Baðst afsökunar á blóti Haalands í fögnuðinum Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2023 08:30 Erling Haaland með verðlaunagripinn eftir að hafa orðið Englandsmeistari í fyrstu tilraun. Getty/Tom Flathers Erling Haaland stalst til að trufla sigurviðtal á Sky Sports í meistarafögnuði Manchester City á Etihad-leikvanginum í gær, til að lýsa yfir aðdáun á liðsfélaga sínum Jack Grealish. Haaland var líkt og flestar helstu kanónur City-liðsins á varamannabekknum gegn Chelsea í gær, þar sem að titillinn var í höfn fyrir leik, en kom inn á í 1-0 sigri City-manna. Eftir leik óðu stuðningsmenn City í leyfisleysi inn á grasið í von um að fagna með leikmönnum en lætin þóttu of mikil og var Haaland og félögum fylgt inn í klefa af öryggisástæðum. Þeir komu svo aftur síðar út á völl til að taka við meistaraverðlaunum sínum. En áður en að leikmenn fóru inn í klefa voru einhverjir þeirra gripnir í viðtal á Sky Sports, hjá Dave Jones, og þar á meðal Grealish. Í miðju viðtali kom Haaland aðvífandi og sagði: „Ég f***ing elska þig, þú veist það?“ Erling Haaland and Jack Grealish's relationship >>> pic.twitter.com/5mXt3Bg8Fl— GOAL (@goal) May 21, 2023 Jones var fljótur að biðjast afsökunar á orðavali Norðmannsins en ást hans á Grealish virðist gagnkvæm því enski landsliðsmaðurinn dásamaði Haaland: „Samband okkar er frábært. Við mætum oft saman á æfingar, við búum í sömu byggingu, ég hef aðstoðað hann nokkrum sinnum. Þegar sambandið er svona gott utan vallar þá er þetta allt mikið auðveldara innan vallar,“ sagði Grealish, samkvæmt frétt The Mirror. Tók hlé frá viðtali til að dansa Haaland hefur átt risastóran þátt í velgengni City í vetur og skorað 36 mörk á sinni fyrstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni, sem er met. „Þetta eru minningar sem ég mun eiga það sem eftir er ævinnar,“ sagði hinn 22 ára gamli Haaland eftir að hafa orðið enskur meistari í fyrsta sinn en hann tók hlé í sínu viðtali til að dansa. Erling Haaland stopped this interview halfway through to go for a dance pic.twitter.com/Yzv0sqOP2W— ESPN FC (@ESPNFC) May 21, 2023 „Við höfum lagt svo mikið á okkur og ég veit hreinlega ekki hvað skal segja. Ég var ekki búinn um að hugsa um hvað ég ætlaði að segja. Þetta er sérstakt og nú ætlum við að njóta dagsins. Það er frábært að fá bikarinn, bæði fyrir leikmennina og allt félagið,“ sagði Haaland. City getur nú unnið þrennuna því liðið spilar við Manchester United í bikarúrslitaleiknum 3. júní og svo gegn Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, 10. júní. Engu félagi hefur tekist að vinna þessa þrennu síðan að Manchester United afrekaði það árið 1999. Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira
Haaland var líkt og flestar helstu kanónur City-liðsins á varamannabekknum gegn Chelsea í gær, þar sem að titillinn var í höfn fyrir leik, en kom inn á í 1-0 sigri City-manna. Eftir leik óðu stuðningsmenn City í leyfisleysi inn á grasið í von um að fagna með leikmönnum en lætin þóttu of mikil og var Haaland og félögum fylgt inn í klefa af öryggisástæðum. Þeir komu svo aftur síðar út á völl til að taka við meistaraverðlaunum sínum. En áður en að leikmenn fóru inn í klefa voru einhverjir þeirra gripnir í viðtal á Sky Sports, hjá Dave Jones, og þar á meðal Grealish. Í miðju viðtali kom Haaland aðvífandi og sagði: „Ég f***ing elska þig, þú veist það?“ Erling Haaland and Jack Grealish's relationship >>> pic.twitter.com/5mXt3Bg8Fl— GOAL (@goal) May 21, 2023 Jones var fljótur að biðjast afsökunar á orðavali Norðmannsins en ást hans á Grealish virðist gagnkvæm því enski landsliðsmaðurinn dásamaði Haaland: „Samband okkar er frábært. Við mætum oft saman á æfingar, við búum í sömu byggingu, ég hef aðstoðað hann nokkrum sinnum. Þegar sambandið er svona gott utan vallar þá er þetta allt mikið auðveldara innan vallar,“ sagði Grealish, samkvæmt frétt The Mirror. Tók hlé frá viðtali til að dansa Haaland hefur átt risastóran þátt í velgengni City í vetur og skorað 36 mörk á sinni fyrstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni, sem er met. „Þetta eru minningar sem ég mun eiga það sem eftir er ævinnar,“ sagði hinn 22 ára gamli Haaland eftir að hafa orðið enskur meistari í fyrsta sinn en hann tók hlé í sínu viðtali til að dansa. Erling Haaland stopped this interview halfway through to go for a dance pic.twitter.com/Yzv0sqOP2W— ESPN FC (@ESPNFC) May 21, 2023 „Við höfum lagt svo mikið á okkur og ég veit hreinlega ekki hvað skal segja. Ég var ekki búinn um að hugsa um hvað ég ætlaði að segja. Þetta er sérstakt og nú ætlum við að njóta dagsins. Það er frábært að fá bikarinn, bæði fyrir leikmennina og allt félagið,“ sagði Haaland. City getur nú unnið þrennuna því liðið spilar við Manchester United í bikarúrslitaleiknum 3. júní og svo gegn Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, 10. júní. Engu félagi hefur tekist að vinna þessa þrennu síðan að Manchester United afrekaði það árið 1999.
Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira