De Gea fær gullhanskann sama hvað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2023 07:00 David De Gea hefur átt áhugavert tímabil. Vísir/AP Markvörður Manchester Untied, David De Gea, hefur fengið á sig 41 mark í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Enginn markvörður deildarinnar hefur hins vegar haldið marki sínu jafn oft hreinu og Spánverjinn. Man United vann 2-0 sigur á Úlfunum í gær, laugardag. Var það í sextánda skipti sem De Gea hélt marki sínu hreinu. Það er, spilaði leik án þess að fá á sig mark. Sú staðreynd kemur mörgum á óvart þar sem Man United hefur verið duglegt að leka mörkum, þá sérstaklega á útivelli. Leikirnir væru sautján talsins ef De Gea hefði ekki gert sig sekan um slæm mistök gegn West Ham United um síðustu helgi. Gullhanskinn eru verðlaun sem fara til þess markvarðar sem hefur haldið hvað oftast hreinu í ensku úrvalsdeildinni. Engin verðlaun eru veitt fyrir að fá á sig fæst mörk. Ef tveir eða fleiri markverðir hafa haldið marki sínu jafn oft hreinu þegar tímabilinu lýkur þá fara verðlaunin til þess sem spilaði fæsta leiki. David de Gea has won the Premier League Golden Glove after his 16th clean sheet of the season pic.twitter.com/P6OpsSyOOQ— GOAL (@goal) May 13, 2023 Séu menn með jafn marga spilaða leiki og jafn marga leiki þar sem þeir héldu hreinu þá einfaldlega báðir, eða allir, gullhanskann. Þegar flest lið deildarinnar eiga þrjá leiki eftir er ljóst að enginn getur toppað De Gea og þarf hann aðeins að halda hreinu í einum af síðustu þremur leikjum sínum til að tryggja sér gullhanskann. De Gea hefur eins og áður sagði haldið marki sínu hreinu 16 sinnum. Þar á eftir koma Alisson Becker [Liverpool], Aaron Ramsdale [Arsenal] og Nick Pope [Newcastle United] en allir hafa haldið marki sínu hreinu 13 sinnum. Pope hefur fengið á sig fæst mörk eða 31 talsins, þar á eftir er Ramsdale með 39 á meðan De Gea hefur fengið á sig 41 og Alisson 42 mörk. Great victory closer to one of our aims pic.twitter.com/1Srl7MHQuX— David de Gea (@D_DeGea) May 13, 2023 Mikið hefur verið rætt um framtíð De Gea en sem stendur verður hann samningslaus í sumar. Erik Ten Hag, þjálfari Man Utd, hefur lýst yfir áhuga á að halda Spánverjanum hjá félaginu en vitað er að markvörðurinn mun þurfa að taka á sig gríðarlega launalækkun. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segir United geta lokkað marga gæðaleikmenn til sín í sumar Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að liðið geti lokkað til sín gæðaleikmenn í sumar þrátt fyrir að enn ríki óvissa um hverjir eigendur félagsins verði. 13. maí 2023 07:01 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Sjá meira
Man United vann 2-0 sigur á Úlfunum í gær, laugardag. Var það í sextánda skipti sem De Gea hélt marki sínu hreinu. Það er, spilaði leik án þess að fá á sig mark. Sú staðreynd kemur mörgum á óvart þar sem Man United hefur verið duglegt að leka mörkum, þá sérstaklega á útivelli. Leikirnir væru sautján talsins ef De Gea hefði ekki gert sig sekan um slæm mistök gegn West Ham United um síðustu helgi. Gullhanskinn eru verðlaun sem fara til þess markvarðar sem hefur haldið hvað oftast hreinu í ensku úrvalsdeildinni. Engin verðlaun eru veitt fyrir að fá á sig fæst mörk. Ef tveir eða fleiri markverðir hafa haldið marki sínu jafn oft hreinu þegar tímabilinu lýkur þá fara verðlaunin til þess sem spilaði fæsta leiki. David de Gea has won the Premier League Golden Glove after his 16th clean sheet of the season pic.twitter.com/P6OpsSyOOQ— GOAL (@goal) May 13, 2023 Séu menn með jafn marga spilaða leiki og jafn marga leiki þar sem þeir héldu hreinu þá einfaldlega báðir, eða allir, gullhanskann. Þegar flest lið deildarinnar eiga þrjá leiki eftir er ljóst að enginn getur toppað De Gea og þarf hann aðeins að halda hreinu í einum af síðustu þremur leikjum sínum til að tryggja sér gullhanskann. De Gea hefur eins og áður sagði haldið marki sínu hreinu 16 sinnum. Þar á eftir koma Alisson Becker [Liverpool], Aaron Ramsdale [Arsenal] og Nick Pope [Newcastle United] en allir hafa haldið marki sínu hreinu 13 sinnum. Pope hefur fengið á sig fæst mörk eða 31 talsins, þar á eftir er Ramsdale með 39 á meðan De Gea hefur fengið á sig 41 og Alisson 42 mörk. Great victory closer to one of our aims pic.twitter.com/1Srl7MHQuX— David de Gea (@D_DeGea) May 13, 2023 Mikið hefur verið rætt um framtíð De Gea en sem stendur verður hann samningslaus í sumar. Erik Ten Hag, þjálfari Man Utd, hefur lýst yfir áhuga á að halda Spánverjanum hjá félaginu en vitað er að markvörðurinn mun þurfa að taka á sig gríðarlega launalækkun.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segir United geta lokkað marga gæðaleikmenn til sín í sumar Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að liðið geti lokkað til sín gæðaleikmenn í sumar þrátt fyrir að enn ríki óvissa um hverjir eigendur félagsins verði. 13. maí 2023 07:01 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Sjá meira
Segir United geta lokkað marga gæðaleikmenn til sín í sumar Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að liðið geti lokkað til sín gæðaleikmenn í sumar þrátt fyrir að enn ríki óvissa um hverjir eigendur félagsins verði. 13. maí 2023 07:01