„Afdrifarík og stór mistök sem eru að gerast í annars ágætlega dæmdum leikjum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. maí 2023 12:04 Sigfús Sigurðsson vann silfur á ÓL í Peking 2008 með íslenska landsliðinu í handbolta. Hann er ósáttur við dómgæsluna í úrslitakeppni Olís-deildar karla. vísir/getty Mikið hefur verið rætt og ritað um dómgæslu í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta undanfarna daga og vikur. Stórir dómar hafa fallið í lok leikja í undanúrslitaeinvígum keppninnar og í einhverjum tilvikum hafa þeir ráðið úrslitum leikja. Sigfús Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands í handbolta, var á línunni í síðasta hlaðvarpsþætti Handkastsins og ræddi þessi mál. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins, ræddi við Sigfús og spurði hann fyrst út í undanúrslitaeinvígi ÍBV og FH þar sem Eyjamenn unnu 3-0 og tryggðu sér sæti í úrslitum. Sigfús segir að honum hafi ekki þótt það sanngjörn niðurstaða. „Nei í rauninni ekki. Í lok leiksins voru þarna nokkrir dómar sem falla sem eru náttúrulega alveg út úr kú. Við byrjum bara á tveggja mínútna borttvísun sem Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, fær fyrir að hoppa og sýna smá tilfinningar. Svo náttúrulega þetta aukakast í lokin. Mér fannst til að byrja með ekkert vera að því þegar hann leggur boltann frá sér, en svo náttúrulega kemur í ljós að það stendur FH-ingur við hliðina á dómaranum fyrir innan punktalínu þegar það er tekið þannig það á aldrei að vera gilt aukakast,“ sagði Sigfús. „Þetta eru svona afdrifarík og stór mistök sem eru að gerast í annars ágætlega dæmdum leikjum. Það er nefnilega málið.“ „Það sem menn hafa alltaf verið að kalla eftir er að standardinn sé réttur og góður, og hann hefur verið svona allt í lagi. Þetta eru ekkert rosalega vel og ekkert rosalega illa dæmdir leikir, en á lykilmómentum virðast þeir vera að klikka og það segir manni það að bæði geta þeir ekki lesið leikinn rétt og að þeir eru bara ekki alveg nógu góðir.“ „Að dæma víti og rautt á þetta er í besta falli kjánalegt“ „Ef við förum bara í einvígið sem er enn í gangi, Haukar-Afturelding. Dramatíkin er ekki minni þar og dómaraumfjöllunin er ekkert minni,“ sagði Arnar Daði svo þegar Sigfús hafði lokið sér af við að ræða um dómgæsluna í leikjum ÍBV og FH. Í þriðja leik Hauka og Aftureldingar var annað stórt atvik sem að einhverju leyti réði úrslitum. Ihor Kopyshynskyi fékk þá að líta beint rautt spjald undir lok leiks fyri að brjóta á Ólafi Ægi Ólafssyni og Haukar fengu vítakast. Stefán Rafn Sigurmannsson jafnaði metin úr vítakastinu og tryggði Haukum framlengingu sem Hafnarfjarðarliðið vann svo. „Þeir mega eiga það að það var sama lína yfir bæði lið í sambandi við fríköst og allt þetta sem á náttúrulega að vera og er allt gott,“ sagði Sigfús. „Svo er þetta atriði undir lok leiksins, þar þurfa menn aðeins að lesa í aðstæðurnar. Allt í lagi, hann brýtur á honum, en Ólafur Ægir grípur í treyjuna hjá honum og lætur sig detta, eða er að detta. Ef að leikmaðurinn hefði látið hann bara flakka í gólfið þá er það líka víti og rautt, en þarna heldur hann í leikmanninn, væntanlega til að passa að fljúga ekki bara í skiltin og í gólfið.“ „En að dæma víti og rautt á þetta er náttúrulega bara í besta falli kjánalegt,“ bætti Sigfús við. Hlaðvarpsþátt Handkastsins má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan, en Arnar tekur upp tólið og hringir í Sigfús eftir tæplega klukkustund og tíu mínútur. Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Sjá meira
Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins, ræddi við Sigfús og spurði hann fyrst út í undanúrslitaeinvígi ÍBV og FH þar sem Eyjamenn unnu 3-0 og tryggðu sér sæti í úrslitum. Sigfús segir að honum hafi ekki þótt það sanngjörn niðurstaða. „Nei í rauninni ekki. Í lok leiksins voru þarna nokkrir dómar sem falla sem eru náttúrulega alveg út úr kú. Við byrjum bara á tveggja mínútna borttvísun sem Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, fær fyrir að hoppa og sýna smá tilfinningar. Svo náttúrulega þetta aukakast í lokin. Mér fannst til að byrja með ekkert vera að því þegar hann leggur boltann frá sér, en svo náttúrulega kemur í ljós að það stendur FH-ingur við hliðina á dómaranum fyrir innan punktalínu þegar það er tekið þannig það á aldrei að vera gilt aukakast,“ sagði Sigfús. „Þetta eru svona afdrifarík og stór mistök sem eru að gerast í annars ágætlega dæmdum leikjum. Það er nefnilega málið.“ „Það sem menn hafa alltaf verið að kalla eftir er að standardinn sé réttur og góður, og hann hefur verið svona allt í lagi. Þetta eru ekkert rosalega vel og ekkert rosalega illa dæmdir leikir, en á lykilmómentum virðast þeir vera að klikka og það segir manni það að bæði geta þeir ekki lesið leikinn rétt og að þeir eru bara ekki alveg nógu góðir.“ „Að dæma víti og rautt á þetta er í besta falli kjánalegt“ „Ef við förum bara í einvígið sem er enn í gangi, Haukar-Afturelding. Dramatíkin er ekki minni þar og dómaraumfjöllunin er ekkert minni,“ sagði Arnar Daði svo þegar Sigfús hafði lokið sér af við að ræða um dómgæsluna í leikjum ÍBV og FH. Í þriðja leik Hauka og Aftureldingar var annað stórt atvik sem að einhverju leyti réði úrslitum. Ihor Kopyshynskyi fékk þá að líta beint rautt spjald undir lok leiks fyri að brjóta á Ólafi Ægi Ólafssyni og Haukar fengu vítakast. Stefán Rafn Sigurmannsson jafnaði metin úr vítakastinu og tryggði Haukum framlengingu sem Hafnarfjarðarliðið vann svo. „Þeir mega eiga það að það var sama lína yfir bæði lið í sambandi við fríköst og allt þetta sem á náttúrulega að vera og er allt gott,“ sagði Sigfús. „Svo er þetta atriði undir lok leiksins, þar þurfa menn aðeins að lesa í aðstæðurnar. Allt í lagi, hann brýtur á honum, en Ólafur Ægir grípur í treyjuna hjá honum og lætur sig detta, eða er að detta. Ef að leikmaðurinn hefði látið hann bara flakka í gólfið þá er það líka víti og rautt, en þarna heldur hann í leikmanninn, væntanlega til að passa að fljúga ekki bara í skiltin og í gólfið.“ „En að dæma víti og rautt á þetta er náttúrulega bara í besta falli kjánalegt,“ bætti Sigfús við. Hlaðvarpsþátt Handkastsins má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan, en Arnar tekur upp tólið og hringir í Sigfús eftir tæplega klukkustund og tíu mínútur.
Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn