Firmino kvaddi Anfield með marki sem dugir líklega skammt Aron Guðmundsson skrifar 20. maí 2023 16:06 Roberto Firmino skoraði í síðasta leiknum sínum á Anfield. Vísir/Getty Roberto Firmino skoraði jöfnunarmark Liverpool gegn Aston Villa í síðasta heimaleik sínum fyrir félagið. Jafnteflið dugir Liverpool þó líklega skammt í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Leikurinn í dag var fjörugur og Aston Villa byrjaði af miklum krafti. Þeir fengu vítaspyrnu eftir rúmar tuttugu mínútur þegar Ibrahim Konate felldi Ollie Watkins eftir skyndisókn. Watkins fór sjálfur á punktinn en skaut framhjá. Skömmu síðar kom hins vegar mark hjá Villa. Það skoraði Jacob Ramsay eftir hornspyrnu. Skömmu síðar var Tyrone Mings afskaplega heppinn að fá ekki rautt spjald þegar hann fór með sólann í bringuna á Cody Gakpo leikmanni Liverpool. Atvikið var skoðað en Jon Brooks dómari lét gula spjaldið nægja. Í upphafi síðari hálfleiks tókst Gakpo síðan að koma boltanum í netið en var dæmdur rangstæður eftir að myndbandsdómari skoðaði atvikið. Mark Liverpool kom hins vegar undir lokin. Það var að sjálfsögðu Roberto Firmino sem skoraði það í sínum síðasta heimaleik eftir frábæra sendingu frá Mohamed Salah. Liverpool pressaði mikið á lokamínútunum en allt kom fyrir ekki. Lokatölur 1-1 en stigið dugir Liverpool líklega skammt í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Liðið þarf nú að treysta á að Manchester United tapi leikjum sínum gegn Chelsea og Fulham eða að Newcastle tapi bæði gegn Chelsea og Leicester. Enski boltinn
Roberto Firmino skoraði jöfnunarmark Liverpool gegn Aston Villa í síðasta heimaleik sínum fyrir félagið. Jafnteflið dugir Liverpool þó líklega skammt í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Leikurinn í dag var fjörugur og Aston Villa byrjaði af miklum krafti. Þeir fengu vítaspyrnu eftir rúmar tuttugu mínútur þegar Ibrahim Konate felldi Ollie Watkins eftir skyndisókn. Watkins fór sjálfur á punktinn en skaut framhjá. Skömmu síðar kom hins vegar mark hjá Villa. Það skoraði Jacob Ramsay eftir hornspyrnu. Skömmu síðar var Tyrone Mings afskaplega heppinn að fá ekki rautt spjald þegar hann fór með sólann í bringuna á Cody Gakpo leikmanni Liverpool. Atvikið var skoðað en Jon Brooks dómari lét gula spjaldið nægja. Í upphafi síðari hálfleiks tókst Gakpo síðan að koma boltanum í netið en var dæmdur rangstæður eftir að myndbandsdómari skoðaði atvikið. Mark Liverpool kom hins vegar undir lokin. Það var að sjálfsögðu Roberto Firmino sem skoraði það í sínum síðasta heimaleik eftir frábæra sendingu frá Mohamed Salah. Liverpool pressaði mikið á lokamínútunum en allt kom fyrir ekki. Lokatölur 1-1 en stigið dugir Liverpool líklega skammt í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Liðið þarf nú að treysta á að Manchester United tapi leikjum sínum gegn Chelsea og Fulham eða að Newcastle tapi bæði gegn Chelsea og Leicester.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti