Tuddi með hvítlauks- og eldpiparmæjó
Uppskrift fyrir 6 manns
- Nautalund frá Kjarnafæði
- 6 stk 150 - 200 gr steikur skornar úr miðju
- 2 greinar rósmarín
- 4 msk olía
- 4 msk smjör
- Salt
- Pipar
Eldpiparmæjó:
- 1 heilt egg
- 1 msk eplaedik
- ½ tsk sítrónusafi
- 1 tsk dijon sinnep
- 150 ml ólífuolía í dropum
- 1 stk rauður chilli
- 3 rif bökuð hvitlauksrif
Meðlæti:
- 4 stk bökunarkartöflur
- 3 greinar timían
- 2 rauðlaukar í helming salt og pipar
- 200 gr broccoli
- 1 msk sesam fræ
- 1 þumall engifer
- 1 msk hunang
- Ólífuolía
Aðferð:
- Bakið 4 hvítlauksrif í olíu í ofni á 200° í um 15-20 mínútur.
- Skerið kartöflur í teninga og setjið í ofnskúffu með smjörpappír undir. Skerið rauðlaukinn í tvennt og setjið meðfram kartöflunum í fatinu. Hellið olíu yfir allt kryddið með salti, pipar og timían. Bakið í ofni í í 40 mínútur á 190°. Hrærið saman sesam fræjum, engiferi, hunangi og ólífuolíu og blandið saman við brokkolíið. Takið fatið úr ofninum og bætið brokkolíinu ofan á og bakið í 5 mínútur í viðbót á sama hita.
- Hellið eggi í skál ásamt ediki. Kreistið sítrónu í skál og saltið. Skerið chilli í grófa bita og bætið út í ásamt bakaða hvítlauknum. Vinnið með töfrasprotanum í 2 mínútur. Haldið áfram að hræra með töfrasprotanum og bætið olíunni hægt út í á meðan, örlítið í einu.
- Snyrtið nautalundina og skerið steikur úr miðjunni. Kryddið með pipar á báðum hliðum og steikið í olíu á pönnu í um 5-6 mínútur á hvorri hlið. Setjið hvítlauk og timían á pönnuna og steikið með. Setjið smjör á pönnuna og baste-ið kjöt á meðan steikingu stendur. Saltið eftir steikingu.

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem kennir ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og koma þeir inn vikulega.
Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.