Boltastrákurinn sem Hazard sparkaði í á meðal þeirra ríkustu í Bretlandi Smári Jökull Jónsson skrifar 20. maí 2023 07:00 Margir muna eftir atvikinu umtalaða í leik Swansea og Chelsea árið 2013. Vísir/Getty Fyrrum boltastrákur hjá Swansea, sem komst í fréttirnar fyrir tíu árum síðan eftir að knattspyrnumaðurinn Eden Hazard sparkaði í hann, er nú kominn í sviðsljósið á nýjan leik. Margir muna eflaust eftir atvikinu á Liberty-leikvanginum í Swansea árið 2013 þegar þáverandi stórstjarnan Eden Hazard fékk rautt spjald fyrir að sparka í magann á boltastrák sem honum fannst heldur lengi að sækja boltann eftir að hann hafði endað fyrir aftan endamörk. Hazard var harðlega gagnrýndur fyrir athæfið en í kjölfar þess birtust fréttir um sættir á milli Hazard og boltastráksins Charlie Morgan. Í kjölfar atviksins kom reyndar í ljós að Charlie Morgan var ekki eins og hver annar boltastrákur. Hann var bæði eldri og mun ríkari en kollegar sínir enda faðir hans eigandi risastórrar hótelkeðju. Og nú er hann kominn í fréttirnar á nýjan leik, einmitt vegna fjármála sinna. Á lista sem Sunday Times birti í dag kemur fram að Charlie Morgan er á lista yfir þrjátíu og fimm ríkustu einstaklingana í Bretlandi undir þrjátíu og fimm ára aldri. Hann er þar í tuttugusta og sjöunda sæti og fyrir ofan menn eins og Harry Kane, markahæsta mann enska landsliðsins frá upphafi. View this post on Instagram A post shared by Charlie Morgan (@charliem0rgan) Þremur árum eftir atvikið á Liberty-leikvanginum tók Charlie Morgan sjálfur skrefið inn í viðskiptaheiminn. Hann og félagi hans settu á markað drykkinn AU Vodka sem hefur sannarlega slegið í gegn. Drykkurinn var seldur fyrir tæplega 44 milljónir punda á síðasta ári eða um 7,5 milljarða íslenskra króna. Það er því ólíklegt að Morgan þurfi að skella sér í hlutverk boltastráksins á nýjan leik á næstunni. Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira
Margir muna eflaust eftir atvikinu á Liberty-leikvanginum í Swansea árið 2013 þegar þáverandi stórstjarnan Eden Hazard fékk rautt spjald fyrir að sparka í magann á boltastrák sem honum fannst heldur lengi að sækja boltann eftir að hann hafði endað fyrir aftan endamörk. Hazard var harðlega gagnrýndur fyrir athæfið en í kjölfar þess birtust fréttir um sættir á milli Hazard og boltastráksins Charlie Morgan. Í kjölfar atviksins kom reyndar í ljós að Charlie Morgan var ekki eins og hver annar boltastrákur. Hann var bæði eldri og mun ríkari en kollegar sínir enda faðir hans eigandi risastórrar hótelkeðju. Og nú er hann kominn í fréttirnar á nýjan leik, einmitt vegna fjármála sinna. Á lista sem Sunday Times birti í dag kemur fram að Charlie Morgan er á lista yfir þrjátíu og fimm ríkustu einstaklingana í Bretlandi undir þrjátíu og fimm ára aldri. Hann er þar í tuttugusta og sjöunda sæti og fyrir ofan menn eins og Harry Kane, markahæsta mann enska landsliðsins frá upphafi. View this post on Instagram A post shared by Charlie Morgan (@charliem0rgan) Þremur árum eftir atvikið á Liberty-leikvanginum tók Charlie Morgan sjálfur skrefið inn í viðskiptaheiminn. Hann og félagi hans settu á markað drykkinn AU Vodka sem hefur sannarlega slegið í gegn. Drykkurinn var seldur fyrir tæplega 44 milljónir punda á síðasta ári eða um 7,5 milljarða íslenskra króna. Það er því ólíklegt að Morgan þurfi að skella sér í hlutverk boltastráksins á nýjan leik á næstunni.
Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira