„Við smullum strax saman“ Íris Hauksdóttir skrifar 14. maí 2023 10:51 Vala Guðna og Garðar Thor voru ógleymanleg í hlutverkum sínum sem María og Tóný. aðsend Söngleikjaparið Vala Guðna og Garðar Thor Cortes hafa fyrir löngu gert garðinn frægan en þau slógu fyrst í gegn sem Tóný og María í Þjóðleikhúsinu. Nú, tæpum þrjátíu árum síðar taka þau aftur saman höndum með nýskipaðri söngleikjadeild innan Söngskólans í Reykjavík. „Það var löngu kominn tími á þetta,“ segir Valgerður Guðnadóttir, eða Vala eins og hún er alltaf kölluð. Þau Garðar Thór Cortes munu stýra saman nýrri söngleikjadeild í Söngskólanum í Reykjavík næstkomandi vetur en skólinn fagnar fimmtíu ára afmæli um þessar mundir. Leiðir þeirra Völu og Garðars lágu fyrst saman árið 1995 þegar þau léku Maríu og Tóný ógleymanlega í söngleiknum West Side Story, eða Saga úr Vesturbænum, sem settur var upp í Þjóðleikhúsinu. Vala og Garðar í hlutverkum sínum sem þau María og Tóný. Umfjöllun frá 12. mars 1995 í Morgunblaðinu. Vala var þá á nítjánda aldursári en Garðar nýskriðinn yfir tvítugt. Hann hafði gert garðinn frægan sem Nonni í sjónvarpsþáttunum Nonni og Manni en Vala hafði haslað sér völl innan sem utan veggja Verzlunarskólans. Vala og Garðar smullu strax vel saman og ríkti mikið traust á milli þeirra.aðsend „Við Garðar kynntumst í Söngskólanum. Ég var nýbyrjuð í náminu en hann hafði lokið fyrsta ári þegar við fengum hlutverkin í West Side Story. Við smullum strax saman, urðum góðir vinir og það ríkti mikið traust á milli okkar. Við sungum saman á ýmsum tónleikum og uppákomum meðan við vorum í Söngskólanum sem var skemmtilegt. Í síðari tíð höfum við líka unnið talsvert saman þó það hefði auðvitað mátt vera meira. Við tókum til að mynda þátt í Frostrósum um árabil, meðal annars í þrælskemmtilegri tónleikaferð um landið sem og á tónleikum Óperudrauganna,“ segir Vala og nefnir sömuleiðis söngleikinn Carmen negra og óperurnar Carmen og Töfraflautuna í uppsetningu Íslensku óperunnar. Vala sem Christine í Óperudraugnum.aðsend Bæði hafa líka sungið aðalhlutverk í Phantom of the Opera en ekki í sömu uppsetningum. „Það er langt síðan við höfum leitt saman hesta okkar svona tvö og það verður ekki bara ánægjulegt heldur líka langþráð að vinna saman við stofnun þessarar nýju deildar innan Söngskólans í Reykjavík.“ Garðar og Vala segjast ákaflega ánægð að sameina krafta sína á ný innan nýskipaðrar deildar Söngskólans.aðsend Spurður hvernig það hafi verið á sínum tíma að taka að sér aðalhlutverk á stóra sviði Þjóðleikhússins segir Garðar Thór það hafa verið draumi líkast. „Ég man eftir mömmu að skutla mér bakdyramegin í Þjóðleikhúsið og ég kallaði á hana rétt áður en ég gekk inn um dyrnar: „Það er ekkert betra en þetta.“ Það var nokkurn veginn þannig sem mér leið. Ég naut þess í botn að fá að túlka Tóný. Það er svo gaman að búa til persónur á sviðinu og fá að túlka tilfinningar þeirra í söng og leik – sönn forréttindi að fá að starfa við það.“ Að springa úr spenningi að fá að stíga á stóra sviðið „Þetta voru fyrstu stóru hlutverkin okkar beggja,“ bætir Vala við og heldur áfram. „Við vorum ung og óreynd, í fyrsta sinn í atvinnuleikhúsi. Garðar var auðvitað landsþekktur eftir Nonna og Manna – frægur út fyrir landsteinana og ég hafði vakið athygli í Verzló-söngleikjum og sjónvarpsleikriti. Það breytir því þó ekki að ég var að springa úr spenningi að fá að stíga á stóra sviðið í Þjóðleikhúsinu. Ég var bara barn þarna innan um alla reynsluboltana. Vala í hlutverki sínu í Óperudraugnum.aðsend Það að fá tækifæri til að leika og syngja stórt hlutverk var eitthvað sem mig hafði dreymt um frá því ég var lítil og bjó til leikrit sem ég sýndi með söng í stofunni heima. Mamma fór með mig í leikhús og óperur þegar tækifæri gafst svo það að standa sjálf á stóra sviðinu í fyrsta sinn er minning sem ég mun aldrei gleyma.“ Spurður hvort þau Vala hefðu strax náð að stilla strengi sína saman svarar Garðar ákaft játandi. „West Side Story var fyrsta verkefnið okkar saman en Carmen negra kom nokkrum árum síðar. Árið 1999 söng ég síðan sem Raúl í Phantom of the Opera á West End í London. Ég átti svo eftir að syngja hlutverk Óperudraugsins í framhaldssöngleiknum Love Never Dies í Þýskalandi, Frakklandi og Bandaríkjunum.“ Garðar í hlutverki sínu sem Óperudraugurinnaðsend Fékk símtal frá Andrew Lloyd Webber Það var Andrew Lloyd Webber sem hringdi sjálfur í Garðar og bauð honum hlutverkið. „Já, það er skemmtileg saga að segja frá því hvernig það kom til. Ég hafði verið að syngja á tónleikum til heiðurs Elaine Paige í Royal Albert Hall í London. Andrew Lloyd Webber var viðstaddur og furðaði sig á því að hafa ekki heyrt míns getið fyrr. Við Elaine Page áttum sama umboðsmann á þessum tíma. Sá var samferða Lloyd Webber í lyftu á leið í búningsherbergi Elaine Paige að loknum tónleikum til að færa henni blóm. Þá segir Webber við umboðsmanninn minn: „Við verðum að ná Garðari í Love Never Dies áður en Cameron [Mackintosh] nær honum í Vesalingana“. Ég var nokkurn veginn ráðinn þarna á staðnum en eftir gott símtal við hann sjálfan var þetta staðfest. Þetta var framhaldssöngleikur á Phantom of the Opera og byggður á lögunum þaðan. Ég söng síðar hlutverk Óperudraugsins í Þýskalandi, Frakklandi og í Norður-Ameríku. Sýningar sem gengu um nokkurra ára skeið. Ég var sömuleiðis valinn til að syngja hlutverk Óperudraugsins í Phantom of the Opera í París en viku fyrir frumsýningu brann leikhúsið og því varð aldrei af sýningunni sem þó var fullæfð.“ Spurður hvort það hafi ekki verið svekkelsi svarar Garðar á léttum nótum að hann hafi bara haldið áfram. Feðgarnir og nafnarnir Garðar Thor og Garðar Cortes sameinast í ást sinni á sönglistinni.aðsend Garðar er í dag aðstoðarskólastjóri Söngskólans við Reykjavík en faðir hans, Garðar Cortes, stýrði skólanum allt frá stofnun hans þar til hann lét af stjórn síðasta haust. „Skólinn hefur alltaf lagt aðal áherslu á klassískan söng en við höfum sömuleiðis verið með öfluga ungdeild fyrir 6-16 ára krakka. Það að bæta við söngleikjadeild er frábær viðbót.“ Frestur til að skrá sig er 16. maí og er áhugasömum bent á heimasíðu skólans. Menning Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
„Það var löngu kominn tími á þetta,“ segir Valgerður Guðnadóttir, eða Vala eins og hún er alltaf kölluð. Þau Garðar Thór Cortes munu stýra saman nýrri söngleikjadeild í Söngskólanum í Reykjavík næstkomandi vetur en skólinn fagnar fimmtíu ára afmæli um þessar mundir. Leiðir þeirra Völu og Garðars lágu fyrst saman árið 1995 þegar þau léku Maríu og Tóný ógleymanlega í söngleiknum West Side Story, eða Saga úr Vesturbænum, sem settur var upp í Þjóðleikhúsinu. Vala og Garðar í hlutverkum sínum sem þau María og Tóný. Umfjöllun frá 12. mars 1995 í Morgunblaðinu. Vala var þá á nítjánda aldursári en Garðar nýskriðinn yfir tvítugt. Hann hafði gert garðinn frægan sem Nonni í sjónvarpsþáttunum Nonni og Manni en Vala hafði haslað sér völl innan sem utan veggja Verzlunarskólans. Vala og Garðar smullu strax vel saman og ríkti mikið traust á milli þeirra.aðsend „Við Garðar kynntumst í Söngskólanum. Ég var nýbyrjuð í náminu en hann hafði lokið fyrsta ári þegar við fengum hlutverkin í West Side Story. Við smullum strax saman, urðum góðir vinir og það ríkti mikið traust á milli okkar. Við sungum saman á ýmsum tónleikum og uppákomum meðan við vorum í Söngskólanum sem var skemmtilegt. Í síðari tíð höfum við líka unnið talsvert saman þó það hefði auðvitað mátt vera meira. Við tókum til að mynda þátt í Frostrósum um árabil, meðal annars í þrælskemmtilegri tónleikaferð um landið sem og á tónleikum Óperudrauganna,“ segir Vala og nefnir sömuleiðis söngleikinn Carmen negra og óperurnar Carmen og Töfraflautuna í uppsetningu Íslensku óperunnar. Vala sem Christine í Óperudraugnum.aðsend Bæði hafa líka sungið aðalhlutverk í Phantom of the Opera en ekki í sömu uppsetningum. „Það er langt síðan við höfum leitt saman hesta okkar svona tvö og það verður ekki bara ánægjulegt heldur líka langþráð að vinna saman við stofnun þessarar nýju deildar innan Söngskólans í Reykjavík.“ Garðar og Vala segjast ákaflega ánægð að sameina krafta sína á ný innan nýskipaðrar deildar Söngskólans.aðsend Spurður hvernig það hafi verið á sínum tíma að taka að sér aðalhlutverk á stóra sviði Þjóðleikhússins segir Garðar Thór það hafa verið draumi líkast. „Ég man eftir mömmu að skutla mér bakdyramegin í Þjóðleikhúsið og ég kallaði á hana rétt áður en ég gekk inn um dyrnar: „Það er ekkert betra en þetta.“ Það var nokkurn veginn þannig sem mér leið. Ég naut þess í botn að fá að túlka Tóný. Það er svo gaman að búa til persónur á sviðinu og fá að túlka tilfinningar þeirra í söng og leik – sönn forréttindi að fá að starfa við það.“ Að springa úr spenningi að fá að stíga á stóra sviðið „Þetta voru fyrstu stóru hlutverkin okkar beggja,“ bætir Vala við og heldur áfram. „Við vorum ung og óreynd, í fyrsta sinn í atvinnuleikhúsi. Garðar var auðvitað landsþekktur eftir Nonna og Manna – frægur út fyrir landsteinana og ég hafði vakið athygli í Verzló-söngleikjum og sjónvarpsleikriti. Það breytir því þó ekki að ég var að springa úr spenningi að fá að stíga á stóra sviðið í Þjóðleikhúsinu. Ég var bara barn þarna innan um alla reynsluboltana. Vala í hlutverki sínu í Óperudraugnum.aðsend Það að fá tækifæri til að leika og syngja stórt hlutverk var eitthvað sem mig hafði dreymt um frá því ég var lítil og bjó til leikrit sem ég sýndi með söng í stofunni heima. Mamma fór með mig í leikhús og óperur þegar tækifæri gafst svo það að standa sjálf á stóra sviðinu í fyrsta sinn er minning sem ég mun aldrei gleyma.“ Spurður hvort þau Vala hefðu strax náð að stilla strengi sína saman svarar Garðar ákaft játandi. „West Side Story var fyrsta verkefnið okkar saman en Carmen negra kom nokkrum árum síðar. Árið 1999 söng ég síðan sem Raúl í Phantom of the Opera á West End í London. Ég átti svo eftir að syngja hlutverk Óperudraugsins í framhaldssöngleiknum Love Never Dies í Þýskalandi, Frakklandi og Bandaríkjunum.“ Garðar í hlutverki sínu sem Óperudraugurinnaðsend Fékk símtal frá Andrew Lloyd Webber Það var Andrew Lloyd Webber sem hringdi sjálfur í Garðar og bauð honum hlutverkið. „Já, það er skemmtileg saga að segja frá því hvernig það kom til. Ég hafði verið að syngja á tónleikum til heiðurs Elaine Paige í Royal Albert Hall í London. Andrew Lloyd Webber var viðstaddur og furðaði sig á því að hafa ekki heyrt míns getið fyrr. Við Elaine Page áttum sama umboðsmann á þessum tíma. Sá var samferða Lloyd Webber í lyftu á leið í búningsherbergi Elaine Paige að loknum tónleikum til að færa henni blóm. Þá segir Webber við umboðsmanninn minn: „Við verðum að ná Garðari í Love Never Dies áður en Cameron [Mackintosh] nær honum í Vesalingana“. Ég var nokkurn veginn ráðinn þarna á staðnum en eftir gott símtal við hann sjálfan var þetta staðfest. Þetta var framhaldssöngleikur á Phantom of the Opera og byggður á lögunum þaðan. Ég söng síðar hlutverk Óperudraugsins í Þýskalandi, Frakklandi og í Norður-Ameríku. Sýningar sem gengu um nokkurra ára skeið. Ég var sömuleiðis valinn til að syngja hlutverk Óperudraugsins í Phantom of the Opera í París en viku fyrir frumsýningu brann leikhúsið og því varð aldrei af sýningunni sem þó var fullæfð.“ Spurður hvort það hafi ekki verið svekkelsi svarar Garðar á léttum nótum að hann hafi bara haldið áfram. Feðgarnir og nafnarnir Garðar Thor og Garðar Cortes sameinast í ást sinni á sönglistinni.aðsend Garðar er í dag aðstoðarskólastjóri Söngskólans við Reykjavík en faðir hans, Garðar Cortes, stýrði skólanum allt frá stofnun hans þar til hann lét af stjórn síðasta haust. „Skólinn hefur alltaf lagt aðal áherslu á klassískan söng en við höfum sömuleiðis verið með öfluga ungdeild fyrir 6-16 ára krakka. Það að bæta við söngleikjadeild er frábær viðbót.“ Frestur til að skrá sig er 16. maí og er áhugasömum bent á heimasíðu skólans.
Menning Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira