Gæludýraormalyf virka betur fyrir fólk en mannalyf Kristinn Haukur Guðnason skrifar 21. maí 2023 07:01 Um einn og hálfur milljarður manna þjáist af sníkjuormi. Getty Ormalyf fyrir gæludýr virka betur á fólk en þau lyf sem eru ætluð fólki. Meiri peningum er varið í ormalyfjarannsóknir fyrir gæludýr en fólk, en sjúkdómarnir herja aðallega á fólk í þróunarlöndum. Samkvæmt nýrri rannsókn í Sviss virka núverandi ormalyf fyrir fólk, og Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) mælir með, aðeins í sautján prósent tilvika. En ormalyf fyrir gæludýr sem prófuð hafa verið á fólki virka í nær öllum tilvikum. Um er að ræða sníkjuorma, svo sem spóluorma, flatorma og þráðorma á borð við tríkínu. Talið er að um einn og hálfur milljarður manna sé sýktur af slíkum ormum. Aðallega í fátækari löndum heimsins. Helstu einkennin eru niðurgangur, kviðverkir, blóðleysi og sýkingar í kviðarholi. Verstu sýkingarnar geta leitt af sér skertan vöxt og næringarupptöku og stíflur í þörmum. Í sumum tilvikum þarf skurðaðgerð til að losa stíflurnar. Ónæmi að aukast Sé fólk sýkt af tríkínu mælir WHO með að nota lyfin albendazole og mebendazole. Samkvæmt rannsókn Svissnesku hitabeltissjúkdóma og lýðheilsustofnunarinnar virka þau lyf hins vegar aðeins í sautján prósent tilvika. Ónæmi er að aukast verulega gagnvart hefðbundnum ormalyfjum fyrir fólk. Ormahreinsun í Indlandi.Getty Samkvæmt rannsókninni virkar lyfið emodepside nú miklu betur gegn ormum í fólki. Lyfið var prófað gegn ýmsum tegundum sníkjuorma og læknaðist fólk í langflestum tilvikum. Versta niðurstaðan sýndi að 83 prósent fólks með þráðorm læknaðist við að fá fimm milligrömm af emodepside. Þegar skammturinn var hækkaður í fimmtán milligrömm læknuðust allir þátttakendur í rannsókninni. Lyfið hefur einnig aðra mikilvæga eiginleika. „Það þolist vel og flestar aukaverkanirnar eru vægar,“ segir Emmanuel Mrimi, doktorsnemi og einn af rannsakendum við tímaritið New England Journal of Medicine um þessa tímamóta rannsókn í ormafræðum. Meiri peningur í gæludýralyfjum Emodepside er langt frá því að vera óþekkt lyf en hingað til hefur það aðeins verið notað til að ormahreinsa dýr, einkum gæludýr á borð við hunda og ketti. Meiri pening er varið í ormalyfjaþróun fyrir gæludýr en fyrir fólk.Getty „Endurnýting lyfja er mikilvæg í rannsóknum og þróun á ormalyfjum, sem eru vanrækt og vanfjármögnuð,“ segir Jennifer Keiser, yfirmaður ormalyfjaþróunardeildar svissnesku stofnunarinnar. Bendir hún á að engin ný ormalyf fyrir fólk hafi verið þróuð um áratuga skeið. Meiri peningar séu settir í ormalyfjaþróun dýra en manna. Svissneska stofnunin er nú þegar komin í samstarf við þýska lyfjarisann Bayer um frekari þróun lyfsins. „Markmiðið er að lyfið verði samþykkt fyrir notkun í mönnum og að það verði gert aðgengilegt fyrir sjúklinga í neyð í framtíðinni,“ segir Keiser. Sviss Heilbrigðismál Dýraheilbrigði Lyf Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Samkvæmt nýrri rannsókn í Sviss virka núverandi ormalyf fyrir fólk, og Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) mælir með, aðeins í sautján prósent tilvika. En ormalyf fyrir gæludýr sem prófuð hafa verið á fólki virka í nær öllum tilvikum. Um er að ræða sníkjuorma, svo sem spóluorma, flatorma og þráðorma á borð við tríkínu. Talið er að um einn og hálfur milljarður manna sé sýktur af slíkum ormum. Aðallega í fátækari löndum heimsins. Helstu einkennin eru niðurgangur, kviðverkir, blóðleysi og sýkingar í kviðarholi. Verstu sýkingarnar geta leitt af sér skertan vöxt og næringarupptöku og stíflur í þörmum. Í sumum tilvikum þarf skurðaðgerð til að losa stíflurnar. Ónæmi að aukast Sé fólk sýkt af tríkínu mælir WHO með að nota lyfin albendazole og mebendazole. Samkvæmt rannsókn Svissnesku hitabeltissjúkdóma og lýðheilsustofnunarinnar virka þau lyf hins vegar aðeins í sautján prósent tilvika. Ónæmi er að aukast verulega gagnvart hefðbundnum ormalyfjum fyrir fólk. Ormahreinsun í Indlandi.Getty Samkvæmt rannsókninni virkar lyfið emodepside nú miklu betur gegn ormum í fólki. Lyfið var prófað gegn ýmsum tegundum sníkjuorma og læknaðist fólk í langflestum tilvikum. Versta niðurstaðan sýndi að 83 prósent fólks með þráðorm læknaðist við að fá fimm milligrömm af emodepside. Þegar skammturinn var hækkaður í fimmtán milligrömm læknuðust allir þátttakendur í rannsókninni. Lyfið hefur einnig aðra mikilvæga eiginleika. „Það þolist vel og flestar aukaverkanirnar eru vægar,“ segir Emmanuel Mrimi, doktorsnemi og einn af rannsakendum við tímaritið New England Journal of Medicine um þessa tímamóta rannsókn í ormafræðum. Meiri peningur í gæludýralyfjum Emodepside er langt frá því að vera óþekkt lyf en hingað til hefur það aðeins verið notað til að ormahreinsa dýr, einkum gæludýr á borð við hunda og ketti. Meiri pening er varið í ormalyfjaþróun fyrir gæludýr en fyrir fólk.Getty „Endurnýting lyfja er mikilvæg í rannsóknum og þróun á ormalyfjum, sem eru vanrækt og vanfjármögnuð,“ segir Jennifer Keiser, yfirmaður ormalyfjaþróunardeildar svissnesku stofnunarinnar. Bendir hún á að engin ný ormalyf fyrir fólk hafi verið þróuð um áratuga skeið. Meiri peningar séu settir í ormalyfjaþróun dýra en manna. Svissneska stofnunin er nú þegar komin í samstarf við þýska lyfjarisann Bayer um frekari þróun lyfsins. „Markmiðið er að lyfið verði samþykkt fyrir notkun í mönnum og að það verði gert aðgengilegt fyrir sjúklinga í neyð í framtíðinni,“ segir Keiser.
Sviss Heilbrigðismál Dýraheilbrigði Lyf Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira