„Hann lítur til hliðar og lemur hann í andlitið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2023 09:19 Kjartan Henry Finnbogason útskýrir olnbogaskotið fyrir fórnarlambinu Nikolaj Hansen. S2 Sport Það var mikill hiti í mönnum í leik Víkings og FH í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi og eftir leikinn töluðu báðir þjálfarar liðanna, Arnar Gunnlaugsson og Heimir Guðjónsson, um grófan leik andstæðinganna. Stúkan ræddi þennan leik og fór meðal annars yfir nokkur atriði tengdum þeim Kjartani Henry Finnbogasyni hjá FH og Pablo Punyed hjá Víkingum. „Að kannski máli málanna. Arnar (Gunnlaugsson) var reiður við Kjartan Henry (Finnbogason). Við getum séð þetta,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar, og sýndi myndbrot af því þegar Kjartan Henry sparkar í átt að andliti Birnis Snæs Ingasonar en hittir ekki. „Hér er Kjartan í baráttunni við Birni Snæ. Við sjáum hvernig Kjartan Henry sparkar frá sér. Það er ekki honum að þakka að hann fer ekki í Birni Snæ þarna,“ sagði Guðmundur. „Þetta er klárlega gult ef ekki rautt spjald. Ef þú reynir að slá einhvern er það ekki rautt spjald? Hann reynir klárlega að sparka í manninn eftir að boltinn er farinn,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. Í dag sendi Kjartan frá sér yfirlýsingu vegna framgöngu sinnar í gær og kvaðst harma sparkið. Gummi Ben var ekki hættur að sýna atvik með Kjartani Henry. „Síðan er þetta atvik hér þegar Niko Hansen liggur eftir alblóðugur. Hér er Kjartan að gæta hans og fer klárlega með olnbogann í andlitið á honum hér,“ sagði Guðmundur. „Þegar ég horfi á þetta þá met ég þetta þannig að hann lítur til hliðar og lemur hann í andlitið,“ sagði Lárus Orri. „Ég er sammála því. Hann horfir alveg augljóslega á hann þarna,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. „Ég sé það bara þannig. Það er enginn tími eða pláss fyrir svona hluti. Við nennum ekki svona hlutum. Takist vel á innan fótboltans en ekki þetta bull,“ sagði Lárus. Það er sýnt myndbrot af því þegar Kjartan Henry ræðir málin við Nikolaj Hansen og útskýrir að þetta hafi ekki verið viljandi. Þeir takast síðan í hendur. „Niko trúði þessu kannski þarna en ef hann horfir á þetta núna þá er hann enn þá meira pirraður. Ef að það væri gamla góða Varsjáin í gangi þá hefði Kjartan endað með tvö rauð spjöld,“ sagði Albert og hélt áfram. „Þetta minnir mig rosalega á Patrick Vieira og Ruud van Nistelrooy þegar hann sparkaði upp. Rautt spjald þar og rautt spjald þarna,“ sagði Albert. Guðmundur og strákarnir í Stúkunni fór einnig yfir það þegar Pablo Punyed fékk gult spjald fyrir að keyra niður Úlf Ágúst Björnsson sem hafði áður sparkað hann niður. „Við sjáum þetta kannski ekki eins vel og við sjáum atvikið áðan hjá Kjartani. Þetta er ekki eins slæmt og hjá Kjartani. Það er alveg augljóst. Hann fer ekki með olnboga í andlitið á honum en hann keyrir í hann,“ sagði Lárus. Hér fyrir neðan má sjá Stúkuna fara yfir brotin hjá Kjartani Henry og brotið hjá Pablo. Klippa: Umræða um brot Kjartans Henry og Pablo Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Stúkan ræddi þennan leik og fór meðal annars yfir nokkur atriði tengdum þeim Kjartani Henry Finnbogasyni hjá FH og Pablo Punyed hjá Víkingum. „Að kannski máli málanna. Arnar (Gunnlaugsson) var reiður við Kjartan Henry (Finnbogason). Við getum séð þetta,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar, og sýndi myndbrot af því þegar Kjartan Henry sparkar í átt að andliti Birnis Snæs Ingasonar en hittir ekki. „Hér er Kjartan í baráttunni við Birni Snæ. Við sjáum hvernig Kjartan Henry sparkar frá sér. Það er ekki honum að þakka að hann fer ekki í Birni Snæ þarna,“ sagði Guðmundur. „Þetta er klárlega gult ef ekki rautt spjald. Ef þú reynir að slá einhvern er það ekki rautt spjald? Hann reynir klárlega að sparka í manninn eftir að boltinn er farinn,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. Í dag sendi Kjartan frá sér yfirlýsingu vegna framgöngu sinnar í gær og kvaðst harma sparkið. Gummi Ben var ekki hættur að sýna atvik með Kjartani Henry. „Síðan er þetta atvik hér þegar Niko Hansen liggur eftir alblóðugur. Hér er Kjartan að gæta hans og fer klárlega með olnbogann í andlitið á honum hér,“ sagði Guðmundur. „Þegar ég horfi á þetta þá met ég þetta þannig að hann lítur til hliðar og lemur hann í andlitið,“ sagði Lárus Orri. „Ég er sammála því. Hann horfir alveg augljóslega á hann þarna,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. „Ég sé það bara þannig. Það er enginn tími eða pláss fyrir svona hluti. Við nennum ekki svona hlutum. Takist vel á innan fótboltans en ekki þetta bull,“ sagði Lárus. Það er sýnt myndbrot af því þegar Kjartan Henry ræðir málin við Nikolaj Hansen og útskýrir að þetta hafi ekki verið viljandi. Þeir takast síðan í hendur. „Niko trúði þessu kannski þarna en ef hann horfir á þetta núna þá er hann enn þá meira pirraður. Ef að það væri gamla góða Varsjáin í gangi þá hefði Kjartan endað með tvö rauð spjöld,“ sagði Albert og hélt áfram. „Þetta minnir mig rosalega á Patrick Vieira og Ruud van Nistelrooy þegar hann sparkaði upp. Rautt spjald þar og rautt spjald þarna,“ sagði Albert. Guðmundur og strákarnir í Stúkunni fór einnig yfir það þegar Pablo Punyed fékk gult spjald fyrir að keyra niður Úlf Ágúst Björnsson sem hafði áður sparkað hann niður. „Við sjáum þetta kannski ekki eins vel og við sjáum atvikið áðan hjá Kjartani. Þetta er ekki eins slæmt og hjá Kjartani. Það er alveg augljóst. Hann fer ekki með olnboga í andlitið á honum en hann keyrir í hann,“ sagði Lárus. Hér fyrir neðan má sjá Stúkuna fara yfir brotin hjá Kjartani Henry og brotið hjá Pablo. Klippa: Umræða um brot Kjartans Henry og Pablo
Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira