Englandsmeistararnir unnu Chelsea Aron Guðmundsson skrifar 21. maí 2023 14:31 Alvarez skoraði eina mark leiksins fyrir Englandsmeistara Manchester City Vísir/Getty Englandsmeistarar Manchester City unnu í dag 1-0 sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Julian Alvarez skoraði eina mark leiksins á 12.mínútu. Í gær varð ljóst að Manchester City væri orðið Englandsmeistari, þriðja tímabilið í röð. Tap Arsenal gegn Nottingham Forest sá til þess. Leikmenn Manchester City mættu því í afar góðu skapi inn í leik dagsins og blásið var til sigurhátíðar á Etihad leikvanginum. Með sigrinum er Manchester City komið í 88 stig í 1.sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Chelsea er hins vegar í basli með 43 stig í 12.sæti og að engu að keppa. Enski boltinn
Englandsmeistarar Manchester City unnu í dag 1-0 sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Julian Alvarez skoraði eina mark leiksins á 12.mínútu. Í gær varð ljóst að Manchester City væri orðið Englandsmeistari, þriðja tímabilið í röð. Tap Arsenal gegn Nottingham Forest sá til þess. Leikmenn Manchester City mættu því í afar góðu skapi inn í leik dagsins og blásið var til sigurhátíðar á Etihad leikvanginum. Með sigrinum er Manchester City komið í 88 stig í 1.sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Chelsea er hins vegar í basli með 43 stig í 12.sæti og að engu að keppa.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti