Kjartan harmar sparkið en segir olnbogaskotið óviljaverk Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2023 09:29 Mikil umræða hefur verið um framgöngu Kjartans Henrys Finnbogasonar í Víkinni í gærkvöld og hann hefur nú sent frá sér yfirlýsingu. FH Kjartan Henry Finnbogason hefur sent frá sér skilaboð í kjölfar þess að hafa víða verið sakaður um fautaskap í leik með FH gegn Víkingi í Bestu deildinni í fótbolta í gærkvöld. Kjartan var til að mynda í Stúkunni á Stöð 2 Sport talinn heppinn að hafa ekki fengið rauða spjaldið í leiknum, í tvígang, en hann kláraði leikinn sem endaði með 2-0 sigri Víkings. Kjartan fékk þó gult spjald undir lok leiks þegar hann mótmælti rauðu spjaldi á liðsfélaga sinn, Finn Orra Margeirsson. Fyrra atvikið sem um ræðir var þegar Kjartan sparkaði í átt til Birnis Snæs Ingasonar, án þess þó að hæfa hann, en þar munaði litlu að illa færi eins og Kjartan viðurkennir sjálfur. Í seinna atvikinu endaði Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, alblóðugur í framan eftir olnbogaskot frá Kjartani en þar segir Kjartan um algjört óviljaverk að ræða. „Eftir að hafa séð þessi leiðinlegu atvik aftur að þá sé ég mikið eftir „pirrings“ sparki í átt að Birni. Hefði getað endað illa, gerði það ekki en á aldrei að eiga sér stað,“ skrifar Kjartan á Twitter í dag. „En það að ég hafi viljandi gefið Nico olnbogaskot er svo fjarri lagi, þetta var algjört óviljaverk, ég var að dekka einn sterkasta framherja deildarinnar og reyna að passa að hann kæmist ekki fram fyrir mig. Sem betur fer slapp hann með blóðnasir. Annað eins hefur gerst á fótboltavelli. Óska Víkingum nær og fjær til hamingju með sigurinn,“ skrifar Kjartan. Atvikin og umræðuna í Stúkunni má sjá hér að neðan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla FH Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Kjartan var til að mynda í Stúkunni á Stöð 2 Sport talinn heppinn að hafa ekki fengið rauða spjaldið í leiknum, í tvígang, en hann kláraði leikinn sem endaði með 2-0 sigri Víkings. Kjartan fékk þó gult spjald undir lok leiks þegar hann mótmælti rauðu spjaldi á liðsfélaga sinn, Finn Orra Margeirsson. Fyrra atvikið sem um ræðir var þegar Kjartan sparkaði í átt til Birnis Snæs Ingasonar, án þess þó að hæfa hann, en þar munaði litlu að illa færi eins og Kjartan viðurkennir sjálfur. Í seinna atvikinu endaði Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, alblóðugur í framan eftir olnbogaskot frá Kjartani en þar segir Kjartan um algjört óviljaverk að ræða. „Eftir að hafa séð þessi leiðinlegu atvik aftur að þá sé ég mikið eftir „pirrings“ sparki í átt að Birni. Hefði getað endað illa, gerði það ekki en á aldrei að eiga sér stað,“ skrifar Kjartan á Twitter í dag. „En það að ég hafi viljandi gefið Nico olnbogaskot er svo fjarri lagi, þetta var algjört óviljaverk, ég var að dekka einn sterkasta framherja deildarinnar og reyna að passa að hann kæmist ekki fram fyrir mig. Sem betur fer slapp hann með blóðnasir. Annað eins hefur gerst á fótboltavelli. Óska Víkingum nær og fjær til hamingju með sigurinn,“ skrifar Kjartan. Atvikin og umræðuna í Stúkunni má sjá hér að neðan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla FH Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira