ESB sektar Meta um 183 milljarða króna Atli Ísleifsson skrifar 22. maí 2023 10:09 Mark Zuckerberg er forstjóri Meta. Getty Evrópusambandið hefur sektað Meta, móðurfélag Facebook, um 1,3 milljarða bandaríkjadala, um 183 milljarða króna, fyrir að hafa sent persónuupplýsingar evrópskra notenda til Bandaríkjanna. Wall Street Journal segir frá þessu og að Evrópusambandið muni greina opinberlega frá þessu síðar í dag. Fram kemur að vegna ákvörðunarinnar komi aukinn þrýstingur á bandarísk stjórnvöld að ganga frá samningi við ESB um sveignanlegri persónverndarreglur sem myndu heimila slíkan flutning og nú er verið að sekta Meta fyrir. Höfuðstöðvar Meta innan EES eru staðsettar á Írlandi og hefur írska persónuverndarstofnunin forystueftirlitsyfirvald yfir Meta. Í frétt WSJ segir að stofnunin meti það sem svo að Meta hafi um árabil hýst persónuverndarupplýsingar um evrópska Facebook-notendur á vefþjónum í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti. Vill stofnunin meina að bandarísk leyniþjónusta gæti þannig komist yfir gögnin. Evrópusambandið hefur aldrei áður sektað tæknirisa um svo háa upphæð, en ESB sektaði Amazon um 806 milljónir bandaríkjadala árið 2021 vegna brota tengdum auglýsingastarfsemi Amazon. Auk sektarinnar segir að ESB hafi fyrirskipað Meta að stöðva slíkar gagnasendingar og eyða öllum þeim gögnum sem þegar hafi verið send innan sex mánaða. Meta gæti þó sloppið við slíkt, náist samningar milli Evrópusambandsins og bandarískra stjórnvalda. Evrópusambandið Meta Persónuvernd Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Wall Street Journal segir frá þessu og að Evrópusambandið muni greina opinberlega frá þessu síðar í dag. Fram kemur að vegna ákvörðunarinnar komi aukinn þrýstingur á bandarísk stjórnvöld að ganga frá samningi við ESB um sveignanlegri persónverndarreglur sem myndu heimila slíkan flutning og nú er verið að sekta Meta fyrir. Höfuðstöðvar Meta innan EES eru staðsettar á Írlandi og hefur írska persónuverndarstofnunin forystueftirlitsyfirvald yfir Meta. Í frétt WSJ segir að stofnunin meti það sem svo að Meta hafi um árabil hýst persónuverndarupplýsingar um evrópska Facebook-notendur á vefþjónum í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti. Vill stofnunin meina að bandarísk leyniþjónusta gæti þannig komist yfir gögnin. Evrópusambandið hefur aldrei áður sektað tæknirisa um svo háa upphæð, en ESB sektaði Amazon um 806 milljónir bandaríkjadala árið 2021 vegna brota tengdum auglýsingastarfsemi Amazon. Auk sektarinnar segir að ESB hafi fyrirskipað Meta að stöðva slíkar gagnasendingar og eyða öllum þeim gögnum sem þegar hafi verið send innan sex mánaða. Meta gæti þó sloppið við slíkt, náist samningar milli Evrópusambandsins og bandarískra stjórnvalda.
Evrópusambandið Meta Persónuvernd Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira