Ráðherra segir Pírata hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. maí 2023 12:22 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Sigurjón Ólason Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafnar ásökunum um að leiðtogafundur Evrópuráðsins hafi verið nýttur til að lauma auknum vígbúnaði til lögreglunnar en segir að eftir fundinn eigi Íslendingar miklu öflugra og betur búið lögreglulið að öllu leyti. Þingmaður Pírata, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, spurði dómsmálaráðherra á Alþingi í gær hvort leiðtogafundurinn hefði í reynd verið nýttur til að réttlæta stóraukinn vígbúnað íslensku lögreglunnar. „Já, þetta var einhver Pírataþingmaður sem var að spyrja um þetta. Það er nú oft sem maður verður var við úr þeirri áttinni að menn hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum,“ segir dómsmálaráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar og segir fundinn hafa verið eitt allra stærsta verkefni sem lögreglan hefði tekist á við. Vopnaðir lögreglumenn á þaki Hörpu með kíkisriffil.Vísir/Vilhelm „Það fylgdu þessu eðlilega mikil kaup á hinum fjölbreytta búnaði, bæði fatnaði, öryggisbúnaði, eins og vestum og öllu slíku. Og eitthvað af skotvopnum var keypt, mótorhjól og annað. Ég hef ekki skiptingu á þessum kostnaði,“ segir Jón. Í frétt Vísis í gær kom fram að kostnaður vegna kaupa á búnaði væri um 350 milljónir króna. Ráðherrann hafnar því að fundurinn hafi verið notaður til að lauma auknum vopnabúnaði til lögreglunnar. „Það er ekkert verið að nota hann til að lauma þessu inn til landsins. Þetta var nauðsynlegur búnaður til að geta tekist á við þetta viðamikla verkefni.“ Fleiri lögreglumótorhjól voru keypt vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu.Vísir/Vilhelm „Eftir þetta erum við með lögreglulið sem er búið að fara í gegnum mikla viðbótarmenntun í vetur, mikla viðbótarþjálfun, lögreglumenn allsstaðar að af landinu. Við höfum náð að bæta búnað lögreglunnar á fjölbreyttu sviði. Þannig að eftir stöndum við með miklu öflugra lögreglulið að öllu leyti. Betur þjálfað, betur menntað og þjálfað og betur búið. Og ég fagna því og treysti lögreglunni fullkomlega til þess að fara með það, samkvæmt þeirri ábyrgð sem þeir sýna,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Hér má sjá viðtal við ráðherrann um málið í heild: Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Skotvopn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Píratar Tengdar fréttir Leiðtogafundurinn hvalreki fyrir vopnabúr löggunnar Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra greindi frá því á þinginu nú rétt í þessu að ekki stæði til að selja aftur þann búnað sem keyptur var fyrir lögregluna vegna leiðtogafundarins. Alls fóru í það um 350 milljónir króna. 23. maí 2023 14:38 Stóraukið myndavélaeftirlit í miðborginni Myndavélar sem keyptar voru í tilefni leiðtogafundar Evrópuráðsins verða ekki fjarlægðar. 24 nýjar vélar voru keyptar að sögn upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur miklar áhyggjur af auknu eftirliti. 19. maí 2023 19:45 Tekist á um rafbyssuvæðingu: Svör forsætisráðherra ófullnægjandi og óskýr Forsætisráðherra segir það alltaf háð mati hvers ráðherra fyrir sig hvort mál teljist svo mikilvæg að bera þurfi þau upp við ríkisstjórn áður en ákvörðun er tekin. Það mat geti verið ólíkt milli ráðherra, eins og um rafbyssuvæðingu dómsmálaráðherra, og það hljóti að vera pólitískt. 20. mars 2023 22:27 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Þingmaður Pírata, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, spurði dómsmálaráðherra á Alþingi í gær hvort leiðtogafundurinn hefði í reynd verið nýttur til að réttlæta stóraukinn vígbúnað íslensku lögreglunnar. „Já, þetta var einhver Pírataþingmaður sem var að spyrja um þetta. Það er nú oft sem maður verður var við úr þeirri áttinni að menn hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum,“ segir dómsmálaráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar og segir fundinn hafa verið eitt allra stærsta verkefni sem lögreglan hefði tekist á við. Vopnaðir lögreglumenn á þaki Hörpu með kíkisriffil.Vísir/Vilhelm „Það fylgdu þessu eðlilega mikil kaup á hinum fjölbreytta búnaði, bæði fatnaði, öryggisbúnaði, eins og vestum og öllu slíku. Og eitthvað af skotvopnum var keypt, mótorhjól og annað. Ég hef ekki skiptingu á þessum kostnaði,“ segir Jón. Í frétt Vísis í gær kom fram að kostnaður vegna kaupa á búnaði væri um 350 milljónir króna. Ráðherrann hafnar því að fundurinn hafi verið notaður til að lauma auknum vopnabúnaði til lögreglunnar. „Það er ekkert verið að nota hann til að lauma þessu inn til landsins. Þetta var nauðsynlegur búnaður til að geta tekist á við þetta viðamikla verkefni.“ Fleiri lögreglumótorhjól voru keypt vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu.Vísir/Vilhelm „Eftir þetta erum við með lögreglulið sem er búið að fara í gegnum mikla viðbótarmenntun í vetur, mikla viðbótarþjálfun, lögreglumenn allsstaðar að af landinu. Við höfum náð að bæta búnað lögreglunnar á fjölbreyttu sviði. Þannig að eftir stöndum við með miklu öflugra lögreglulið að öllu leyti. Betur þjálfað, betur menntað og þjálfað og betur búið. Og ég fagna því og treysti lögreglunni fullkomlega til þess að fara með það, samkvæmt þeirri ábyrgð sem þeir sýna,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Hér má sjá viðtal við ráðherrann um málið í heild:
Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Skotvopn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Píratar Tengdar fréttir Leiðtogafundurinn hvalreki fyrir vopnabúr löggunnar Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra greindi frá því á þinginu nú rétt í þessu að ekki stæði til að selja aftur þann búnað sem keyptur var fyrir lögregluna vegna leiðtogafundarins. Alls fóru í það um 350 milljónir króna. 23. maí 2023 14:38 Stóraukið myndavélaeftirlit í miðborginni Myndavélar sem keyptar voru í tilefni leiðtogafundar Evrópuráðsins verða ekki fjarlægðar. 24 nýjar vélar voru keyptar að sögn upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur miklar áhyggjur af auknu eftirliti. 19. maí 2023 19:45 Tekist á um rafbyssuvæðingu: Svör forsætisráðherra ófullnægjandi og óskýr Forsætisráðherra segir það alltaf háð mati hvers ráðherra fyrir sig hvort mál teljist svo mikilvæg að bera þurfi þau upp við ríkisstjórn áður en ákvörðun er tekin. Það mat geti verið ólíkt milli ráðherra, eins og um rafbyssuvæðingu dómsmálaráðherra, og það hljóti að vera pólitískt. 20. mars 2023 22:27 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Leiðtogafundurinn hvalreki fyrir vopnabúr löggunnar Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra greindi frá því á þinginu nú rétt í þessu að ekki stæði til að selja aftur þann búnað sem keyptur var fyrir lögregluna vegna leiðtogafundarins. Alls fóru í það um 350 milljónir króna. 23. maí 2023 14:38
Stóraukið myndavélaeftirlit í miðborginni Myndavélar sem keyptar voru í tilefni leiðtogafundar Evrópuráðsins verða ekki fjarlægðar. 24 nýjar vélar voru keyptar að sögn upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur miklar áhyggjur af auknu eftirliti. 19. maí 2023 19:45
Tekist á um rafbyssuvæðingu: Svör forsætisráðherra ófullnægjandi og óskýr Forsætisráðherra segir það alltaf háð mati hvers ráðherra fyrir sig hvort mál teljist svo mikilvæg að bera þurfi þau upp við ríkisstjórn áður en ákvörðun er tekin. Það mat geti verið ólíkt milli ráðherra, eins og um rafbyssuvæðingu dómsmálaráðherra, og það hljóti að vera pólitískt. 20. mars 2023 22:27