Dúfur eru með jafnrétti kynjanna 100% á hreinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. maí 2023 21:06 Ragnar hefur náð mjög góðum árangri í sinni dúfnaræktun og unnið til fjölmarga verðlauna í gegnum árin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Dúfur vita nákvæmlega hvað jafnrétti kynjanna þýðir því kerlingin liggur 12 klukkutíma á sólarhring á eggjum og karlinn hina tólf tímana. Þá sjá bæði kynin um að gefa ungunum mjólkina sína fyrstu sólarhringana. Ragnar Sigurjónsson í Brandshúsum í Flóahreppi er einn öflugasti dúfnabóndi landsins enda þaulreyndur í faginu og finnst fátt skemmtilegra en að sinna fuglunum sínum og fara með þá í keppnir um allt land. Þessa dagana eru ungar að klekjast út úr eggjum eða þá að fuglarnir liggja á þeim og bíða eftir ungunum sínum. Flest pörin eru með tvo ungan . „Ég er að para saman góðar dúfur til þess að fá betri keppnisfugla fyrir sumarið,” segir Ragnar. En hvað er það við dúfurnar, sem er svona heillandi? „Þetta eru svo skemmtilegir fuglar, líflegir og gríðarlega ástfangnir, það má ekki gleyma því. Það sem allt snýst um í lífinu er ástin. Kallinn hann dansar í kringum hana, sópar gólfið og matar hana og klórar henni og kjassar, þetta er bara alveg ótrúlegt. Þetta eru alvöru karlar,” segir Ragnar brosandi. Það er ekki nóg með að karlarnir séu alvöru karlar því þeir sjá líka um að gefa ungunum sínum dúfnamjólkina, þar að segja, þeir framleiða mjólk alveg eins og kerlingin, magnað en dagsatt. „Já, það alveg ótrúlegt. Það eru bara tvær fuglategundir, sem ég veit í heiminum, sem gera þetta en það eru Pelíkanar og svo dúfurnar.” Og dúfurnar eru með jafnréttið 100 prósent á hreinu því pörin skiptast á að liggja á eggjunum allan sólarhringinn, hún í 12 klukkutíma og hann í 12 klukkutíma. Og Ragnar á sér uppáhalds dúfu, sem hann er að rækta undan en það er karlinn Snöggur, sem var sneggsta dúfan í keppnum síðasta sumar. Dagsgamall ungi í lófanum hjá Ragnari. Karlinn og kerlingin sjá um að gefa unganum mjólkina sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Fuglar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Ragnar Sigurjónsson í Brandshúsum í Flóahreppi er einn öflugasti dúfnabóndi landsins enda þaulreyndur í faginu og finnst fátt skemmtilegra en að sinna fuglunum sínum og fara með þá í keppnir um allt land. Þessa dagana eru ungar að klekjast út úr eggjum eða þá að fuglarnir liggja á þeim og bíða eftir ungunum sínum. Flest pörin eru með tvo ungan . „Ég er að para saman góðar dúfur til þess að fá betri keppnisfugla fyrir sumarið,” segir Ragnar. En hvað er það við dúfurnar, sem er svona heillandi? „Þetta eru svo skemmtilegir fuglar, líflegir og gríðarlega ástfangnir, það má ekki gleyma því. Það sem allt snýst um í lífinu er ástin. Kallinn hann dansar í kringum hana, sópar gólfið og matar hana og klórar henni og kjassar, þetta er bara alveg ótrúlegt. Þetta eru alvöru karlar,” segir Ragnar brosandi. Það er ekki nóg með að karlarnir séu alvöru karlar því þeir sjá líka um að gefa ungunum sínum dúfnamjólkina, þar að segja, þeir framleiða mjólk alveg eins og kerlingin, magnað en dagsatt. „Já, það alveg ótrúlegt. Það eru bara tvær fuglategundir, sem ég veit í heiminum, sem gera þetta en það eru Pelíkanar og svo dúfurnar.” Og dúfurnar eru með jafnréttið 100 prósent á hreinu því pörin skiptast á að liggja á eggjunum allan sólarhringinn, hún í 12 klukkutíma og hann í 12 klukkutíma. Og Ragnar á sér uppáhalds dúfu, sem hann er að rækta undan en það er karlinn Snöggur, sem var sneggsta dúfan í keppnum síðasta sumar. Dagsgamall ungi í lófanum hjá Ragnari. Karlinn og kerlingin sjá um að gefa unganum mjólkina sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Fuglar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira