Guardiola kallar eftir niðurstöðu svo fólk hætti að tala Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2023 11:30 Pep Guardiola kyssir verðlaunapeninginn sem hann fékk eftir sigur Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Ap/Jon Super Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, vonast eftir því að kærurnar gegn félaginu fái flýtimeðferð og að við fáum niðurstöðu sem fyrst. Nýkrýndir Englandsmeistarar Manchester City eru með 115 kærur yfir sér fyrir brot á rekstrareglum ensku úrvalsdeildarinnar. Kærurnar voru gerðar opinberar í febrúar síðastliðnum en þær koma til vegna þess sem gerðist á árunum 2009 til 2018. City var líka sakað um að aðstoða ekki við rannsóknina sem hófst í desember 2018. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) City heldur fram sakleysi sínu í þessu máli og telja sig geta sannað það með óhrekjanlegum sönnunargögnum. City fólk segist líka hlakka til að geta klárað þetta mál endanlega. Íþróttadómstóllinn sneri við tveggja ára banni á félagið í Evrópukeppnum sem UEFA dæmdi City í árið 2020 en City fékk engu að síður tíu milljónir evra í sekt fyrir að hindra rannsókn málsins. Pep Guardiola var að gera City að Englandsmeisturum í fimmta sinn á síðustu sex árum en liðið mætir Brighton í kvöld í leik sem liðið átti inni. „Það sem ég vil sjá að gerist er að enska úrvalsdeildin og dómararnir geti komist að niðurstöðu eins fljótt og auðið er. Þá, ef að við gerðum eitthvað rangt, vita það allir en ef við gerðum hlutina á réttan hátt, eins og við höfum trúað í mörg ár, þá mun fólk hætta að tala um þetta,“ sagði Pep Guardiola. „Ég myndi elska að sjá niðurstöðu á morgun. Það væri jafnvel enn betra að fá hana strax í kvöld. Vonandi eru menn ekki svo uppteknir, dómararnir geta hlustað á báða aðila og ákveðið hvað sé besta að gera. Þegar upp er staðið þá vitum við að við höfum unnið á sanngjarnan hátt inn á vellinum og efumst ekki um sakleysi félagsins,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola: We would love it tomorrow, this afternoon [even] better. We would love it. Hopefully they are not so busy and the judges can see both sides and decide what is the best because in the end I know fairly what we won, we won on the pitch https://t.co/EnXoMlqORu— Guardian sport (@guardian_sport) May 24, 2023 Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Sjá meira
Nýkrýndir Englandsmeistarar Manchester City eru með 115 kærur yfir sér fyrir brot á rekstrareglum ensku úrvalsdeildarinnar. Kærurnar voru gerðar opinberar í febrúar síðastliðnum en þær koma til vegna þess sem gerðist á árunum 2009 til 2018. City var líka sakað um að aðstoða ekki við rannsóknina sem hófst í desember 2018. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) City heldur fram sakleysi sínu í þessu máli og telja sig geta sannað það með óhrekjanlegum sönnunargögnum. City fólk segist líka hlakka til að geta klárað þetta mál endanlega. Íþróttadómstóllinn sneri við tveggja ára banni á félagið í Evrópukeppnum sem UEFA dæmdi City í árið 2020 en City fékk engu að síður tíu milljónir evra í sekt fyrir að hindra rannsókn málsins. Pep Guardiola var að gera City að Englandsmeisturum í fimmta sinn á síðustu sex árum en liðið mætir Brighton í kvöld í leik sem liðið átti inni. „Það sem ég vil sjá að gerist er að enska úrvalsdeildin og dómararnir geti komist að niðurstöðu eins fljótt og auðið er. Þá, ef að við gerðum eitthvað rangt, vita það allir en ef við gerðum hlutina á réttan hátt, eins og við höfum trúað í mörg ár, þá mun fólk hætta að tala um þetta,“ sagði Pep Guardiola. „Ég myndi elska að sjá niðurstöðu á morgun. Það væri jafnvel enn betra að fá hana strax í kvöld. Vonandi eru menn ekki svo uppteknir, dómararnir geta hlustað á báða aðila og ákveðið hvað sé besta að gera. Þegar upp er staðið þá vitum við að við höfum unnið á sanngjarnan hátt inn á vellinum og efumst ekki um sakleysi félagsins,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola: We would love it tomorrow, this afternoon [even] better. We would love it. Hopefully they are not so busy and the judges can see both sides and decide what is the best because in the end I know fairly what we won, we won on the pitch https://t.co/EnXoMlqORu— Guardian sport (@guardian_sport) May 24, 2023
Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Sjá meira