Dúfur eru með jafnrétti kynjanna 100% á hreinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. maí 2023 21:06 Ragnar hefur náð mjög góðum árangri í sinni dúfnaræktun og unnið til fjölmarga verðlauna í gegnum árin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Dúfur vita nákvæmlega hvað jafnrétti kynjanna þýðir því kerlingin liggur 12 klukkutíma á sólarhring á eggjum og karlinn hina tólf tímana. Þá sjá bæði kynin um að gefa ungunum mjólkina sína fyrstu sólarhringana. Ragnar Sigurjónsson í Brandshúsum í Flóahreppi er einn öflugasti dúfnabóndi landsins enda þaulreyndur í faginu og finnst fátt skemmtilegra en að sinna fuglunum sínum og fara með þá í keppnir um allt land. Þessa dagana eru ungar að klekjast út úr eggjum eða þá að fuglarnir liggja á þeim og bíða eftir ungunum sínum. Flest pörin eru með tvo ungan . „Ég er að para saman góðar dúfur til þess að fá betri keppnisfugla fyrir sumarið,” segir Ragnar. En hvað er það við dúfurnar, sem er svona heillandi? „Þetta eru svo skemmtilegir fuglar, líflegir og gríðarlega ástfangnir, það má ekki gleyma því. Það sem allt snýst um í lífinu er ástin. Kallinn hann dansar í kringum hana, sópar gólfið og matar hana og klórar henni og kjassar, þetta er bara alveg ótrúlegt. Þetta eru alvöru karlar,” segir Ragnar brosandi. Það er ekki nóg með að karlarnir séu alvöru karlar því þeir sjá líka um að gefa ungunum sínum dúfnamjólkina, þar að segja, þeir framleiða mjólk alveg eins og kerlingin, magnað en dagsatt. „Já, það alveg ótrúlegt. Það eru bara tvær fuglategundir, sem ég veit í heiminum, sem gera þetta en það eru Pelíkanar og svo dúfurnar.” Og dúfurnar eru með jafnréttið 100 prósent á hreinu því pörin skiptast á að liggja á eggjunum allan sólarhringinn, hún í 12 klukkutíma og hann í 12 klukkutíma. Og Ragnar á sér uppáhalds dúfu, sem hann er að rækta undan en það er karlinn Snöggur, sem var sneggsta dúfan í keppnum síðasta sumar. Dagsgamall ungi í lófanum hjá Ragnari. Karlinn og kerlingin sjá um að gefa unganum mjólkina sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Fuglar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Ragnar Sigurjónsson í Brandshúsum í Flóahreppi er einn öflugasti dúfnabóndi landsins enda þaulreyndur í faginu og finnst fátt skemmtilegra en að sinna fuglunum sínum og fara með þá í keppnir um allt land. Þessa dagana eru ungar að klekjast út úr eggjum eða þá að fuglarnir liggja á þeim og bíða eftir ungunum sínum. Flest pörin eru með tvo ungan . „Ég er að para saman góðar dúfur til þess að fá betri keppnisfugla fyrir sumarið,” segir Ragnar. En hvað er það við dúfurnar, sem er svona heillandi? „Þetta eru svo skemmtilegir fuglar, líflegir og gríðarlega ástfangnir, það má ekki gleyma því. Það sem allt snýst um í lífinu er ástin. Kallinn hann dansar í kringum hana, sópar gólfið og matar hana og klórar henni og kjassar, þetta er bara alveg ótrúlegt. Þetta eru alvöru karlar,” segir Ragnar brosandi. Það er ekki nóg með að karlarnir séu alvöru karlar því þeir sjá líka um að gefa ungunum sínum dúfnamjólkina, þar að segja, þeir framleiða mjólk alveg eins og kerlingin, magnað en dagsatt. „Já, það alveg ótrúlegt. Það eru bara tvær fuglategundir, sem ég veit í heiminum, sem gera þetta en það eru Pelíkanar og svo dúfurnar.” Og dúfurnar eru með jafnréttið 100 prósent á hreinu því pörin skiptast á að liggja á eggjunum allan sólarhringinn, hún í 12 klukkutíma og hann í 12 klukkutíma. Og Ragnar á sér uppáhalds dúfu, sem hann er að rækta undan en það er karlinn Snöggur, sem var sneggsta dúfan í keppnum síðasta sumar. Dagsgamall ungi í lófanum hjá Ragnari. Karlinn og kerlingin sjá um að gefa unganum mjólkina sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Fuglar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira