og hafa samningaviðræður um framleningu staðið yfir síðustu vikur og mánuði. Mistök eins og þau sem De Gea gerði í dag hjálpa honum varla á þeirri vegferð að sækja nýjan samning hjá United. „Spurningin er hvort hann sé nógu góður í fótunum til að spila eins og Erik Ten Hag vill,“ sagði Rio Ferdinand, fyrrum landsliðsmaður og leikmaður United, eftir leikinn í dag. „Hvað varðar það að verja skot þá gerði hann mistök í dag, en það er ekki það sem er málið. Er hann nógu góður knattspyrnumaður til að spila fyrir Manchester United?“ 4 - David de Gea has made four errors leading to a goal in all competitions this season, the joint-most of any Premier League player, along with Hugo Lloris. Howler. pic.twitter.com/nnDGryuhQP— OptaJoe (@OptaJoe) May 7, 2023 Peter Crouch var með Ferdinand í stúdíói BT Sport eftir leik. Hann sagði ekki hægt að fara í felur með það að mistök De Gea í dag hefðu verið hræðileg. „Ef hann er í samningaviðræður þá hjálpar það ekki að gera svona mistök. Hann hefur verið frábær markvörður á síðustu árum en í augnablikinu líður manni þannig að hann geri stór mistök í stórum leikjum. David De Gea klúðraði í dag, við getum ekki sykurhúðað það. Það er ekki hægt að réttlæta þetta á neinn hátt, þetta voru hræðileg mistök.“
Enski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sjá meira