Tork gaur: „Það er eitthvað svona frískandi við að vera hérna inni“ Máni Snær Þorláksson skrifar 9. maí 2023 09:30 Tork gaurinn tekur fyrir Renault Megane e-tech í þætti dagsins. Vísir/James Einar Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í níunda þætti annarrar þáttaraðar er Renault Megane E-tech tekinn fyrir. James Einar Becker er stjórnandi þáttanna, Tork gaurinn sjálfur. Í upphafi þáttarins bendir hann á að í dag sé ekki hægt að kaupa Renault Megane með dísel- eða bensínvél. „Núna er hann eingöngu rafmagnaður,“ segir hann. Þegar rætt er um rafmagnsbíla er við því að búast að minnast á drægnina. Uppgefin drægni þessa bíls eru 470 kílómetrar. James segir þá drægni vera svipaða og við má búast af bíl af þessari stærð. James segir þennan bíl koma til með að keppa við bíla eins og Volkswagen ID.3 eða nýja Smart #1 bílinn. Hann segist þó ekki getað borið þá saman þar sem hann hefur ekki keyrt hina bílana. „Þannig ég get bara sagt ykkur hvernig þessi bíll er,“ segir hann. „Fyrir mitt leyti þá finnst mér þetta asskoti nettur bíll. Sterkasti sölupunktur þessa bíls að mínu mati er hérna inni í ökumannsklefanum. Það er eitthvað svona frískandi við að vera hérna inni.“ Hér fyrir neðan má sjá þáttinn í heild sinni. Klippa: Tork gaur - Renault Megane E-tech Tork gaur Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent
James Einar Becker er stjórnandi þáttanna, Tork gaurinn sjálfur. Í upphafi þáttarins bendir hann á að í dag sé ekki hægt að kaupa Renault Megane með dísel- eða bensínvél. „Núna er hann eingöngu rafmagnaður,“ segir hann. Þegar rætt er um rafmagnsbíla er við því að búast að minnast á drægnina. Uppgefin drægni þessa bíls eru 470 kílómetrar. James segir þá drægni vera svipaða og við má búast af bíl af þessari stærð. James segir þennan bíl koma til með að keppa við bíla eins og Volkswagen ID.3 eða nýja Smart #1 bílinn. Hann segist þó ekki getað borið þá saman þar sem hann hefur ekki keyrt hina bílana. „Þannig ég get bara sagt ykkur hvernig þessi bíll er,“ segir hann. „Fyrir mitt leyti þá finnst mér þetta asskoti nettur bíll. Sterkasti sölupunktur þessa bíls að mínu mati er hérna inni í ökumannsklefanum. Það er eitthvað svona frískandi við að vera hérna inni.“ Hér fyrir neðan má sjá þáttinn í heild sinni. Klippa: Tork gaur - Renault Megane E-tech
Tork gaur Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent