Á von á mörgum sólardögum í sumar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. maí 2023 18:14 Miðað við langtímaspá má gera ráð fyrir svona stemningu í sumar. vísir/vilhelm Hitatölur fóru víða á landinu undir frostmark í nótt og sumarið ætlar að láta bíða eftir sér. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur samt sem áður litlar áhyggjur af sumrinu og býst við lítilli úrkomu og mörgum sólardögum. „Þetta er eðlileg vorkoma á Íslandi,“ segir Einar um veðrið undanfarna daga. Fyrstu langtímaspár hans bendi hins vegar til bjartari tíma. „Það sem ég les úr niðurstöðum Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar er allt öðruvísi heldur en í fyrra. Í staðinn fyrir að lægðabraut verði hér nærri landinu, eins og var í fyrra, þá er hún vart sýnileg. Ef hún er, þá er hún mjög sunnarlega. Það er að þvælast hingað, norður á bóginn, meira af mildu lofti en er alla jafna,“ segir Einar sem ræddi langtímaspánna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni: Hitafrávik reiknast jafnframt hátt í spánni. „Það eru metnar yfir 70 prósent líkur á því að meðalhitinn hér verði í efri þriðjungi. Þá erum við að tala um eina til eina og hálfa gráðu yfir meðalhita, sem er í júlí milli tíu og ellefu gráður.“ Einar segir staðsetingu hæðasvæðis skipta öllu máli í sumar. „Það þarf mjög lítið að hnikast til, upp á hvort hér verði þungbúið suðvestanlands eða hvort vindur standi að jafnaði að landi. Þá er bæði hlýtt og bjart en það má mjög litlu muna.“ Í öllu falli gefi spáin góð fyrirheit um sumarið. „Núna eru þessar spár mjög hagstæðar fyrir okkur og við skulum bara vona að þær gangi eftir. Þær ganga auðvitað ekkert alltaf eftir. Þessi spá nær yfir júní, júlí, ágúst. En næstu tíu daga virðist vera nokkuð úrkomu- og vindasamt.“ Einar var að lokum spurður hvort það væri ekki mikið ábyrgðarhlutverk, í ljósi þess hve uppteknir Íslendingar geti verið af veðrinu. „Ég kippi mér ekkert upp við það þegar fólk er að velta fyrir sér veðri út af frístundum sínum. Það er miklu meiri ábyrgð sem fylgir því þegar það er verið að spá hér mjög vondu veðri og velta fyrir sér viðvörunum og viðbúnaði,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Sjá meira
„Þetta er eðlileg vorkoma á Íslandi,“ segir Einar um veðrið undanfarna daga. Fyrstu langtímaspár hans bendi hins vegar til bjartari tíma. „Það sem ég les úr niðurstöðum Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar er allt öðruvísi heldur en í fyrra. Í staðinn fyrir að lægðabraut verði hér nærri landinu, eins og var í fyrra, þá er hún vart sýnileg. Ef hún er, þá er hún mjög sunnarlega. Það er að þvælast hingað, norður á bóginn, meira af mildu lofti en er alla jafna,“ segir Einar sem ræddi langtímaspánna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni: Hitafrávik reiknast jafnframt hátt í spánni. „Það eru metnar yfir 70 prósent líkur á því að meðalhitinn hér verði í efri þriðjungi. Þá erum við að tala um eina til eina og hálfa gráðu yfir meðalhita, sem er í júlí milli tíu og ellefu gráður.“ Einar segir staðsetingu hæðasvæðis skipta öllu máli í sumar. „Það þarf mjög lítið að hnikast til, upp á hvort hér verði þungbúið suðvestanlands eða hvort vindur standi að jafnaði að landi. Þá er bæði hlýtt og bjart en það má mjög litlu muna.“ Í öllu falli gefi spáin góð fyrirheit um sumarið. „Núna eru þessar spár mjög hagstæðar fyrir okkur og við skulum bara vona að þær gangi eftir. Þær ganga auðvitað ekkert alltaf eftir. Þessi spá nær yfir júní, júlí, ágúst. En næstu tíu daga virðist vera nokkuð úrkomu- og vindasamt.“ Einar var að lokum spurður hvort það væri ekki mikið ábyrgðarhlutverk, í ljósi þess hve uppteknir Íslendingar geti verið af veðrinu. „Ég kippi mér ekkert upp við það þegar fólk er að velta fyrir sér veðri út af frístundum sínum. Það er miklu meiri ábyrgð sem fylgir því þegar það er verið að spá hér mjög vondu veðri og velta fyrir sér viðvörunum og viðbúnaði,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.
Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Sjá meira