Rok og rigning út vikuna Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2023 10:49 Næsta vika einkennist af roki, rigningu, slyddu og snjókomu. vísir/vilhelm Sumarið lætur bíða eftir sér og verða næstu dagar úrkomusamir. Víst er að í hugum kylfinga fer þetta vor í bækur sem ömurlegt. „Lægðin sem er yfir suðvesturhorni landsins er á leið til austurs og fylgir henni rigning eða slydda fyrir sunnan en snjókoma norðanlands. Vegfarendur ættu að kanna vel ástand vega og veðurspár áður en lagt er af stað. Sjá veðurviðvaranir,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni. Séu veðurkortin skoðuð út vikuna einkennast þau af roki og rigningu suðvestanlands og má segja að sumarið ætli að láta bíða eftir sér. Ekki eru það síst kylfingar sem horfa til veðurs og víst að þeir margir hverjir eru orðnir verulega óþreyjufullir en í fyrra var búið að opna vellina og kylfingar farnir að sveifla kylfum sínum að kappi. Því er ekki að heilsa þetta vorið. Kylfingar orðnir afar órólegir Í tilkynningu á vefsíðu Golfklúbbs Reykjavíkur, stærsta golfklúbbs landsins, segir að ekki hafi farið fram hjá neinum að tíðarfarið hafi verið afar óhagstætt; seinni partur vetrar einkenndist af óvenju löngum frostakafla. Ástand Korpu er með allra versta móti og ekki vitað hvenær opnað verður inn á sumarflatir.vísir/vilhelm „Enn er frost í jörðu og nær lengra niður en elstu menn muna eftir. Þá var aprílmánuður óvenju kaldur og þurr. Gróður er því almennt um fjórum til fimm vikum síðar á ferðinni heldur en í fyrra,“ segir þar og tilkynnt að vellirnir á Korpu og í Grafarholtinu séu ekki tilbúnir ennþá. Og er ekki unnt að tímasetja opnun þeirra með nokkurri vissu. „Við kappkostum við að opna eins fljótt og unnt er, án þess þó að tefla völlunum í tvísýnu. Við fylgjum ráðleggingum fagmanna okkar um þetta. Síðustu dagar hafa þó verið hagstæðir og framundan er vonandi vænlegri tíð með vætu og hærri hitatölum, sem hraða vonandi endurheimt vallanna eftir veturinn.“ Tíðindamaður Vísis tók Korpuvöllinn út um helgina og sagði að hann hafi aldrei séð völlinn í eins vondu ásigkomulagi. Ekki tímabært að afskrifa sumarið En þó vorið sé með versta móti er ekki vert að afskrifa sumarið, ekki ef marka má Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing sem heldur úti veðurvefnum Bliku. Einar horfir móti sól þegar hann slær fram sumarspá fyrir þetta ár. Hann horfir til júní, júlí og ágúst í þeim efnum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Þó vorið hafi verið heldur leiðinlegt, ömurlegt ef kylfingar eru spurðir, þá spáir Einar góðu sumri.vísir „Þriggja mánaða spáin sem birt var á dögunum gefur góð fyrirheit um sumarið. Stuðst er einkum við veðurlagsspá ECMWF (Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar) fyrir þriggja mánaða tímabilið júní til ágúst,“ tilkynnir Einar á Facebook-síðu sinni og vísar á vef sinn til frekari upplýsinga. „Gert er ráð fyrir því að yfir 70% líkur séu á því að meðalhiti sumarsins verðu efri þriðjungi, þ.e. að það verði markvert hlýtt.“ Veður Golf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
„Lægðin sem er yfir suðvesturhorni landsins er á leið til austurs og fylgir henni rigning eða slydda fyrir sunnan en snjókoma norðanlands. Vegfarendur ættu að kanna vel ástand vega og veðurspár áður en lagt er af stað. Sjá veðurviðvaranir,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni. Séu veðurkortin skoðuð út vikuna einkennast þau af roki og rigningu suðvestanlands og má segja að sumarið ætli að láta bíða eftir sér. Ekki eru það síst kylfingar sem horfa til veðurs og víst að þeir margir hverjir eru orðnir verulega óþreyjufullir en í fyrra var búið að opna vellina og kylfingar farnir að sveifla kylfum sínum að kappi. Því er ekki að heilsa þetta vorið. Kylfingar orðnir afar órólegir Í tilkynningu á vefsíðu Golfklúbbs Reykjavíkur, stærsta golfklúbbs landsins, segir að ekki hafi farið fram hjá neinum að tíðarfarið hafi verið afar óhagstætt; seinni partur vetrar einkenndist af óvenju löngum frostakafla. Ástand Korpu er með allra versta móti og ekki vitað hvenær opnað verður inn á sumarflatir.vísir/vilhelm „Enn er frost í jörðu og nær lengra niður en elstu menn muna eftir. Þá var aprílmánuður óvenju kaldur og þurr. Gróður er því almennt um fjórum til fimm vikum síðar á ferðinni heldur en í fyrra,“ segir þar og tilkynnt að vellirnir á Korpu og í Grafarholtinu séu ekki tilbúnir ennþá. Og er ekki unnt að tímasetja opnun þeirra með nokkurri vissu. „Við kappkostum við að opna eins fljótt og unnt er, án þess þó að tefla völlunum í tvísýnu. Við fylgjum ráðleggingum fagmanna okkar um þetta. Síðustu dagar hafa þó verið hagstæðir og framundan er vonandi vænlegri tíð með vætu og hærri hitatölum, sem hraða vonandi endurheimt vallanna eftir veturinn.“ Tíðindamaður Vísis tók Korpuvöllinn út um helgina og sagði að hann hafi aldrei séð völlinn í eins vondu ásigkomulagi. Ekki tímabært að afskrifa sumarið En þó vorið sé með versta móti er ekki vert að afskrifa sumarið, ekki ef marka má Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing sem heldur úti veðurvefnum Bliku. Einar horfir móti sól þegar hann slær fram sumarspá fyrir þetta ár. Hann horfir til júní, júlí og ágúst í þeim efnum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Þó vorið hafi verið heldur leiðinlegt, ömurlegt ef kylfingar eru spurðir, þá spáir Einar góðu sumri.vísir „Þriggja mánaða spáin sem birt var á dögunum gefur góð fyrirheit um sumarið. Stuðst er einkum við veðurlagsspá ECMWF (Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar) fyrir þriggja mánaða tímabilið júní til ágúst,“ tilkynnir Einar á Facebook-síðu sinni og vísar á vef sinn til frekari upplýsinga. „Gert er ráð fyrir því að yfir 70% líkur séu á því að meðalhiti sumarsins verðu efri þriðjungi, þ.e. að það verði markvert hlýtt.“
Veður Golf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira