Hér má sjá viðtalið í heild sinni:
„Í fyrsta sinn sem ég notaði sjálfa mig í verkefni þá fann ég að það hentaði mér vel. Ef þú hefðir spurt mig fyrir fimm árum hvort ég myndi einhvern tíma vera fyrir framan myndavélina þá hefði ég svarað bara nei aldrei,“ segir hún kímin.
„Svo var ég allt í einu bara ein úti í skógi nakin, búin að mála brjóstin á mér bleik með einhverju glimmeri og að taka einhverjar myndir. Ég var á einhverju tjaldsvæði og svo allt í einu komu einhverjir þýskir túristar að,“ segir Berglind hlæjandi og bætir við: „Allt í einu er maður á einhverjum stað þar sem maður er bara já, ég er bara hér og ég er að gera þetta og það er bara allt í góðu.“
Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.